Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

401. fundur 10. mars 2021 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sjávarborg II 145955 - Umsókn um landskipti og byggingarreit

Málsnúmer 2011176Vakta málsnúmer

Á 392 fundi skipulags- og byggingarnefndar dags. 19.11.2020 óskaði Gyða Haraldsdóttir kt. 051153-4059, eftir leyfi að stofna 3.854 m2 frístundahúsalóð auk byggingarreits úr landi Sjávarborgar II, L 145955, í samræmi við framlögð gögn, unnin af Eflu verkfræðistofu. Óskað var eftir að landspildan fengi heitið Smáborg. Einnig var óskað eftir að sótt yrði um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá gr. 5.3.2.14, í skipulagsreglugerð nr. 91.2013. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir undandþágu frá 50 m fjarlægðarreglu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Fyrir liggur umsögn ráðuneytisins dags. 23.2.2021, þar sem veitt er undanþága frá ákvæði 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90.2013.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

2.Víðiholt L146082 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2102022Vakta málsnúmer

Hlífar Hjaltason kt. 300960-5539 og Sigríður Margrét Helgadóttir kt. 010561-4349 sem eru þinglýstir eigendur jarðarinnar Víðiholts landnúmer 146082 sækja um, með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 0,43 ha landspildu úr jörðinni og nefna landið Víðiholt 2. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits-afstöðuuppdrætti. Þá er sótt um með vísan til II. kafla Jarðalaga, lausn landspildunnar úr landbúnaðarnotum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

3.Skagaströnd - umsagnarbeiðni vegna aðalskipulags

Málsnúmer 2102110Vakta málsnúmer

Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfræðingur hjá Landmótun ehf, leggur fram ósk um umsögn á vinnslutillögu Aðalskipulags Skagastrandar 2019-2031. Tillagan liggur frammi til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og er óskað eftir að umsögn bersit fyrir 9. mars 2021.
Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir á að misræmis gætir á legu sýslumarka á aðalskipulagsuppdráttum Skagastrandar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við tillöguna að öðru leiti.

4.Páfastaðir - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 2102151Vakta málsnúmer

Sigurður Baldursson kt. 270963-2349, f.h. Páfastaða ehf, kt.661119-0710, þinglýsts eiganda jarðarinnar Páfastaðir, L145989 óskar eftir heimild til að stofna 11.565 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Páfastaðir 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf. Verkfræðistofu. Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er í landi Páfastaða, L145989 eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og verði skráð sem Íbúðarhúsalóð (10). Engin fasteign er á útskiptri spildu og ekkert ræktað land. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Páfastöðum, landnr. 145989.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

5.Laugarhvammur L146196 - Umsókn um breytta landnotkun lóða

Málsnúmer 2102155Vakta málsnúmer

Á 397. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 27. janúar 2021 samþykkti nefndin umsókn um landskipti úr landi Laugarhvamms, landnr. 146196, í Tungusveit , stofnun þriggja lóða. Laugarhvammur 16, Laugarhvammur 17 og Laugarhvammur 18 , skilgreindar sem sumarbústaðarland (60). Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009, þinglýstur eigandi Laugarhvamms, landnúmer 146196, sem er upprunajörð ofannefndra lóða, óskar eftir því að breyta landnotkun úr sumarbústaðarlandi (60) í íbúðarhúsalóðir (10). Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefd telur að skoða þurfi svæðið í heild með tilliti til skýrra marka á milli íbúðabyggðar og frístundabyggðar og einnig með tillitit til þess, hvort svæðið í heild skuli skilgreint sem þéttbýli. Nefndin vísar málinu til vinnu við endurskoðuðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sem nú er í vinnslu.

6.Halldórsstaðir 2. L179258 - Fyrirspurn um íbúðabyggð

Málsnúmer 2011188Vakta málsnúmer

Á 392 fundi skipulags- og byggingarnefndar 20.11.2020, var tekin til umræðu fyrirspurn Páls Pálssonar eiganda Halldórsstaða II í Skagafirði, þar sem óskað var eftir áliti nefndarinnar um hvort heimild fengist til að byggja 10 íbúðarhús á jörðinni skv. meðfylgjandi uppdrætti. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga vegna málsins. Páll Pálsson eigandi Halldórsstaða II í Skagafirði, leggur nú fram fyrirspurn í tillöguformi, um hvort leyfi fáist til að byggja 10 íbúðarhús í landi jarðarinnar með breyttu fyrirkomulagi frá fyrri tillöguuppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að uppgefið byggingarmagn í tillögunni sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sbr. kafla um „tillögur á landbúnaðarsvæðum“ 4.14.4, með vísan í grein 10. Þá er þéttleiki húsa í tillögunni þess eðlis að túlka megi hana sem ávísun á þéttbýliskjarna, sem er ekki í samræmi við aðalskipulagsáætlanir sveitarfélagsins. Nefndin synjar áformum um 10 húsa byggð á Halldórsstöðum II.

