Fara í efni

Hverhólar náma 18137 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

Málsnúmer 2102296

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 401. fundur - 10.03.2021

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 18137, Hverhólar við veg 752-03 Skagafjarðarveg, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 408. fundur - 17.03.2021

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 18137, Hverhólar við veg 752-03 Skagafjarðarveg, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir umsóknina með níu atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Sveitarstjórn gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.