Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

392. fundur 19. nóvember 2020 kl. 17:15 - 19:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Ytra-Skörðugil 146045 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2011149Vakta málsnúmer

Ingimar Ingimarsson kt. 160451-3359 þinglýstur eigandi Ytra-Skörðugils á Langholti í Skagafirði (landnr. 146045) og lóðarinnar Ytra-Skörðugils 1 sem verið er að skipta út úr landi jarðarinnar, óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, unninn af Stoð ehf verkfræðistofu. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að byggja íbúðarhús úr timbri á einni hæð, auk bílskúrs.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

2.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagstillagan inniheldur greinargerð, umhverfisskýrslu auk uppdrátta af þéttbýlisstöðum og dreifbýli. Vinnslutillaga hefur verið kynnt íbúum og auglýst með áberandi hætti í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, og hafa verið gerðar lagfæringar og breytingar á umhverfisskýrslu, greinargerð og uppdráttum í kjölfar athugasemda og ábendinga frá einstaklingum, stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulags- og byggingarnefnd vil koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að gerð tillögunnar á fumstigi og síðar vinnslutillögu, og komu með góðar og þarfar ábendingar og athugasemdir um hin ýmsu atriði, sem hafa nýst vel við útfærslu og gerð aðalskipulagstillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún samþykki skipulagstillöguna í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til umsagnar og óska eftir heimild til að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010.

3.Fjárhagsáætlun 2021 - Málaflokkur 09. Skipulags og byggingarmál

Málsnúmer 2011049Vakta málsnúmer

Lögð er fram fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 09, skipulags- og byggingarmál vegna ársins 2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa framlögðum drögum fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021, til byggðarráðs til afgreiðslu.

4.Fyrirspurn um íbúðabyggð - Halldórsstöðum 2. L179258

Málsnúmer 2011188Vakta málsnúmer

Páll Pálsson eigandi Halldórsstaða II í Skagafirði, leggur fram fyrirspurn í tillöguformi, um hvort leyfi fáist til að byggja 10 íbúðarhús í landi jarðarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu máls, og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga.

5.Sjávarborg II 145955 - Umsókn um landskipti og byggingarreit

Málsnúmer 2011176Vakta málsnúmer

Gyða Haraldsdóttir kt. 051153-4059, sækir um að stofna 3.854 m2 frístundahúsalóð auk byggingarreits úr landi Sjávarborgar II, L 145955, í samræmi við meðfylgjandi gögn, unnin af Eflu verkfræðistofu. Óskað er eftir að landspildan fái heitið Smáborg. Einnig er óskað eftir að sótt verði um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá gr. 5.3.2.14, í skipulagsreglugerð nr. 91.2013, vegna 50m fjarlægðarmarka bygginga frá vatni.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir undandþágu frá 50 m fjarlægðarreglu.

Fundi slitið - kl. 19:10.