7.Melatún 4 og 6 - Fyrirspurn um mön

Málsnúmer 2102263Vakta málsnúmer

Ragnar Helgason kt. 090888-3239 leggur fram fyrirspurn varðandi lengingu á mön sem er við Túngötu/Sæmundarhlíð á Sauðárkróki. Í dag er mön meðfram Sæmundarhlíð sem drepur niður hljóð og ljósmengun vegna umferðar á Sæmundarhlíð, ásamt því að veita öryggi og skjól. Spurt er hvort sé mögulegt að fá mönina framlengda lengra upp Sæmundarhlíð ca 30 m, og inn á Túngötuna um ca 40m, skv. meðfylgjandi teikningu á loftmynd.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar ábendinguna og vísar erindinu áfram til Veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagins Skagafjarðar.

8.Melatún 7 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2103047Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Maríu Ósk Steingrímsdóttur kt. 070493-3229 og Jóni Páli Júlíussyni kt. 070182-3869 um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðnni númer 7 við Melatún á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir af Bjarna Reykjalín kt. 070149-3469. Uppdrættir eru nr. 100, 101, 102 og 103 dagsettir 13.02.2021 ásamt byggingarskilmálum. Þar sem framlagðir aðaluppdrættir uppfylla ekki að öllu leyti 1. og 7. tölulið. byggingarskilmála frá árinu 1996 fyrir hverfið er óskað umsagnar skipulags- og byggingarnefndar með vísan til gr. 2.4.2. reglugerðar 112/2012.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að tillaga að húsi sem liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa víki ekki verulega frá byggingarskilmálum sem notaðir hafa verið í suðurhluta Túnahverfis. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi.

9.Freyjugata 25- Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2103052Vakta málsnúmer

Ólafur Elliði Friðriksson kt. 030957-4749 f.h. Sýls ehf. kt. 470716-0450, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi sem nær yfir gamla barnaskólareitinn við Freyjugötu/Ránarstíg og Sæmundargötu. Gildandi deiliskipulag öðlaðist gildi 18.júní 2020. Breytingin fellst í að sá hluti húss sem var íþróttasalur verður rifinn, og byggður upp að nýju, með hærra þaki sem mun hafa sömu mænishæð og „gamla“skólahúsið . Einnig er gert ráð fyrir að í þeim byggingarhluta verði heimilt í stað 4 íbúða, að gera 6 íbúðir. Gert ráð fyrir nýju stigahúsi austan við endurbyggingu/nýbyggingu, sem stendur utan byggingarreits, og er byggingarreitur stækkaður til samræmis við stærð stigahúss. Loks er um að ræða nýja að komu inn að nýjum/endurbyggðum byggingarhluta frá Ránarstíg.
Skipulags- og byggingarnefd samþykkir tillöguna sem óverlega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum nærliggjandi lóða.

10.Hraun náma 18183 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

Málsnúmer 2102292Vakta málsnúmer

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 18183, Hraun norðan við veg 76-09 Siglufjarðarvegur, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.

11.Kolgröf náma 19472 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

Málsnúmer 2102294Vakta málsnúmer

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 19472, Kolgröf austan við veg, Efribyggðarvegur 751-01, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.

12.Hvalnes náma 18090 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

Málsnúmer 2102295Vakta málsnúmer

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 18090, Hvalnes vestan vegar 745-06 Skagavegur, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.

13.Hverhólar náma 18137 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

Málsnúmer 2102296Vakta málsnúmer

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 18137, Hverhólar við veg 752-03 Skagafjarðarveg, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.

14.Reykjarhóll tjaldstæði - Umsókn um framkvæmdaleyfi, strenglögn

Málsnúmer 2103076Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Sigurðsson kt. 020884-3639, f.h. Veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar rafmagnsheimtaugar frá tengikassa RARIK við Reykjarhólsveg að aðstöðuhúsi á lóðinni Reykjarhóll L200362, í Varmahlíð, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 115

Málsnúmer 2102019FVakta málsnúmer

115 - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa. Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.