Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

923. fundur 15. júlí 2020 kl. 11:30 - 12:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Axel Kárason
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 1. júlí 2020 og lýkur 13. ágúst 2020.

1.Umsókn um rekstur - sundlaugin á Sólgörðum

Málsnúmer 2006036Vakta málsnúmer

Málið síðast á dagskrá 922. fundar byggðarráðs þann 8. júlí 2020.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

2.Dagvistarmál á Skr. haust 2020

Málsnúmer 2007098Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs um greiðslur sveitarfélagsins til að tryggja starfsemi dagforeldris á Sauðárkróki. Við inntöku barna á leikskólann Ársali í ágúst nk. mun eina dagforeldrið sem starfandi er á Sauðárkróki missa tekjugrunn sinn tímabundið þar sem ekki er fyrirséð að hún geti fyllt heimild sína til að hafa 5 börn í vistun fyrr en á næsta ári og muni því leita eftir öðru starfi. Lagt er til að heimild verði gefin til að tryggja tekjugrunn dagforeldrisins fyrir allt að fimm börn, á þeim tíma sem dagvistunarpláss eru ekki fullnýtt. Ákvörðunin verði endurskoðuð um áramót.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

3.Ljósleiðari frá Hveravöllum í Skagafjörð. Framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2005206Vakta málsnúmer

Vísað til fullnaðarafgreiðslu, frá 382. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. júlí 2020, þannig bókað:
Gunnar Magnús Jónsson f.h. Mílu leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara frá Hveravöllum að Steinsstöðum í Skagafirði, þ.e. frá Þórisvatni um Eyvindarstaðarheiði og Mælifellsdal. Fyrir liggur umsögn frá Hafrannsóknarstofnun vegna hugsanlegra áhrifa á lífríki vatnasviðs á svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.
Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi samþykki þeirra landeigenda sem ljósleiðarinn fer um og þar með talið Forsætisráðuneyti vegna Þjóðlendu.
Einnig skal liggja fyrir samþykki þeirra veiðifélaga sem á lagningarsvæði Mílu eru og lagning ljósleiðara hefur hugsanlega áhrif á.
Borið upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt með þremur atkvæðum.

4.Samráð; Tillögur að aðgerðum gegn matarsóun

Málsnúmer 2006199Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. júní þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 118/2020, "Tillögur að aðgerðum gegn matarsóun". Umsagnarfrestur er til og með 31.07. 2020.

5.Samráð; Drög að reglugerð um hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa

Málsnúmer 2007088Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. júlí 2020 þar sem heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 131/2020, "Drög að reglugerð um hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa". Umsagnarfrestur er til og með 08.08. 2020.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 78

Málsnúmer 2006030FVakta málsnúmer

Fundargerð 78. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 26. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 923. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 78 Tekin fyrir styrktarbeiðni dagsett 18.06.2020 frá Íbúa- og átthagafélagi Fljóta vegna Félagsleika Fljótamanna - Félags- og samveruhátíð íbúa í Fljótum, hollvina og gesta um verslunarmannahelgina.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja hátíðina um 200.000 kr. Tekið af málaflokki 05710.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 78 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Leikhópnum Lottu dagsett 11.06.2020 vegna sýningarinnar Bakkabræður sem haldin var á Sauðárkróki 18. júní sl.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að veita leikhópnum aðstoð við kynningu á miðlum sveitarfélagsins en hafnar beiðni um fjárstyrk að þessu sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 78 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Magnúsi Ver Magnússyni fyrir hönd Félags Kraftamanna dagsett 19.06.2020 vegna aflraunamótsins Norðurlands Jakinn sem fyrirhugað er að halda dagana 28. - 30. ágúst nk. á Sauðárkróki. Í sjónvarpsþætti sem sýndur verður á RÚV um keppnina verður fléttað saman aflraunum, náttúru og sögu staðarins, ásamt lífi fólksins þar fyrr og síðar.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í verkefnið og samþykkir að veita 200.000 kr styrk ásamt einni máltíð fyrir keppendur og starfslið. Tekið af lið 13890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 78 Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur safnstjóra Byggðasafnsskagfirðinga, Sólborgu Unu Pálsdóttur héraðsskjalaverði og Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði dagsett 27.05.2020 vegna breytinga á kennimerki Byggðasafns Skagfirðinga, Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, Héraðsbókasafni Skagfirðinga og Listasafns Skagfirðinga.

