Fara í efni

Sauðárkrókur 218097 - lóðamál 2017

Málsnúmer 1702266

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 300. fundur - 01.03.2017

Ánægjuleg ásókn hefur verið í byggingarlóðir á Sauðárkróki upp á síðkastið og fyrirsjáanlegur lóðarskortur. Því beinir skipulags- og byggingarnefnd því til Byggðarráðs að ráðast í framkvæmdir við nýja götu, Melatún.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 777. fundur - 09.03.2017

Lögð fram svohljóðandi bókun 300. fundar skipulags- og bygginganefndar frá 1. mars 2017: „Ánægjuleg ásókn hefur verið í byggingarlóðir á Sauðárkróki upp á síðkastið og fyrirsjáanlegur lóðarskortur. Því beinir skipulags- og byggingarnefnd því til Byggðarráðs að ráðast í framkvæmdir við nýja götu, Melatún.“

Byggðarráð samþykkir að fela veitu- og framkvæmdasviði að hefja undirbúning og hönnun á nýrri götu, Melatúni. Jafnframt óskar byggðarráð eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að hafinn verði undirbúningur að hönnun nýs íbúðahverfis á Sauðárkróki.