Fara í efni

Ljósleiðari frá Hveravöllum í Skagafjörð. Framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2005206

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 382. fundur - 09.07.2020

Gunnar Magnús Jónsson f.h. Mílu leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara frá Hveravöllum að Steinsstöðum í Skagafirði, þ.e. frá Þórisvatni um Eyvindarstaðarheiði og Mælifellsdal. Fyrir liggur umsögn frá Hafrannsóknarstofnun vegna hugsanlegra áhrifa á lífríki vatnasviðs á svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.
Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi samþykki þeirra landeigenda sem ljósleiðarinn fer um og þar með talið Forsætisráðuneyti vegna Þjóðlendu.
Einnig skal liggja fyrir samþykki þeirra veiðifélaga sem á lagningarsvæði Mílu eru og lagning ljósleiðara hefur hugsanlega áhrif á.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 923. fundur - 15.07.2020

Vísað til fullnaðarafgreiðslu, frá 382. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. júlí 2020, þannig bókað:
Gunnar Magnús Jónsson f.h. Mílu leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara frá Hveravöllum að Steinsstöðum í Skagafirði, þ.e. frá Þórisvatni um Eyvindarstaðarheiði og Mælifellsdal. Fyrir liggur umsögn frá Hafrannsóknarstofnun vegna hugsanlegra áhrifa á lífríki vatnasviðs á svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.
Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi samþykki þeirra landeigenda sem ljósleiðarinn fer um og þar með talið Forsætisráðuneyti vegna Þjóðlendu.
Einnig skal liggja fyrir samþykki þeirra veiðifélaga sem á lagningarsvæði Mílu eru og lagning ljósleiðara hefur hugsanlega áhrif á.
Borið upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt með þremur atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 401. fundur - 26.08.2020

Skipulagsstofnun hefur í bréfi dags. 11.8.2020, óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, hvort fyrirhuguð lagning ljósleiðarastreng Mílu ehf, frá brunni Mílu við Þórisvatn austan Rjúpnafells skammt frá Hveravöllum að tækjahúsi Mílu við Steinsstaði í Skagafirði, alls um 85 km, skuli háð mati á umhverfisáhrifum sbr. 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Strengurinn verður plægður niður samkvæmt útsettri lagnaleið í 0,6m dýpi. Fyrir liggur samþykki þeirra landeigenda þar sem væntanlegur strengur plægist í jörð. Matskyldutilkynningin Mílu ehf flokkast sem tilkynning um framkvæmd í flokki B, þar sem hluti lagnaleiðar liggur um friðland, og fellur undir lið 10.21 í viðauka 1. með lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur mikilvægi þess að ljósleiðari verði lagður á ofangreindri leið, mikið öryggisatriði, og telur að plæging á ljósleiðarastreng sé í raun minnsta hugsanlega rask sem fylgt get slíkri framkvæmd. Sveitarstjórn telur að umhverfisáhrif verði óveruleg og því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samþykkt með níu atkvæðum.