    Ragnheiður Halldórsdóttir og Inga Katrín Magnúsdóttir viku af fundi undir þessum lið. Jóhanna Ey Harðardóttir, varamaður Ragnheiðar Halldórsdóttur sat fundinn undir þessum lið.

    Er óskað eftir leyfi til að taka upp nýtt kennimerki fyrir söfnin. Í erindinu kemur fram að leitað var innblásturs á meðal prýðisgripa sem varðveitt eru hjá Byggðasafni Skagfirðinga með áherslu á útskurð, en það er gott dæmi um alþýðulist sem tengir söfnin saman. Útskurðurinn sem er fyrirmynd auðkennisins prýðir kistil frá 1767 sem var í eigu Guðrúnar Björnsdóttur frá Skíðastöðum í Laxárdal. Myndmál útskurðartáknsins getur vel táknað söfnin fjögur, eitt lauf stendur fyrir hvert safn, sem tengjast innan banda Skagafjarðar og skagfirsks menningararfs. Auðkennin eru eins en hvert safn er með sinn lit og þar af leiðandi sitt sérkenni.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir erindið og óskar söfnunum til hamingju með nýtt merki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 78 Atvinnu-,menningar- og kynningarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að unnin verði hönnunarstaðall fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Nendin telur mikilvægt að sveitarfélagið komi sér upp hönnunarstaðli svo samræmi sé í framsetningu á byggðamerki Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Leggur nefndin til að starfsmenn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar hafi umsjón með verkefninu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 78 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd telur mikilvægt að halda á lofti að Sveitarfélagið Skagafjörður sé vænlegur búsetukostur. Nefndin felur starfmönnum sínum að hefja undirbúning að markaðsátaki þar sem áhersla verður lögð á þá fjölbreyttu þjónustu, náttúru, menningu og atvinnulíf sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • 6.7 2006218 Sæluvika 2020
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 78 Tekið til umfjöllunar hvort halda eigi Sæluviku Skagfirðinga í september nk. Vegna aðstæðna í samfélaginu af völdum Covid-19 var ekki unnt að halda Sæluviku Skagfirðinga í lok apríl eins og hefð er fyrir.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að halda Sæluviku dagana 27. september til 3. október.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.

7.Félags- og tómstundanefnd - 277

Málsnúmer 2006026FVakta málsnúmer

Fundargerð 277. fundar félags- og tómstundanefndar frá 24. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 923. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Félags- og tómstundanefnd - 277 Lögð fram til kynningar boð á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga og ráðstefnu í tengslum við 20 ára afmæli Jafnréttisstofu, sem haldin verður dagana 15. og 16. september n.k. í Hofi á Akureyri. Nefndarmenn eru hvattir til að taka dagana frá og sækja fundinn og ráðstefnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 277 Tekið fyrir erindi frá foreldrum vegna vistunar hjá dagforeldrum. Sviðsstjóra og félagsmálastjóra falið að kanna málið nánar og afgreiða á grundvelli umræðu fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 277 Félagsmálastjóri kynnti breytingar sem orðið hafa á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lúta að skyldum notendaráða. Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 379

Málsnúmer 2006035FVakta málsnúmer

Fundargerð 379. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 29. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 923. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 379 Lögð er fram skipulagstillaga til kynningar skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af VSO Ráðgjöf ehf. Skipulags- og byggingarnefnd leggur nú fram til kynningar fyrir íbúa í Skagafirði og aðra sem áhuga hafa á málinu, vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélgasins Skagafjarðar 2020-2035.

    Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að kynna drög að vinnslutillögu fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, var haldinn íbúafundur/kynningarfundur í Menningarhúsini Miðgarði í Varmahlíð, þann 29.6.2020.
    Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi frá VSO ráðgjöf, fór yfir helstu breytingar og nýjar áherlslur í nýrri skipulagstilögu. Nokkur fjöldi mætti og urðu ágætis umræður við framkomnum tillögum. Skrifaðar voru niður athugasemdir og ábendingar um hin ýmsu mál er koma til með að nýtast við framvindu og framhald á vinnslutillögunni.


    Bókun fundar Afgreiðsla 379. fundar skipulags- og bygginarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 380

Málsnúmer 2006036FVakta málsnúmer

Fundargerð 380. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 30. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 923. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 380 Lögð er fram skipulagstillaga til kynningar skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af VSO Ráðgjöf ehf. Skipulags- og byggingarnefnd leggur nú fram til kynningar fyrir íbúa í Skagafirði og aðra sem áhuga hafa á málinu, vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélgasins Skagafjarðar 2020-2035.

    Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að kynna drög að vinnslutillögu fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, var haldinn íbúafundur/kynningarfundur í Húsi Frítímans að Sæmunargötu 7, á Sauðárkróki, þann 30.6.2020. Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi frá VSO ráðgjöf, fór yfir helstu breytingar og nýjar áherlslur í nýrri skipulagstilögu. Nokkur fjöldi mætti og urðu ágætis umræður við framkomnum tillögum. Skrifaðar voru niður athugasemdir og ábendingar um hin ýmsu mál er koma til með að nýtast við framvindu og framhald á vinnslutillögunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar skipulags- og bygginarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.

10.Skipulags- og byggingarnefnd - 381

Málsnúmer 2006037FVakta málsnúmer

Fundargerð 381. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 30. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 923. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 381 Lögð er fram skipulagstillaga til kynningar skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af VSO Ráðgjöf ehf. Skipulags- og byggingarnefnd leggur nú fram til kynningar fyrir íbúa í Skagafirði og aðra sem áhuga hafa á málinu, vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélgasins Skagafjarðar 2020-2035.

    Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að kynna drög að vinnslutillögu fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, var haldinn íbúafundur/kynningarfundur í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi, þann 30.6.2020.
    Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi frá VSO ráðgjöf fór yfir helstu breytingar og nýjar áherlslur í nýrri skipulagstilögu. Nokkur fjöldi mætti og urðu ágætis umræður við framkomnum tillögum. Skrifaðar voru niður athugasemdir og ábendingar um hin ýmsu mál er koma til með að nýtast við framvindu og framhald á vinnslutillögunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar skipulags- og bygginarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.

