Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

308. fundur 03. ágúst 2017 kl. 15:00 - 16:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Gísli Sigurðsson varam.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Helluland land(202496) - Umsókn um landsskipti

Málsnúmer 1706202Vakta málsnúmer

Andrés Geir Magnússon kt 250572-4849 fh, Litla grís ehf., kt. 660398-3179 sækir um heimild til að stofna 2,95 ha. landsspildu úr landi jarðarinnar Helluland land landnúmer 202496. Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur gerður hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Birni M. Árnasyni. Númer uppdráttar S01, verknúmer 740702 útgáfudagur 19. júní 2017. Engin fasteign er á umræddri spildu. Óskað er eftir að hið nýstofnaða land fái heitið Langaborg. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

2.Steinsstaðir lóð nr. 3 - Lóðarmál

Málsnúmer 1707029Vakta málsnúmer

Kanon arkitektar Birkir Einarsson landslagsarkitekt kt. 290163-4129 leggur fram fh. lóðarhafa lóðarinnar tillögu að framtíðaruppbyggingu lóðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingarmagni allt að 200 ferm. í fjórum smáhýsum og einni 60 ferm. aðstöðubyggingu. Framlagðir afstöðu- og skýringaruppdrættir eru gerðir hjá Kanon arkitektum. Verknúmer 16-29 uppdráttanúmer 16-29-75420, 16-29-75421 og 16-29-75422. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu.

3.Bárustígur 12 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.

Málsnúmer 1707026Vakta málsnúmer

Anna Hulda Hjaltadóttir kt. 240871-5489 og Sigurður Hólmar Kristjánsson kt.150272-5139 Bárustíg 12 sækja um heimild Skipulags- og byggingarnefndar til að gera nýja innkeyrslu á lóðina. Um er að ræða 3 m breiða innkeyrslu samsíða suðvestur lóðarmörkum hússins. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna í Bárustíg 10. Erindið samþykkt. Skilyrt er að verkið vinnist í samráði við framkvæmdasvið sveitarfélagsins.

4.Melur 145987 - Umsókn um staðfestingu á hnitsettum landamerkjum

Málsnúmer 1707014Vakta málsnúmer

Valur Jóhann Stefnisson kt. 270159-3629, Jóhannes Þ Guðmundsson kt. 200549-4229 og Leifur Þ. Aðalsteinsson kt.310160-2539 óska eftir, fh. Melhorns ehf. kt 710117-1280, staðfsetingu Skipulags- og byggingarnefndar á landamerkjum Mels landnúmer 145987 eins og þau eru sýnd á hnitsettri afstöðumynd sem gerð er á Stoð ehf verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er S01 verknúmer 777702, dagsetning uppdráttar 18. maí 2017. Erindinu fylgir skirfleg yfirlýsing eigenda aðliggjandi jarða um að landamerkin, eins og þau eru sýnd á ofangreindum uppdrætti séu ágreiningslaus. Erindið samþykkt.

5.Aðalgata 9 - Umsókn um fjölgun séreigna

Málsnúmer 1707150Vakta málsnúmer

Sigrún Hrönn Pálmadóttir kt. 160165-4139 sækir um heimild Skipulags- og byggingarnefndar til að skipta séreign að Aðalgötu 9 neðri hæð í tvo eignarhluta. Fastanúmer séreignarinnar er 231-1115. Fyrir liggur skriflegt samþykki eiganda efri hæðar, Gunnars Péturs Péturssonar kt. 030547-4469. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

6.Sólgarðar lóð 207636 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 1707174Vakta málsnúmer

Sigríður Ólafsdóttir arkitekt kt. 071070-5069 sækir, fh. Í Fljótum ehf, kt. 620915-3030 um heimild Skipulags- og byggingarnefndar til breyta gamla skólahúsinu að Sólgörðum í gistiheimili í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti. Landnúmer lóðarinnar er 207636 og fastanúmer eignarinnar 214-3857. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun.

