Fara í efni

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1701316

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 772. fundur - 26.01.2017

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 var staðfest af umhverfisráðherra í maí 2012. Samkvæmt ákvæðum þágildandi skipulagslaga var heimilt, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og ráðherra, að fresta gerð skipulagsáætlana fyrir ákveðin svæði. Þau svæði eru auðkennd á uppdrætti og var frestun heimil í fjögur ár. Sá tími er nú liðinn og m.a. þess vegna þarf að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Byggðarráð beinir því til sveitarstjórnar að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Þörf er á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks.

Einnig þarf að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð.

Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson (Vg) situr hjá við afgreiðsluna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 351. fundur - 15.02.2017

Vísað frá 772. fundi byggðarráðs þann 26. janúar 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:



Lögð fram eftirfarandi tillaga: Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 var staðfest af umhverfisráðherra í maí 2012. Samkvæmt ákvæðum þágildandi skipulagslaga var heimilt, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og ráðherra, að fresta gerð skipulagsáætlana fyrir ákveðin svæði. Þau svæði eru auðkennd á uppdrætti og var frestun heimil í fjögur ár. Sá tími er nú liðinn og m.a. þess vegna þarf að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð beinir því til sveitarstjórnar að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Þörf er á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Einnig þarf að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð. Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson (Vg) situr hjá við afgreiðsluna.





Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.

Skipulags- og byggingarnefnd - 301. fundur - 08.03.2017

Á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 var samþykkt að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Þörf sé á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Einnig þarf að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð.

Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar liggur fyrir verk- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, dagsett í mars 2017 unnin af VSÓ ráðgjöf fyrir sveitarfélagið.

Alls verður gerð tillaga að 6 breytingum sem eru:

A) Val á legu Blöndulínu 3

Tekin verður ákvörðun um legu Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu sem liggur frá Blöndustöð til Akureyrar. Ákvörðun um legu hennar innan sveitarfélagsins var frestað í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

B) Sauðárkrókslína 2

Gerð verður tillaga að legu Sauðárkrókslínu 2, sem er 66 kV jarðstrengur sem muni liggja á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks.

C) Virkjanakostir í Skagafirði

Tekin verður ákvörðun um landnotkun vegna Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar í aðalskipulag. Skipulagi virkjananna var frestað í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og gildir sú ákvörðun í fjögur ár.

D) Urðunarsvæði í Viðvíkursveit fellt út

Ætlunin er að fella urðunarsvæði í Viðvíkursveit út í skipulagi og skilgreina það sem opið svæði til sérstakra nota.

E) Nýtt tengivirki og rafstrengur á Sauðárkróki

Gerð verður tillaga að staðsetningu fyrir nýtt tengivirki innan athafnasvæðis A-3.3 og legu rafstrengs frá tengivirki við Kvistahlíð að nýju tengivirki. Einnig verður landnotkun á lóð tengivirkisins við Kvistahlíð breytt í opið svæði.

F) Ný efnistökusvæði

Skoðaðir verða 12 námukostir sem koma til greina að bæta við í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að bregðast við efnisþörf sem kemur til vegna styrkingar raforkukerfisins í sveitarfélaginu.



Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda verkefnislýsingu með lagfæringum á liðum B og E og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt í samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Valdimar óskar bókað að Vinstri grænir og óháðir vilji að virkjanakostir, Villinganes og Skatastaðir verði felldir út úr Aðalskipulagi Skagafjarðar.

Undir þessum lið sat Stefán Thors frá VSÓ fundinn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 352. fundur - 15.03.2017

Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi.
Vísað frá 301. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 8. mars 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:



„Á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 var samþykkt að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Þörf sé á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Einnig þarf að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð. Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar liggur fyrir verk- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, dagsett í mars 2017 unnin af VSÓ ráðgjöf fyrir sveitarfélagið.

Alls verður gerð tillaga að 6 breytingum sem eru:

A) Val á legu Blöndulínu 3 Tekin verður ákvörðun um legu Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu sem liggur frá Blöndustöð til Akureyrar. Ákvörðun um legu hennar innan sveitarfélagsins var frestað í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

B) Sauðárkrókslína 2 Gerð verður tillaga að legu Sauðárkrókslínu 2, sem er 66 kV jarðstrengur sem muni liggja á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks.

C) Virkjanakostir í Skagafirði. Tekin verður ákvörðun um landnotkun vegna Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar í aðalskipulag. Skipulagi virkjananna var frestað í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og gildir sú ákvörðun í fjögur ár.

D) Urðunarsvæði í Viðvíkursveit fellt út. Ætlunin er að fella urðunarsvæði í Viðvíkursveit út í skipulagi og skilgreina það sem opið svæði til sérstakra nota.

