Fara í efni

Borgarflöt 19C - Umsókn um breytta notkun húsnæðis

Málsnúmer 1807098

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 339. fundur - 31.01.2019

Fyrir liggur erindi til skipulags- og byggingarnefndar dagsett 6. júlí sl., beiðni Áka Bifreiðaþjónustu sf. kt. 580285-0589 um leyfi til að reka bifreiðaverkstæði í fjöleignahúsinu að Borgarflöt 17-19, nánar tiltekið í eignarhluta 19C
Í svarbréfi skipulags- og byggingarfulltrúa, sem dagsett er 3. ágúst sl. til umsækjanda, kemur fram að skipulags- og byggingarfulltrúi hafi, með vísan í 27. grein laga um fjöleignahús nr. 26/1994 sent erindið til umsagnar húsfélagsins að Borgarflöt 17-19, kt. 630519-0910. Svar húsfélagsins við erindinu barst 18. október sl. í formi fundargerðar af húsfundi. Eindið nú tekið fyrir að nýju. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á breytta notkun eignarhluta 19C og felur skipulags og byggingarfulltrúa að fylgja eftir að starfsleyfisskilyrðum heilbrigðisnefndar sé fullnægt.