Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

300. fundur 01. mars 2017 kl. 09:30 - 11:07 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skíðasvæðið í Tindastóli - skíðaskáli 2016

Málsnúmer 1609042Vakta málsnúmer

Viggó Jónsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Einar Einarsson varamaður hans var í símasambandi og tók þátt í afgreiðslu málsins.

Sigurður Bjarni Rafnsson formaður Skíðadeildar U.M.F. Tindastóls óskar eftir leyfi til handa Skíðadeild U.M.F.T til að láta vinna deiliskipulag fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Skíðasvæðið er í landi Heiðar í Gönguskörðum og Skarðs. Fyrir liggur skriflegt samþykki Helga Sigurðssonar formanns U.M.F. Tindastóls fh. Aðalstjórnar U.M.F.T.

Deiliskipulagið verður unnið á kostnað skíðadeildar og í fullu samráði við landeigendur. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing unnin á Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Skipulagslýsingin er dagsett 21.02.2017 útgáfa 1.0.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila skíðadeildinni að vinna deiliskipulagstillögu.

2.Garður 146375 - Hegranesþing deiliskipulag

Málsnúmer 1512022Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 14. desember 2016 , að fenginni tillögu Skipulags- og byggingarnefndar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hegranesþingstað í landi Garðs í Hegranesi samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýstur athugasemdafrestur var til 9. febrúar 2017. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna óbreytta og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Kvistahlíð 10 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1702183Vakta málsnúmer

Hjörvar Þór Guðmundsson kt. 180264-2219 og Dagmar Svanhvít Ingvadóttir kt. 301162-3599 sækja um lóðina Kvistahlíð 10 fyrir einbýlishús. Samþykkt að úthluta umsækjendum lóðinni.



4.Glaumbær II lóð - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1702135Vakta málsnúmer

Birna Valdimarsdóttir og Þorbergur Gíslason, þinglýstir eigendur lóðarinnar Glaumbær II, lóð, landnr. 224804, sækja um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 7387-01, dags. 1. febrúar 2017. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir vegtengingu að Sauðárkróksbraut (75) eins og sýnt er á uppdrættinum. Erindinu frestað. Umbeðnar umsagnir hafa ekki borist.



5.Brúnastaðir 146157 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1702047Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 14. desember sl. sækja Böðvar Fjölnir Sigurðsson kt. 190665-3999 og Elenóra Bára Birkisdóttir kt. 040965-5489 um að fá samþykkta byggingarreiti á jörðinni vegna fyrirhugaðrar fjósbyggingar og stækkunar vélageymslu. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 14. des. 2016. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 777601. Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar dagsett 23. febrúar 2017. Erindið samþykkt.

6.Árnes 146145 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1702085Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 2. febrúar sl. sækir Dagnija Medne kt. 020963-2399 eigandi jarðarinnar Árnes (landnr. 146145) Tungusveit um leyfi til þess að skipta spildu úr landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 72075, dags. 2. febrúar 2017. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Árnes, landnr. 146145. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146145. Erindið samþykkt.

7.Glaumbær - lóð 146031 - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1702262Vakta málsnúmer

Helgi Freyr Margeirsson kt. 180382-3729 sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagni á lóð með landnúmer 146031 í Glaumbæ á Langholti. Meðfylgjandi greinargerð gerir grein fyrir erindinu. Fyrir liggur samþykki Gísla Gunnarssonar prests í Glaumbæ, kirkjuráðsmanns og staðarhaldara. Afgreiðslu frestað. Samþykkt að leita umsagnar þjóðminjavarðar á erindinu.

8.Glæsibær land, landnr. 145976 og Glæsibær land 5, landnr. 221929 - Umsókn um nafnleyfi.

Málsnúmer 1701329Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 25. janúar sl. óskar Sigurður Hallsteinn Stefánsson kt. 160841-4789 eigandi Glæsibæjar land, landnr. 145976 og Glæsibæjar land 5, landnr. 221929 heimildar skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að nefna landið Glæsibær land, landnr. 145976, Stekkholt 1 og nefna landið Glæsibær land 5, landnr. 221929, Stekkholt 2. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

9.Aðalgata 15 - Umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 1702225Vakta málsnúmer

Tómas Árdal kt 210959-5489 sækir, fh. Stá ehf kt 520997-2029 um heimild til að breyta notkun hússins Aðalgata 15 sem undanfarin ár hefur verið veitingahús. Sótt er um að gera húsið að íbúðarhúsi. Erindið samþykkt.

10.RARIK ohf - Varaaflsstöðvar á Sauðárkróki, umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1702239Vakta málsnúmer

Skarphéðinn Ásbjörnsson deildarstjóri sækir, fh. RARIK ohf. um stöðuleyfi fyrir tvær færanlegar díselrafstöðvar um 100 metrum norðan við dælustöð hitveitunnar á gamla flugvellinum. Meðfylgjandi erindinu er afstöðumynd sem sýnir staðsetninguna. af svæðinu.Vegna staðsetningarinnar verður að leggja um 150 metra háspennustreng eins og sýnt er á afstöðumyndinni og setja upp tengiskáp þar sem vélarnar tengjast inn á háspennudreifikerfi RARIK á Sauðárkróki. Fyrir liggur umsögn Indriða Einarssonar sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs eða til 1. mars 2018.

11.Árnes 146145, Sölvanes 146238 - Landamerki

Málsnúmer 1702253Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 15. febrúar sl. óska Rúnar Máni Gunnarsson kt 100969-3359 og Eydís Magnúsdóttir kt 310373-5249 fyrir hönd Smiðjugrundar ehf. kt. 650114-1010, eiganda jarðarinnar Sölvaness, landnúmer 146238 eftir staðfestingu skipulagsyfirvalda á landamerkjum milli jarðanna Árness landnr. 146145 og Sölvanes landnr. 146238. Fylgjandi umsókn er yfirlýsing um landamerki milli Árness og Sölvaness dagsett 1. janúar 2017 undirrituð að umsækjendum ásamt Dagnija Medne kt. 020963-2399 eiganda jarðarinnar Árness. Einnig fylgir erindinu „Viðauki 1“ sem er hnitsettur uppdráttur dagsettur 29.12.2016 gerður á ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins af Kristjáni Ó. Eymundssyni kt. 221275-5199. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

12.Sauðárkrókur 218097 - lóðamál 2017

Málsnúmer 1702266Vakta málsnúmer

Ánægjuleg ásókn hefur verið í byggingarlóðir á Sauðárkróki upp á síðkastið og fyrirsjáanlegur lóðarskortur. Því beinir skipulags- og byggingarnefnd því til Byggðarráðs að ráðast í framkvæmdir við nýja götu, Melatún.

13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 40

Málsnúmer 1612019FVakta málsnúmer

Fundargerð 40. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 41

Málsnúmer 1702019FVakta málsnúmer

Fundargerð 41. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:07.