Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

312. fundur 27. nóvember 2017 kl. 09:30 - 11:32 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Einar Eðvald Einarsson varam.
  • Gísli Sigurðsson varam.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Einar Einarsson sat fundinn undir 1. dagskrárlið.

1.Skíðasvæðið í Tindastóli - deiliskipulag 2017

Málsnúmer 1609042Vakta málsnúmer

Fyrir er lögð umsókn um breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi fyrir Skíðasvæðið í Tindastóli. Helstu breytingar sem gerðar eru frá fyrri gögnum eru að byggingarreitur skíðaskála er minkaður og drög gerð að byggingarskilmálum. Byggingarreitur fyrir aðstöðuskála felldur út og byggingarreitur fyrir áhaldahús minkaður. Þá er nánari grein gerð fyrir möstrum, hæð og frágangi. Lega efri lyftu nánar rökstudd. Ábending er frá Veðurstofunni um færslu á upphafsstöð nýju lyftunnar um 25-30 m til norðurs. Ekki er það gert að skilyrði og í gögnum Veðurstofunnar kemur fram að staðsetning lyftunnar standist viðmið eins og hún er teiknuð. Rökstuðningurinn fyrir því að færa ekki upphafsstöðina er að það styttir bilið milli nýju lyftunnar og núverandi lyftu. Færslan getur þess vegna skapað árekstrar- og slysahættu. Dagsetning framlagðra uppdrátta og greinargerðar er 24.11.2017 unnið hjá Stoð ehf verkfræðistofu, af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlögð gögn og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Viggó Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar. Einar Einarsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

2.Sauðárkrókur - Verndarsvæði í byggð - gamli bærinn

Málsnúmer 1701129Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu undir þessum lið Sólborg Una Pálsdóttir og Sólveig Olga Sigurðardóttir. Farið var yfir verkefnið, næstu skref, og þá vinnu sem þegar er búin. Íbúafundur sem haldinn var miðvikudaginn 21. nóvember sl. var vel sóttur. Umræður voru málefnalegar og góðar og þakkar skipulags- og byggingarnefnd fundarmönnum áhugann á verkefninu og væntir góðs samstarfs með framhaldið.Samþykkt að sækja um styrk til Minjastofnunar til húsaskráningar á því svæði sem eftir er á skilgreindu svæði gamla bæjarins.

3.Fjárhagsáætlun 2017 - Skipulags- og byggingarmál - Málaflokkur 09

Málsnúmer 1711173Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun vegna ársins 2018. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram til umræðu. Heildarútgjöld 65.883.581 kr. Sundurliðast tekjur kr. 11.620.000.- gjöld kr. 77.503.581- Rekstrarniðurstaða -65.883.581 kr. Samþykkt að vísa fjárhagsáætlun 09 til Byggðarráðs.

4.Langaborg (225909) - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1706203Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 19.júní sl. sækir Andrés Geir Magnússon kt 250572-4849 fh, Litla grís ehf., kt. 660398-3179 um heimild fyrir byggingarreit á 2,95 ha. landsspildu sem sem stofnuð hefur verið úr landi jarðarinnar Helluland land landnúmer 202496. Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur gerður hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Birni M. Árnasyni. Númer uppdráttar S01, verknúmer 740702 útgáfudagur 19. júní 2017. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

5.Geldingaholt I 194937 - umsókn um niðurrif torfbæjar

Málsnúmer 1711200Vakta málsnúmer

Hjördís Tobíasdóttir kt. 101256-4569 Geldingaholti I óskar heimildar til að láta rífa gamlan torfbæ að Geldingaholti I. Torfbærinn var sambyggður íbúðarhúsinu á jörðinni sem brann 30. nóvember 2016.
Í umsögn Minjastofnunar um erindið kemur fram að Minjastofnun geri ekki athugasemdir við fyrirhugað niðurrif. Skilyrðum um uppmælingu og skráningu hússins hafi verið fullnægt og tryggt að elstu hlutar hússins varðveitist af Þjóðminjasafni Islands.Erindið samþykkt.

6.Skagfirðingabraut 29 - Lóðarmál

Málsnúmer 1711256Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 3. júlí 2017 og með vísan í fyrri skrif, óskar Gróa Björg Baldvinsdóttir hdl, fh. Skeljungs ehf. kt 590269-1749, eftir að gerður verði lóðarleigusamningur vegna lóðarinnar. Sveitarfélagið er lóðareigandi en Skeljungur
ehf eigandi mannvirkja á lóðinni. Lóðin er skráð í Þjóðskrá 644 ferm. Samkvæmt nákvæmari mælingu af lóðinni er lóðarstærð 615,5 ferm. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá lóðarleigusamningi.

7.Smáragrund 1 stöðvarh - Umsókn um stækkun lóðar.

Málsnúmer 1706042Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 26. júní sl., þar sem þá var samþykkt stækkun lóðarinnar Smáragrund 1 Stöðvarhús í 15.963 fermetra, samkvæmt uppdráttum gerðum af Stoð ehf. Uppdrættirnir dagsettir 2. júní 2017. Landnúmer lóðar er 2229
Í dag liggur fyrir ný umsókn dags. 2. október sl. þar sem Þorvaldur Óskarsson kt. 021033-3679 sækir f.h. Sleitustaðavirkjunar um aukna stækkun lóðarinnar Smáragrund 1 Stöðvarhús í 40.533 fermetra. Lóðarstækkunin er úr jörðinni Smáragrund 1 landnúmer 146494 og er Þorvaldur eigandi hennar.
Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðinni stækkun. Númer uppdráttar er S05 í verki nr. 71272, dags. 3. október 2017.
Óskað er eftir lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Smáragrund 1, landnr. 146494. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146494. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

8.Fellstún 18 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1711255Vakta málsnúmer

Hilmar Haukur Aadnegard kt. 031061-4829 og Hallfríður Guðleifsdóttir kt. 280467-3759, sækja um að fá úthlutað lóðinni númer 18 við Fellstún, landnúmer lóðar 222130. Erindið samþykkt.

9.Víðihlíð 13 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1707137Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 13. September sl., þá bókað.
„Málið áður á dagskrá nefndarinnar 3. ágúst sl., þá bókað. „Viktor Guðmundsson kt. 100473-3729 og Ragna F. Gunnarsdóttir kt. 100877-5039 sækja um tímabundið leyfi til að gera íbúð í hluta bílgeymslu að Víðihlíð 13. Í umsókn kemur fram að íbúðin yrði 24 ferm. og að í íbúðinni yrði 3,25 ferm baðherbergi. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Rýmið getur ekki uppfyllt kröfur reglugerðar um íbúð.“ Fyrir liggur ný umsókn þar sem sótt er um að breyta helmingi bílskúrs í íbúðarrými til eigin nota. Farið er fram á að umsækjandi skili inn til byggingarfulltrúa tilskildum gögnum varðandi fyrirhugaða framkvæmd áður en erindið er afgreitt.“
Í dag liggur fyrir aðaluppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni sem gerir grein fyrir umbeðnum breytingum. Uppdrátturinn er dagsettur 21.09.2016. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tímabundna breytta notkun til 1. janúar 2020.

Fundi slitið - kl. 11:32.