7.Víðihlíð 13 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1707137Vakta málsnúmer

Viktor Guðmundsson kt. 100473-3729 og Ragna F. Gunnarsdóttir kt. 100877-5039 sækja um tímabundið leyfi til að gera íbúð í hluta bílgeymslu að Víðihlíð 13. Í umsókn kemur fram að íbúðin yrði 24 ferm. og að í íbúðinni yrði 3,25 ferm baðherbergi. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Rýmið getur ekki uppfyllt kröfur reglugerðar um íbúð.

8.Húnavatnshreppur - tillaga að breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022, umsögn

Málsnúmer 1707114Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni Húnavatnshrepps vegna breytinga á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps. 2010-20226. Breyting felur í sér fjölgun á efnistökustöðum í hreppnum, nýtt verslunar og þjónustusvæðis að Sveinsstöðum og nýtt athafnasvæðis á Húnavöllum. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinar breytingatillögur á aðalskipulagi Húnavatnshrepps. Skipulags- og byggignarnefnd bendir á að Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur einnig að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 og að Verkefnis- og matslýsing hefur verið send út til kynningar.

9.Fagragerði - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1705168Vakta málsnúmer

Ásta Birna Jónsdóttir kt. 310573-5909, eigandi jarðarinnar Fagragerði landnr. 178658, sækir um leyfi til að stofna byggingarreit fyrir vélageymslu á jörðini, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Númer uppdráttar er S-101, dagsettur 18. maí 2017. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Norðurlands, vestra dagsett 26. júlí sl., sem ekki fellst á byggingu á fyrirhuguðum stað sökum þess að hann er á gamla bæjarhól Fagraness. Af þeim sökum hafnar Skipulags- og byggingarnefnd erindinu. Viggó Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

10.Fagragerði - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1707182Vakta málsnúmer

Ásta Birna Jónsdóttir kt. 310573-5909, eigandi jarðarinnar Fagragerði landnr. 178658, sækir um leyfi til að stofna byggingarreit fyrir vélageymslu á jörðini, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Númer uppdráttar er S-102, dagsettur 25. júlí 2017. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Norðurlands, vestra dagsett 27. júlí sl.,sem ekki gerir athugasemd við byggingarreitinn. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Viggó Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

11.Brúnastaðir 146157 - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 1707198Vakta málsnúmer

Böðvar Fjölnir Sigurðsson og Elenóra Bára Birkisdóttir þinglýstir eigendur Brúnastaða í Tungusveit, landnr. 146157, óska eftir heimild til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar, Brúnastaði 2, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 27. júlí 2017. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7776-02.Íbúðarhús með fastanúmer 214-0968, merking 02 0101 mun tilheyra hinni nýstofnuðu lóð.
Jafnframt er sótt um heimild til að leysa hina nýstofnuðu lóð úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu tilheyra Brúnastöðum. landnr. 146157. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

12.Skíðasvæðið í Tindastóli - deiliskipulag 2017

Málsnúmer 1609042Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 7. júní 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Í deiliskipulagstillögunni er m.a gert ráð fyrir byggingu skíðaskála, skíðalyftu og möguleikum á lyftu og skíðabraut í vestuhlíðum Ytridals.Tillagan lá frammi til kynningar frá og með miðvikudegi 14. júní 2017 til og með 26. júli 2017.
Athugasemdi barst frá Agnari Búa Agnarssyni á Heiði varðandi örnefni, aðrar athugasemdir eða ábendingar við deiliskipulagstillöguna bárust ekki. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipuldgstillöguna óbreytta. Viggó Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 49

Málsnúmer 1706017FVakta málsnúmer

49. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 50

Málsnúmer 1707004FVakta málsnúmer

50. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 51

Málsnúmer 1707005FVakta málsnúmer

51. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

16.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 52

Málsnúmer 1707009FVakta málsnúmer

52. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:10.