Fara í efni

Brúnastaðir 146157 - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 1707198

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 308. fundur - 03.08.2017

Böðvar Fjölnir Sigurðsson og Elenóra Bára Birkisdóttir þinglýstir eigendur Brúnastaða í Tungusveit, landnr. 146157, óska eftir heimild til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar, Brúnastaði 2, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 27. júlí 2017. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7776-02.Íbúðarhús með fastanúmer 214-0968, merking 02 0101 mun tilheyra hinni nýstofnuðu lóð.
Jafnframt er sótt um heimild til að leysa hina nýstofnuðu lóð úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu tilheyra Brúnastöðum. landnr. 146157. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.