Fara í efni

RARIK ohf - Varaaflsstöðvar á Sauðárkróki, umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1702239

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 300. fundur - 01.03.2017

Skarphéðinn Ásbjörnsson deildarstjóri sækir, fh. RARIK ohf. um stöðuleyfi fyrir tvær færanlegar díselrafstöðvar um 100 metrum norðan við dælustöð hitveitunnar á gamla flugvellinum. Meðfylgjandi erindinu er afstöðumynd sem sýnir staðsetninguna. af svæðinu.Vegna staðsetningarinnar verður að leggja um 150 metra háspennustreng eins og sýnt er á afstöðumyndinni og setja upp tengiskáp þar sem vélarnar tengjast inn á háspennudreifikerfi RARIK á Sauðárkróki. Fyrir liggur umsögn Indriða Einarssonar sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs eða til 1. mars 2018.

Skipulags- og byggingarnefnd - 333. fundur - 08.11.2018

Skarphéðinn Ásbjörnsson deildarstjóri varaafls hjá RARIK ohf. sækir um framlengingu stöðuleyfis fyrir tvær færanlegar díselrafstöðvar norðan dælustöðvar hitaveitunnar á gamla flugvellinum. Í umsókn kemur fram að stöðuleyfis sé óskað þar til lokið verði við tvöföldun flutningskerfis háspennu til Sauðárkróks og ný aðveitustöð hefur verið tekin í notkun, sem útlit er fyrir að geti orðið á árinu 2020. Þann 1. mars 2017 var veitt stöðuleyfi fyrir staðsetningunni til 1. mars 2018. Samþykkt að endurnýja stöðuleyfið til 1. nóvember 2019