Fara í efni

Víðihlíð 13 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1707137

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 308. fundur - 03.08.2017

Viktor Guðmundsson kt. 100473-3729 og Ragna F. Gunnarsdóttir kt. 100877-5039 sækja um tímabundið leyfi til að gera íbúð í hluta bílgeymslu að Víðihlíð 13. Í umsókn kemur fram að íbúðin yrði 24 ferm. og að í íbúðinni yrði 3,25 ferm baðherbergi. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Rýmið getur ekki uppfyllt kröfur reglugerðar um íbúð.

Skipulags- og byggingarnefnd - 309. fundur - 13.09.2017

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 3. ágúst sl., þá bókað.
„Viktor Guðmundsson kt. 100473-3729 og Ragna F. Gunnarsdóttir kt. 100877-5039 sækja um tímabundið leyfi til að gera íbúð í hluta bílgeymslu að Víðihlíð 13. Í umsókn kemur fram að íbúðin yrði 24 ferm. og að í íbúðinni yrði 3,25 ferm baðherbergi. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Rýmið getur ekki uppfyllt kröfur reglugerðar um íbúð.“
Fyrir liggur ný umsókn þar sem sótt er um að breyta helmingi bílskúrs í íbúðarrými til eigin nota. Farið er fram á að umsækjandi skili inn til byggingarfulltrúa tilskildum gögnum varðandi fyrirhugaða framkvæmd áður en erindið er afgreitt.

Skipulags- og byggingarnefnd - 312. fundur - 27.11.2017

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 13. September sl., þá bókað.
„Málið áður á dagskrá nefndarinnar 3. ágúst sl., þá bókað. „Viktor Guðmundsson kt. 100473-3729 og Ragna F. Gunnarsdóttir kt. 100877-5039 sækja um tímabundið leyfi til að gera íbúð í hluta bílgeymslu að Víðihlíð 13. Í umsókn kemur fram að íbúðin yrði 24 ferm. og að í íbúðinni yrði 3,25 ferm baðherbergi. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Rýmið getur ekki uppfyllt kröfur reglugerðar um íbúð.“ Fyrir liggur ný umsókn þar sem sótt er um að breyta helmingi bílskúrs í íbúðarrými til eigin nota. Farið er fram á að umsækjandi skili inn til byggingarfulltrúa tilskildum gögnum varðandi fyrirhugaða framkvæmd áður en erindið er afgreitt.“
Í dag liggur fyrir aðaluppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni sem gerir grein fyrir umbeðnum breytingum. Uppdrátturinn er dagsettur 21.09.2016. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tímabundna breytta notkun til 1. janúar 2020.