11.Skipulags- og byggingarnefnd - 382

Málsnúmer 2007002FVakta málsnúmer

Fundargerð 382. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 9. júlí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 923. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 382 Hildur Claessen kt. 140856-5769 og Skapti Steinbjörnsson kt. 170955-4399, þinglýstir eigendur jarðarinnar Hafsteinsstaða, landnúmer 145977 óska eftir heimild til að stofna 24,0 ha spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 732601 útg. 16. júní 2020. Afstöðuppdráttur unninn af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir að ný spilda fái heitið Staðarhof. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði áfram skilgreind sem jörð. Engin fasteign er á útskiptri spildu. Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Hafsteinsstöðum, landnr. 145977.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 382 Gunnar Magnús Jónsson f.h. Mílu leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara frá Hveravöllum að Steinsstöðum í Skagafirði, þ.e. frá Þórisvatni um Eyvindarstaðarheiði og Mælifellsdal. Fyrir liggur umsögn frá Hafrannsóknarstofnun vegna hugsanlegra áhrifa á lífríki vatnasviðs á svæðinu.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.
    Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi samþykki þeirra landeigenda sem ljósleiðarinn fer um og þar með talið Forsætisráðuneyti vegna Þjóðlendu.
    Einnig skal liggja fyrir samþykki þeirra veiðifélaga sem á lagningarsvæði Mílu eru og lagning ljósleiðara hefur hugsanlega áhrif á.
    Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 382 Kristín Bjarnadóttir f.h. sóknarnefndar Hofsóskirkju á Hofsósi, leggur fram tillögu að stækkun kirkjugarðsins í Hofsósi, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að kirkjugarður verði stækkaður til samræmis við fyrirliggjandi gögn og svæðið afgirt með nýrri girðingu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 382 Jón Ingi Sigurðsson f.h. Fisk Seafood á Sauðárkróki leggur fram umsókn um að fá úthlutað lóðinni Skarðseyri L143286 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Lóðin mun verða girt af með hárri girðingu og verður með innkeyrsuhliði og mun verða nýtt til geymslu á búnaði sem fylgir útgerð.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgeiðslu máls. Vinna við endurskoðun á gildandi deiliskipulagi stendur yfir og hefur ekki öðlast gildi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 382 Jón Ingi Sigurðsson f.h. Fisk Seafood á Sauðárkróki leggur fram umsókn um að fá úthlutað lóðinni Eyrarvegi 14 L143286 á Sauðárkróki skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins er óskað eftir á fá umrædda lóð úthlutaða og verður hún nýtt sem bílastæði starfsmanna. Lóðin mun verða malbikuð.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgeiðslu máls. Vinna við endurskoðun á gildandi deiliskipulagi stendur yfir og hefur ekki öðlast gildi. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við forsvarsmenn Fisk Seafood.
    Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 382 Ólafur Bjarni Haraldsson kt. 050486-2739 óskar eftir heimild til að gera aukabílastæði vestast á lóðinni Túngötu 8 á Hofsósi, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur samþykki nágranna á lóðinni Túngötu 6 á Hofsósi, þar sem ekki er gerð athugsemd við hið fyrirhugaða bílaplan.
    Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Gerður er fyrirvari um jákvæða umsögn sviðssstjóra veitu-og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með tveimur atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 382 Magnús Hauksson hjá Öryggisfjarskiptum ehf (112), leggur fram umsókn um leyfi til að setja upp smáhýsi utan um varaflstöð. Makmiðið er að tryggja virkni grunnnets fjarskipta og hinsvegar fjarskiptaþjónustu. Gert er ráð fyrir að staðsetning smáhýsis verði norðan við Kirkjutorg 5 og verður sett upp 2m há girðing umhverfis hýsið, til að draga úr sjónrænum áhrifum.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að reist ur verði skúr utan um varaflsstöð, enda um mikið öryggisatriði að ræða fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi samþykki húseiganda og lóðarhafa. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur og lóðarhafa um staðsetningu og frágang.
    Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 382 Áskell Heiðar Ásgeirsson f.h. Sýndarveruleika ehf., kt 470218-0370, sækir um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti á þremur stöðum. Við Narfastaði,í og við gatnamót Siglufjarðarvegar og Sauðárkróksbrautar, við land Lauftúns og við land Víðimels í grennd við Varmahlíð. Stærð skilta er áætluð 2x3m.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að umrædd skilti verði sett upp tímabundið, þar til fyrir liggur samþykkt Sveitarfélagsins Skagafjarðar um gerð, form og staðsetningu á skiltum, í samræmi við endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi samþykki landeigenda, og einnig jákvæð umsögn Umhverfisstofnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 382 Edda S Skagfield kt. 070530-3929, þinglýstur eigandi lóðarinnar Páfastaðir II, landnúmer 145990, óskar eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á hnitsettum lóðamörkum Páfastaða II skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 778303 útg. 30. júní 2020. Afstöðuppdráttur unninn af Stoð ehf. verkfræðistofu. Stærð lóðar er 5,0 ha.
    Kvöð um yfirferðarrétt að landi Páfastaða II, L145990, er um heimreiðarveg í landi Páfastaða L145989 eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Kvöð um yfirferðarrétt að túnum í landi Páfastaða, L145989, er um heimreiðarveg í landi Páfastaða II L145990 eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 382 Kristín Halla Eiríksdóttir kt. 160893-2739, óskar eftir eftir heimild til að gera bílastæði á lóðinni Freyjugata 46 á Sauðárkróki, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Ekkert bílastæði er á lóðinni. Óskað er eftir að gera um 8m breitt stæði fyrir framan húsið. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Gerður er fyrirvari um jákvæða umsögn sviðssstjóra veitu-og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 382 Brynjar Örn Guðmundsson kt. 050591-3019 og Þórey Elsa Valborgardóttir kt. 240590-3369, óska eftir að skila inn íbúðarhúsalóðinni Eyrartún 3, á Sauðárkróki.
    Fyrir liggur undirritað samkomulag á milli Brynjars, Þóreyjar og fulltrúa skipulagsfulltrúa, f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skil á lóðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 382 Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.

