Fara í efni

Sauðárkrókur - Verndarsvæði í byggð - gamli bærinn

Málsnúmer 1701129

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 297. fundur - 16.01.2017

Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna kvosarinnar í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna.Fulltrúar Minjastofnunar, Þór, Guðmundur og Magnús komu til fundar við Skipulags- og byggingarnefnd og kynntu nefndarmönnum næstu skref í verkinu.

Skipulags- og byggingarnefnd - 298. fundur - 01.02.2017

Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna kvosarinnar í Hofsósi. Samþykkt að breyta afmörkun verndarsvæðisins til samræmis við deiliskipulag gamla bæjarins frá árinu 1986.

Skipulags- og byggingarnefnd - 307. fundur - 26.06.2017

Sóborg Una Pálsdóttir sat fundinn undir þessum lið. Farið var yfir stöðu verkefnisins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 312. fundur - 27.11.2017

Á fundinn mættu undir þessum lið Sólborg Una Pálsdóttir og Sólveig Olga Sigurðardóttir. Farið var yfir verkefnið, næstu skref, og þá vinnu sem þegar er búin. Íbúafundur sem haldinn var miðvikudaginn 21. nóvember sl. var vel sóttur. Umræður voru málefnalegar og góðar og þakkar skipulags- og byggingarnefnd fundarmönnum áhugann á verkefninu og væntir góðs samstarfs með framhaldið.Samþykkt að sækja um styrk til Minjastofnunar til húsaskráningar á því svæði sem eftir er á skilgreindu svæði gamla bæjarins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 322. fundur - 11.05.2018

Á fundin komu Sólborg Una Pálsdóttir og Sólveig Olga Sigurðardóttir og fóru yfir stöðu verkefnisins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 328. fundur - 04.09.2018

Sólborg Una Pálsdóttir verkefnisstjóri og Sólveig Olga Sigurðardóttir sátu fundinn.
Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna gamla bæjarhlutans í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna. Verksamningur var undirritaður 25. nóvember 2016.Farið yfir stöðu verkefnisins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 329. fundur - 12.09.2018

Sólborg Una Pálsdóttir og Sólveig Olga Sigurðardóttir sátu fundinn undir liðum 1 og 2.
Sólborg Una og Sólveig Olga fóru yfir stöðu verkefnisins verndarsvæði í byggð gamli bærinn á Sauðárkróki fóru yfir drög að verndarskilmálun.

Skipulags- og byggingarnefnd - 331. fundur - 26.09.2018

Fyrir fundinum liggur tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir norðurhluta Gamla bæjarins á Sauðárkróki. Með þessari tillögu er markmiðið að festa verndun svæðisins í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging svæðisins taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir.
Tillagan skiptist í sex meginkafla 1) inngang 2) lýsingu- 3) greiningu 4) varðveislumat 5) verndarflokkun og 6) verndun og uppbyggingu. í 6. kaflanum verndun og uppbygging eru greindir möguleikar til uppbyggingar og settir skilmálar fyrir verndarsvæðið.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu til íbúakynningar

Skipulags- og byggingarnefnd - 332. fundur - 24.10.2018

Fyrir fundinum liggur samþykkt tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir norðurhluta Gamla bæjarins á Sauðárkróki. Tillagan er komin í auglýsingu ásamt fylgigögnum

Skipulags- og byggingarnefnd - 341. fundur - 18.02.2019

Tillagan að verndarsvæði í byggð, norðurhluti gamla bæjarhlutans á Sauðárkróki, ásamt greinargerð var auglýst í samræmi við 5. grein laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Auglýsingartími var frá 24. október 2018 til og með 7. desember 2018.
Norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki er það svæði sem lagt er til að gert verði að verndarsvæði í byggð. Gamli bærinn á Sauðárkróki er elsti hluti byggðarinnar og sá hluti sem hér er tekinn fyrir, norðurhlutinn er jafnframt ysti hluti íbúðabyggðar á Sauðárkróki.
Markmið þess að gera gamla bæinn á Sauðárkróki að sérstöku verndarsvæði er að viðhalda og styrkja byggð á svæðinu á þann hátt að verndun, uppbygging og framþróun haldist í hendur. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að verndarsvæði í byggð verði samþykkt og send mennta- og menningarmálaráðherra í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.