E) Nýtt tengivirki og rafstrengur á Sauðárkróki. Gerð verður tillaga að staðsetningu fyrir nýtt tengivirki innan athafnasvæðis A-3.3 og legu rafstrengs frá tengivirki við Kvistahlíð að nýju tengivirki. Einnig verður landnotkun á lóð tengivirkisins við Kvistahlíð breytt í opið svæði.

F) Ný efnistökusvæði. Skoðaðir verða 12 námukostir sem koma til greina að bæta við í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að bregðast við efnisþörf sem kemur til vegna styrkingar raforkukerfisins í sveitarfélaginu.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda verkefnislýsingu með lagfæringum á liðum B og E og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt í samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Valdimar óskar bókað að Vinstri grænir og óháðir vilji að virkjanakostir, Villinganes og Skatastaðir verði felldir út úr Aðalskipulagi Skagafjarðar. Undir þessum lið sat Stefán Thors frá VSÓ fundinn.“



Valdimar Ó Sigmarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirritaður óskar bókað að Vinstri græn og óháðir vilji að virkjanakostir, Villinganes og Skatastaðir verði felldir út úr Aðalskipulagi Skagafjarðar. Ennfremur er áréttað það sem fram kemur í samhljóða bókun sveitarstjórnar frá 23. maí 2012 varðandi Blöndulínu 3: „Sveitarstjórn áréttar ennfremur að við undirbúning og vinnu að línulögninni sé tekið ríkt tillit til hagsmuna heimamanna og skoðað hvort og þá með hvaða hætti hægt er að koma til móts við kröfur um línulögn í jörð að hluta til“ ... „Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að setja skilyrði fyrir lagningu Blöndulínu 3 hvað varðar leiðarval, og framkvæmdakosti , þar með talið að raflína verði að hluta til lögð í jörð.“



Framangreind tillaga skipulags- og byggingarnefndar, um að ofangreind verkefnis- og matslýsing verði auglýst og kynnt samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórna. Samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 305. fundur - 24.05.2017

1. Skipulags- og matslýsing

Kynningartími og athugasemdafrestur við skipulags- og matslýsingu fór fram 31. mars til og með 26. apríl 2017. Alls bárust 31 umsögn og athugasemd. Umsagnir bárust frá: Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Húnavatnshreppi, Dalvíkurbyggð og Landsneti. Athugasemdir bárust frá Helgu Þórðardóttur og Margeiri Björnssyni, Ólafi Margeirssyni, Starra Heiðmarssyni, Maríu Reykdal, Birni Sveinssyni og Magneu Guðmundsdóttur, Evelyn Kuhne og Sveini Guðmundssyni, Jóni Arnljótssyni, Magnúsi Óskarssyni f.h. eigenda Brekku, Ástu Hrönn Þorsteinsdóttur, Hrafnhildi Brynjólfsdóttur, Jóni Agli Indriðasyni, Einari Ólafssyni og Önnu S. Sigmundsdóttur, Sigurði Friðrikssyni, Klöru S. Jónsdóttur og Finni Sigurðarsyni f.h. Ferðaþjónustunnar Bakkaflöt, Hestasporti ævintýraferðir, Þórhildi B. Jakobsdóttur og Óla S. Péturssyni, Birni Margeirssyni, Rakel Heiðmarsdóttur, Magnúsi Péturssyni, Rósu Björnsdóttur, Áhugahópi um vernd Jökulsáa, Hrafni Margeirssyni, Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, Sveini Margeirssyni og Ólafi Þ. Hallgrímssyni.

Skipulagsnefnd þakkar kærlega fyrir framkomnar umsagnir og athugasemdir. Skipulagsnefndin hefur skipað umsögnum og athugasemdum í 8 viðfangsefni sem eru valkostir, þörf fyrir framkvæmdir, áhrifamat, efnistaka, samræmi við aðrar áætlanir, upplýsingar og staðhættir, virkjanir og málsmeðferð. Eftirfarandi eru viðbrögð nefndarinnar og hvernig hún mun standa að áframhaldandi skipulagsvinnu.



1.1 Valkostir

Í mörgum athugasemdum var gerð krafa um að meta jarðstreng sem valkost. Einnig komu ábendingar um að skoða valkosti um leiðaval, þ.e. Kiðaskarðsleið, Hróðmundarskarðsleið og fylgja þjóðveginum.

Viðbrögð: Skipulagsnefnd mun við mótun vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingu skoða og bera saman áhrif og ávinning af ofangreindum valkostum. Í skipulagsvinnu verða bornir saman valkostirnir, auk Héraðsvatnaleiðar og Efribyggðaleiðar, Kiðaskarðsleiðar, Hróðmundarskarðsleiðar, þess að fylgja þjóðveginum, jarðstrengslagnar að hluta eða öllu leyti og núll-kosts. Í samanburði verður m.a. litið til ávinnings fyrir Skagafjörð, umhverfisáhrifa og samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og annarra áætlana.

