Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

777. fundur 09. mars 2017 kl. 09:00 - 10:56 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Leikskólinn á Hofsósi

Málsnúmer 1608223Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið kom hússtjórn Félagsheimilisins Höfðaborgar ásamt húsverði og fulltrúa foreldrafélags leikskólans á Hofsósi til viðræðu um húsnæðismál vegna leikskólans.

2.Brúnastaðir sumarhús - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1701097Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. janúar 2017 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli 1701180. Óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 9. janúar 2017 frá Stefaníu Leifsdóttur, kt. 210665-3909, Brúnastöðum, 570 Fljót, f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum, kt. 680911-0530 um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki I að Brúnastöðum sumarhús, 570 Fljót. Gestafjöldi 10 manns.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Fjall - Umsagnarbeiðni vegna gistileyfis

Málsnúmer 1702159Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. febrúar 2017 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli 1702192. Óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 10. febrúar 2017 frá Birgi Haukssyni, kt. 240164-3969, Valagerði, 560 Varmahlíð, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Fjalli, 560 Varmahlíð.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Glæsibær 145975 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1702201Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. febrúar 2017 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli 1702288. Óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 14. febrúar 2017 frá Friðriki Stefánssyni, kt. 200140-7619, Glæsibæ, 551 Sauðárkróki, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Glæsibæ, 551 Sauðárkróki.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

5.Sauðárkrókur 218097 - lóðamál 2017

Málsnúmer 1702266Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun 300. fundar skipulags- og bygginganefndar frá 1. mars 2017: „Ánægjuleg ásókn hefur verið í byggingarlóðir á Sauðárkróki upp á síðkastið og fyrirsjáanlegur lóðarskortur. Því beinir skipulags- og byggingarnefnd því til Byggðarráðs að ráðast í framkvæmdir við nýja götu, Melatún.“

Byggðarráð samþykkir að fela veitu- og framkvæmdasviði að hefja undirbúning og hönnun á nýrri götu, Melatúni. Jafnframt óskar byggðarráð eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að hafinn verði undirbúningur að hönnun nýs íbúðahverfis á Sauðárkróki.

6.Umsókn um lækkun fasteignaskatts - Frímúrarastúkan Mælifell

Málsnúmer 1702260Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 22. febrúar 2017 frá Frímúrarastúkunni Mælifelli þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti árins 2017.

7.25. ársþing SSNV

Málsnúmer 1703039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV dagsett 22. febrúar 2017 varðandi 25. ársþing SSNV sem verður þann 7. apríl 2017.

8.Boð á aðalfund og málþing 23. mars

Málsnúmer 1703072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi þann 23. mars 2017.

Fundi slitið - kl. 10:56.