Fara í efni

Olís - umsókn um lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð

Málsnúmer 1807178

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 333. fundur - 08.11.2018

Örn Franzson forstöðumaður framkvæmdadeildar OLIS leggur fram fh. Olíuverzlunar Íslands hf. fjórar tilllögur að hugsanlegri staðsetningu á sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis á Sauðárkróki og óskar eftir umfjöllun og afgreiðslu á þeim meðfylgjandi tillögum. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir nánari útfærslu á lóðinni við Sæmundargötu, aðkomu, stærð og breyttri legu á gönguleið.

Skipulags- og byggingarnefnd - 339. fundur - 31.01.2019

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 16. janúar 2019, frá Jóni Ólafi Halldórssyni forstjóra Olís varðandi staðsetningu á sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á lóðinni Borgarflöt 31. Lóðin er 2555 fermetrar með 1350 ferm byggingarreit. Samþykkt að úthluta lóðinni.