Fara í efni

Fyrirspurn um íbúðabyggð - Halldórsstöðum 2. L179258

Málsnúmer 2011188

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 392. fundur - 19.11.2020

Páll Pálsson eigandi Halldórsstaða II í Skagafirði, leggur fram fyrirspurn í tillöguformi, um hvort leyfi fáist til að byggja 10 íbúðarhús í landi jarðarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu máls, og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga.

Skipulags- og byggingarnefnd - 401. fundur - 10.03.2021

Á 392 fundi skipulags- og byggingarnefndar 20.11.2020, var tekin til umræðu fyrirspurn Páls Pálssonar eiganda Halldórsstaða II í Skagafirði, þar sem óskað var eftir áliti nefndarinnar um hvort heimild fengist til að byggja 10 íbúðarhús á jörðinni skv. meðfylgjandi uppdrætti. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga vegna málsins. Páll Pálsson eigandi Halldórsstaða II í Skagafirði, leggur nú fram fyrirspurn í tillöguformi, um hvort leyfi fáist til að byggja 10 íbúðarhús í landi jarðarinnar með breyttu fyrirkomulagi frá fyrri tillöguuppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að uppgefið byggingarmagn í tillögunni sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sbr. kafla um „tillögur á landbúnaðarsvæðum“ 4.14.4, með vísan í grein 10. Þá er þéttleiki húsa í tillögunni þess eðlis að túlka megi hana sem ávísun á þéttbýliskjarna, sem er ekki í samræmi við aðalskipulagsáætlanir sveitarfélagsins. Nefndin synjar áformum um 10 húsa byggð á Halldórsstöðum II.