Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

382. fundur 09. júlí 2020 kl. 08:30 - 10:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
  • Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri
  • Stefán Vagn Stefánsson Gestur
  • Viggó Jónsson varam.
  • Bjarni Jónsson Gestur
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varam.
  • Gísli Sigurðsson Gestur
  • Jón Daníel Jónsson varam.
  • Alex Már Sigurbjörnsson varam. áheyrnarftr.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson Gestur
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Hafsteinsstaðir 145977 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2006226Vakta málsnúmer

Hildur Claessen kt. 140856-5769 og Skapti Steinbjörnsson kt. 170955-4399, þinglýstir eigendur jarðarinnar Hafsteinsstaða, landnúmer 145977 óska eftir heimild til að stofna 24,0 ha spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 732601 útg. 16. júní 2020. Afstöðuppdráttur unninn af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir að ný spilda fái heitið Staðarhof. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði áfram skilgreind sem jörð. Engin fasteign er á útskiptri spildu. Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Hafsteinsstöðum, landnr. 145977.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

2.Ljósleiðari frá Hveravöllum í Skagafjörð. Framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2005206Vakta málsnúmer

Gunnar Magnús Jónsson f.h. Mílu leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara frá Hveravöllum að Steinsstöðum í Skagafirði, þ.e. frá Þórisvatni um Eyvindarstaðarheiði og Mælifellsdal. Fyrir liggur umsögn frá Hafrannsóknarstofnun vegna hugsanlegra áhrifa á lífríki vatnasviðs á svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.
Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi samþykki þeirra landeigenda sem ljósleiðarinn fer um og þar með talið Forsætisráðuneyti vegna Þjóðlendu.
Einnig skal liggja fyrir samþykki þeirra veiðifélaga sem á lagningarsvæði Mílu eru og lagning ljósleiðara hefur hugsanlega áhrif á.

3.Hofsóskirkjugaður - Umsókn um stækkun á kirkjugarði

Málsnúmer 2007032Vakta málsnúmer

Kristín Bjarnadóttir f.h. sóknarnefndar Hofsóskirkju á Hofsósi, leggur fram tillögu að stækkun kirkjugarðsins í Hofsósi, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að kirkjugarður verði stækkaður til samræmis við fyrirliggjandi gögn og svæðið afgirt með nýrri girðingu.

4.Skarðseyri - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2007044Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sigurðsson f.h. Fisk Seafood á Sauðárkróki leggur fram umsókn um að fá úthlutað lóðinni Skarðseyri L143286 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Lóðin mun verða girt af með hárri girðingu og verður með innkeyrsuhliði og mun verða nýtt til geymslu á búnaði sem fylgir útgerð.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgeiðslu máls. Vinna við endurskoðun á gildandi deiliskipulagi stendur yfir og hefur ekki öðlast gildi.

5.Eyrarvegur 14 L143286 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2007043Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sigurðsson f.h. Fisk Seafood á Sauðárkróki leggur fram umsókn um að fá úthlutað lóðinni Eyrarvegi 14 L143286 á Sauðárkróki skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins er óskað eftir á fá umrædda lóð úthlutaða og verður hún nýtt sem bílastæði starfsmanna. Lóðin mun verða malbikuð.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgeiðslu máls. Vinna við endurskoðun á gildandi deiliskipulagi stendur yfir og hefur ekki öðlast gildi. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við forsvarsmenn Fisk Seafood.

6.Túngata 8 - Umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 2007042Vakta málsnúmer

Ólafur Bjarni Haraldsson kt. 050486-2739 óskar eftir heimild til að gera aukabílastæði vestast á lóðinni Túngötu 8 á Hofsósi, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur samþykki nágranna á lóðinni Túngötu 6 á Hofsósi, þar sem ekki er gerð athugsemd við hið fyrirhugaða bílaplan.
Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Gerður er fyrirvari um jákvæða umsögn sviðssstjóra veitu-og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

7.Kirkjutorg 5. Vara-afl vegna fjarskipta.

Málsnúmer 2006220Vakta málsnúmer

Magnús Hauksson hjá Öryggisfjarskiptum ehf (112), leggur fram umsókn um leyfi til að setja upp smáhýsi utan um varaflstöð. Makmiðið er að tryggja virkni grunnnets fjarskipta og hinsvegar fjarskiptaþjónustu. Gert er ráð fyrir að staðsetning smáhýsis verði norðan við Kirkjutorg 5 og verður sett upp 2m há girðing umhverfis hýsið, til að draga úr sjónrænum áhrifum.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að reist ur verði skúr utan um varaflsstöð, enda um mikið öryggisatriði að ræða fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi samþykki húseiganda og lóðarhafa. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur og lóðarhafa um staðsetningu og frágang.

8.Umsókn um uppsetningu á auglýsingaskiltum

Málsnúmer 2007045Vakta málsnúmer

Áskell Heiðar Ásgeirsson f.h. Sýndarveruleika ehf., kt 470218-0370, sækir um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti á þremur stöðum. Við Narfastaði,í og við gatnamót Siglufjarðarvegar og Sauðárkróksbrautar, við land Lauftúns og við land Víðimels í grennd við Varmahlíð. Stærð skilta er áætluð 2x3m.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að umrædd skilti verði sett upp tímabundið, þar til fyrir liggur samþykkt Sveitarfélagsins Skagafjarðar um gerð, form og staðsetningu á skiltum, í samræmi við endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi samþykki landeigenda, og einnig jákvæð umsögn Umhverfisstofnunar.

9.Páfastaðir II 145990 - Umsókn um staðfest landamerki.

Málsnúmer 2007068Vakta málsnúmer

Edda S Skagfield kt. 070530-3929, þinglýstur eigandi lóðarinnar Páfastaðir II, landnúmer 145990, óskar eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á hnitsettum lóðamörkum Páfastaða II skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 778303 útg. 30. júní 2020. Afstöðuppdráttur unninn af Stoð ehf. verkfræðistofu. Stærð lóðar er 5,0 ha.
Kvöð um yfirferðarrétt að landi Páfastaða II, L145990, er um heimreiðarveg í landi Páfastaða L145989 eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Kvöð um yfirferðarrétt að túnum í landi Páfastaða, L145989, er um heimreiðarveg í landi Páfastaða II L145990 eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

10.Freyjugata 46 - Umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2007074Vakta málsnúmer

Kristín Halla Eiríksdóttir kt. 160893-2739, óskar eftir eftir heimild til að gera bílastæði á lóðinni Freyjugata 46 á Sauðárkróki, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Ekkert bílastæði er á lóðinni. Óskað er eftir að gera um 8m breitt stæði fyrir framan húsið. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Gerður er fyrirvari um jákvæða umsögn sviðssstjóra veitu-og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

11.Eyrartún 3 - skil á lóð

Málsnúmer 2007084Vakta málsnúmer

Brynjar Örn Guðmundsson kt. 050591-3019 og Þórey Elsa Valborgardóttir kt. 240590-3369, óska eftir að skila inn íbúðarhúsalóðinni Eyrartún 3, á Sauðárkróki.
Fyrir liggur undirritað samkomulag á milli Brynjars, Þóreyjar og fulltrúa skipulagsfulltrúa, f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skil á lóðinni.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 107

Fundi slitið - kl. 10:00.