Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

341. fundur 18. febrúar 2019 kl. 15:00 - 16:22 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varam.
  • Alex Már Sigurbjörnsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Indriði Einarsson sat fundinn undir dagskrárliðum 5 og 6.

1.Reynistaður 145992 - Umsókn um byggingarreit og byggingarleyfi.

Málsnúmer 1901206Vakta málsnúmer

Helgi Jóhann Sigurðsson kt. 140257-5169, þinglýstur eigandi jarðarinnar Reynistaður í Skagafirði, landnúmer 145992 sæki um leyfi til að stofna byggingarreit fyrir vélageymslu á landi jarðarinnar. Framlagðir uppdrættir gerðir á teiknistofunni Samræmi ehf. af Arnari Skjaldarsyni kt. 031167-5829, dagsettir 9. janúar 2019, gera grein fyrir erindinu. Samþykkt með fyrirvara um samþykki minjavarðar.

2.Geirmundarstaðir 145972 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1902116Vakta málsnúmer

Geirmundur Valtýsson kt. 130444-4829, þinglýstur eigandi Geirmundarstaða í Sæmundarhlíð,landnr. 145972, óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar til að skipta lóð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7611-01, dags.7. febrúar 2019. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Geirmundarstaðir 1. Ennfremur er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Í umsókn kemur fram að lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Geirmundarstöðum (landnr. 145972) eftir ofangreindar breytingar. Erindið samþykkt.

3.Hafragil II 200339 - Tilkynning um skógræktarsamning

Málsnúmer 1901124Vakta málsnúmer

Margrét Guðmundsdóttir og Kári Sveinsson hjá Bókhaldsþjónustunni KOM ehf sem er eigandi lögbýlisins Hafrgils II, landnúmer 200339, óska heimildar til nytjaskógræktar á 35,5 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.

4.Sauðárkrókur - Verndarsvæði í byggð - gamli bærinn

Málsnúmer 1701129Vakta málsnúmer

Tillagan að verndarsvæði í byggð, norðurhluti gamla bæjarhlutans á Sauðárkróki, ásamt greinargerð var auglýst í samræmi við 5. grein laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Auglýsingartími var frá 24. október 2018 til og með 7. desember 2018.
Norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki er það svæði sem lagt er til að gert verði að verndarsvæði í byggð. Gamli bærinn á Sauðárkróki er elsti hluti byggðarinnar og sá hluti sem hér er tekinn fyrir, norðurhlutinn er jafnframt ysti hluti íbúðabyggðar á Sauðárkróki.
Markmið þess að gera gamla bæinn á Sauðárkróki að sérstöku verndarsvæði er að viðhalda og styrkja byggð á svæðinu á þann hátt að verndun, uppbygging og framþróun haldist í hendur. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að verndarsvæði í byggð verði samþykkt og send mennta- og menningarmálaráðherra í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

5.Melatún Sauðárkróki - lóðir

Málsnúmer 1902128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur lóðayfirlit yfir sjö lóðir við Melatún á Sauðárkróki, grunnmyndir og sneiðingar. Samþykkt að auglýsa lóðirnar lausar til umsóknar að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar 13. mars nk. Umsóknir verða afgreiddar miðvikudaginn 27. mars. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð.

6.Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál

Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu málsins, rætt um framvindu og verklag. Samþykkt að boða til fundar með hagsmunaaðilum. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að undirbúa fundinn.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 82

Málsnúmer 1901007FVakta málsnúmer

Fundargerð 82. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:22.