Fara í efni

Umsókn um uppsetningu á auglýsingaskiltum

Málsnúmer 2007045

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 382. fundur - 09.07.2020

Áskell Heiðar Ásgeirsson f.h. Sýndarveruleika ehf., kt 470218-0370, sækir um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti á þremur stöðum. Við Narfastaði,í og við gatnamót Siglufjarðarvegar og Sauðárkróksbrautar, við land Lauftúns og við land Víðimels í grennd við Varmahlíð. Stærð skilta er áætluð 2x3m.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að umrædd skilti verði sett upp tímabundið, þar til fyrir liggur samþykkt Sveitarfélagsins Skagafjarðar um gerð, form og staðsetningu á skiltum, í samræmi við endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi samþykki landeigenda, og einnig jákvæð umsögn Umhverfisstofnunar.