Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

333. fundur 08. nóvember 2018 kl. 16:00 - 17:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Bréf sveitarstjóra til nefnda v jafnréttisáætlunar

Málsnúmer 1810007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra, dagsett 24. september 2018 varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Óskað er eftir að fastanefndir sveitarfélagsins taki jafnréttisáætlunina til umfjöllunar og komi ábendingum og athugasemdum á framfæri við félags- og tómstundanefnd (jafnréttisnefnd) eigi síðar en 1. nóvember 2018. Skipulags- og byggignarnefnd fagnar endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar sem er mikilvægt verkfæri í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

2.Borgarflöt 19C - Umsókn um breytta notkun húsnæðis

Málsnúmer 1807098Vakta málsnúmer

Erindi frestað.

3.Lundur og Lundur land (146852-146853) - Umsókn um samruna lands

Málsnúmer 1810136Vakta málsnúmer

Sigurlína Kr. Kristinsdóttir kt 131058-3669 þinglýstur eigandi jarðarinnar Lundur, landnúmer 146852 og lóðarinnar Lundur land, landnúmer 146853, í Stíflu, sækir um að lóðin verði sameinuð jörðinni. Óskað er eftir að þessi skipting verði felld niður í fasteignaskrám, og allt landið beri landnúmer jarðarinnar sem er 146852. Erindið samþykkt eins og það er fyrirlagt.

4.RARIK ohf - Varaaflsstöðvar á Sauðárkróki, umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1702239Vakta málsnúmer

Skarphéðinn Ásbjörnsson deildarstjóri varaafls hjá RARIK ohf. sækir um framlengingu stöðuleyfis fyrir tvær færanlegar díselrafstöðvar norðan dælustöðvar hitaveitunnar á gamla flugvellinum. Í umsókn kemur fram að stöðuleyfis sé óskað þar til lokið verði við tvöföldun flutningskerfis háspennu til Sauðárkróks og ný aðveitustöð hefur verið tekin í notkun, sem útlit er fyrir að geti orðið á árinu 2020. Þann 1. mars 2017 var veitt stöðuleyfi fyrir staðsetningunni til 1. mars 2018. Samþykkt að endurnýja stöðuleyfið til 1. nóvember 2019

5.Olís - umsókn um lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð

Málsnúmer 1807178Vakta málsnúmer

Örn Franzson forstöðumaður framkvæmdadeildar OLIS leggur fram fh. Olíuverzlunar Íslands hf. fjórar tilllögur að hugsanlegri staðsetningu á sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis á Sauðárkróki og óskar eftir umfjöllun og afgreiðslu á þeim meðfylgjandi tillögum. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir nánari útfærslu á lóðinni við Sæmundargötu, aðkomu, stærð og breyttri legu á gönguleið.

6.Birkihlíð 6 - Umsókn um breikkun innkeyrslu og bílastæði.

Málsnúmer 1811046Vakta málsnúmer

Benedikt Rúnar Egilsson kt. 080683-4729 Birkihlíð 6 óskar eftir heimild til að breyta og fjölga bílastæðum við húsið Birkihlíð 6 á Sauðárkróki samkvæmt meðfylgjandi gögnum
Erindið samþykkt. Framkvæmdin verði á kostnað umsækjanda.

7.Skagfirðingabraut 22, íþróttahús - Umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 1811031Vakta málsnúmer

Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir 12 fermetra geymsluskúr á lóð íþróttahússins að Skagfirðingabraut 22. Meðfylgjandi gögn gera nánari grein fyrir erindinu. Stöðuleyfi veitt til 1. júní 2019.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 77

Málsnúmer 1809030FVakta málsnúmer

77. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:20.