12.Umhverfis- og samgöngunefnd - 170

Málsnúmer 2006032FVakta málsnúmer

Fundargerð 170. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 30. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 923. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 170 Farið var lauslega yfir þau mál sem eru hafin af lista yfir verkefni fyrir 2020 og þau verk sem mikilvæg eru á listanum. Rætt var um gámasvæðið í Fljótum, pappagámur er kominn á gámasvæðið eins og óskað var eftir. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 170 Farið var yfir stöðu mála.Sviðstjóra er falið að fylgjast með að verkefnið verði unnið með hag íbúa og Sveitarfélagsins að leiðarljósi. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 170 Sviðstjóra falið að afla upplýsinga um núverandi samninga við leigutaka á ræktunarlandi á Nöfum. Ljóst er að umgengni er víða ábótavant og er leigutökum bent á ákvæði í lóðaleigusamningum um umgengni og almenn ákvæði Heilbrigðiseftirlitsins. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 170 Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við hugmyndir Umhverfisstofnunar um að leyfa breyttan lágmarkshraða í skorsteini að því gefnu að breytingar á rekstri verksmiðjunnar frá því sem nú er verði óverulegar. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.

13.Veitunefnd - 69

Málsnúmer 2006034FVakta málsnúmer

Fundargerð 69. fundar veitunefndar frá 2. júlí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 923. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Veitunefnd - 69 Sviðsstjóri og sveitarstjóri hafa fundað með fulltrúum Mílu. Míla hyggst standa að fullu við áður gerða samninga við Sveitarfélagið Skagafjörð amk. þetta árið. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar veitunefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Veitunefnd - 69 Farið var yfir stöðu mála og kynnt, Nefndin fagnar því að verkið er komið af stað. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar veitunefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Veitunefnd - 69 Sviðsstjóra er falið að vinna með Ísor að áframhaldandi rannsóknum á svæðunum. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar veitunefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Veitunefnd - 69 Veitunefnd leggur til að Skagafjarðarveitur fái heimild til að hefja samstarf við Rarik um þátttöku í væntanlegu útboði. Þetta gildi fyrir hluta leiðarinnar, það er frá Hegrabraut að Knarrarstíg. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar veitunefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.

14.Unglingalandsmót UMFÍ 2021 og 2022 - auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 1809275Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá formanni UMSS þar sem hún upplýsti um samtal við formann UMFÍ þar sem tilkynnt var um að unglingalandsmót UMFÍ sem vera átti á Selfossi í sumar yrði frestað um ár vegna Covid-19. Sú ákvörðun hefur þau áhrif að unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki frestast einnig um eitt ár.

15.Fundur Rarik með sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi

Málsnúmer 2007089Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 9. júlí 2020 frá Líney Sveinsdóttur, deildarstjóra skrifstofuþjónustu hjá Rarik, þar sem upplýst er um að stjórn Rarik ásamt forstjóra og framkvæmdastjórum muni ferðast um Norðurland dagana 20.-21. ágúst nk. Tilgangur ferðarinnar er að hitta að máli sveitarstjórnarmenn á svæðinu og starfsmenn fyrirtækisins og ræða orkumál almenn, þjónustu fyrirtækisins og önnur þau mál sem upp kunna að koma. Stjórn Rarik óskar eftir að hitta fulltrúa sveitarfélaganna í Skagafirði á fundi föstudaginn 21. ágúst nk.

Fundi slitið - kl. 12:15.