Fara í efni

Glaumbær II lóð - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1702135

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 300. fundur - 01.03.2017

Birna Valdimarsdóttir og Þorbergur Gíslason, þinglýstir eigendur lóðarinnar Glaumbær II, lóð, landnr. 224804, sækja um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 7387-01, dags. 1. febrúar 2017. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir vegtengingu að Sauðárkróksbraut (75) eins og sýnt er á uppdrættinum. Erindinu frestað. Umbeðnar umsagnir hafa ekki borist.



Skipulags- og byggingarnefnd - 302. fundur - 24.03.2017

Birna Valdimarsdóttir kt. 300786-2279 og Þorbergur Gíslason kt. 151184-2519, þinglýstir eigendur lóðarinnar Glaumbær II, lóð, landnr. 224804, sækja um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 738701, dags. 1. febrúar 2017. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir vegtengingu að Sauðárkróksbraut (75) eins og sýnt er á uppdrættinum. Á 300. fundi nefndarinnar sem haldin var 1. mars sl., var afgreiðslu frestað.

Í dag liggja fyrir umbeðnar umsagnir Minjavarðar og Vegagerðarinnar sem óskar eftir að vegtenging að lóð verði færð 20 m í suður m.v það sem sýnt var á ofanrituðum uppdrætti. Nú liggur fyrir breyttur afstöðuuppdráttur, breyting dagsett 21.03.2017 þar sem vegtenging að lóð er færð 20 m til suðurs í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar. Byggingarreitur og vegtenging samþykkt.