Fara í efni

Laugarhvammur L146196 - Umsókn um breytta landnotkun lóða

Málsnúmer 2102155

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 401. fundur - 10.03.2021

Á 397. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 27. janúar 2021 samþykkti nefndin umsókn um landskipti úr landi Laugarhvamms, landnr. 146196, í Tungusveit , stofnun þriggja lóða. Laugarhvammur 16, Laugarhvammur 17 og Laugarhvammur 18 , skilgreindar sem sumarbústaðarland (60). Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009, þinglýstur eigandi Laugarhvamms, landnúmer 146196, sem er upprunajörð ofannefndra lóða, óskar eftir því að breyta landnotkun úr sumarbústaðarlandi (60) í íbúðarhúsalóðir (10). Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefd telur að skoða þurfi svæðið í heild með tilliti til skýrra marka á milli íbúðabyggðar og frístundabyggðar og einnig með tillitit til þess, hvort svæðið í heild skuli skilgreint sem þéttbýli. Nefndin vísar málinu til vinnu við endurskoðuðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sem nú er í vinnslu.

Skipulags- og byggingarnefnd - 431. fundur - 13.04.2022

Málið áður á dagskrá 401. fundar skipulags- og byggingarnefndar, eftirfarandi bókað:
“Á 397. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 27. janúar 2021 samþykkti nefndin umsókn um landskipti úr landi Laugarhvamms, landnr. 146196, í Tungusveit , stofnun þriggja lóða. Laugarhvammur 16, Laugarhvammur 17 og Laugarhvammur 18 , skilgreindar sem sumarbústaðarland (60). Friðrik Rúnar Friðriksson, þinglýstur eigandi Laugarhvamms, landnúmer 146196, sem er upprunajörð ofannefndra lóða, óskar eftir því að breyta landnotkun úr sumarbústaðarlandi (60) í íbúðarhúsalóðir (10). Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að skoða þurfi svæðið í heild með tilliti til skýrra marka á milli íbúðabyggðar og frístundabyggðar og einnig með tillitit til þess, hvort svæðið í heild skuli skilgreint sem þéttbýli. Nefndin vísar málinu til vinnu við endurskoðuðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sem nú er í vinnslu."

Með hliðsjónar af skilgreiningu svæðisins í gildandi aðalskipulagi hafnar skipulags- og byggingarnefnd erindinu.

Jafnframt bendir skipulagsfulltrúi á að hafin er deiliskipulagsvinna fyrir stækkun íbúðabyggðar við Lækjarbrekku og Lækjarbakka á Steinsstöðum í samræmi við aðalskipulag.