Skipulagsnefnd mun óska eftir upplýsingum frá Landsneti um forsendur jarðstrengslagnar, lengdir og þá kosti og annmarka sem eru fyrir hendi. Jafnframt hvort líklegt sé að breytingar verði á þessum annmörkum.

Í umsögn Skipulagsstofnunar er óskað eftir valkostagreiningu á staðarvali tengivirkis í þéttbýlinu á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd mun gera grein fyrir valkostum til skoðunar og rökum fyrir staðarvali.



1.2 Þörf fyrir framkvæmdir

Nokkrar athugasemdir snéru að þörf fyrir lagningu nýrrar raflínu um sveitarfélagið. Skipulagsnefnd mun við mótun skipulags gera grein fyrir þörf á framkvæmdum, annars vegar sem tengist beint hagsmunum sveitarfélagsins og hins vegar sem tengist styrkingu á meginflutningskerfi raforku. Skipulagsnefnd hefur óskað eftir upplýsingum frá Landsneti um þörf á framkvæmdum.



1.3 Áhrifamat

Í athugasemdum kemur fram að óskað er eftir að metin verði áhrif á ferðaþjónustu, búsetulandslag og landslagsheildir. Jafnframt verði lagt mat á áhrif á vatnsverndarsvæði og neysluvatn.

Skipulagsnefnd mun meta möguleg áhrif á þessa umhverfisþætti og miðar þar við fyrirliggjandi gögn. Nefndin mun jafnframt skerpa á matsspurningum og viðmiðum fyrir alla umhverfisþætti sem eru til skoðunar í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.



1.4 Efnistaka

Gerðar voru athugasemdir við fjölda efnistökustaða og umfangi efnistöku.

Skipulagsnefnd mun fara yfir þörf á öllum efnistökusvæðum sem komu fram í lýsingu. Nefndin mun m.a. leita til Landsnets um frekari upplýsingar um þörf og umfang efnistökustaða. Gerð verður grein fyrir niðurstöðu í vinnslutillögu.



1.5 Samræmi við aðrar áætlanir

Í athugasemdum komu fram ábendingar um að við breytingartillögu þurfi að líta til viðmiða í Ferðamálastefnu, Ferðamálaáætlun, Menningarstefnu í mannvirkjagerð, velferð til framtíðar um vatn og Orkustefnu Íslands.

Í skipulagstillögu verður gerð grein fyrir samræmi breytingartillögu við ofangreindar stefnur og áætlanir.



1.6 Upplýsingar og staðhættir

Í umsögn Skipulagsstofnunar kom fram að það skorti á að lýsa verndarsvæðum í skipulagslýsingu.

Skipulagsnefnd mun í vinnslutillögu gera grein fyrir þeirri landnotkun og þeim takmörkunum sem þar eru í gildi, þ.m.t. náttúruverndarsvæði, skógræktarsvæði og vatnsverndarsvæði.



1.7 Virkjanir

Gerðar voru athugasemdir við að setja virkjanir inn á aðalskipulag Skagafjarðar, sem væri í andstöðu við rammaáætlun.

Skipulagsnefnd áréttar að í lýsingu kom fram að endurskoða þyrfti ákvörðun um landnotkun. Þegar Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 var samþykkt árið 2012 var skipulagi Villinganesvirkjunar (SF-1,1) og Skatastaðavirkjunar (SF-1,2) frestað. Slík frestun gildir í 4 ár og sá tími er liðinn. Skipulagsnefnd mun taka ákvörðun um landnotkun á svæðinu, sem yrði annað hvort að skipulagi yrði frestað eða virkjunarkostir yrðu felldir út á skipulagi. Sú ákvörðun byggir m.a. á afgreiðslu Alþingis á 3. áfanga rammaáætlunar.



1.8 Málsmeðferð

Í nokkrum athugasemdum kom fram að ekki ætti að breyta aðalskipulagi fyrr en Landsnet væri búið að vinna mat á umhverfisáhrifum fyrir Blöndulínu 3.

Skipulagsnefnd telur að nægjanlegar upplýsingar muni liggja fyrir um Blöndulínu 3. Sveitarfélagið hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá Landsneti um ýmsa þætti framkvæmdar. Sveitarfélagið mun styðjast við þær í ákvörðun sinni, ásamt því að skoða hvernig valkostir samræmist stefnu sveitarfélagsins, hafi ávinning í för með sér fyrir sveitarfélagið og hver séu líkleg umhverfisáhrif valkosta. Ef upplýsingar verða nægar til að taka ákvörðun um legu Blöndulínu 3, mun sveitarfélagið taka ákvörðun, en einnig að tilgreina atriði sem þarf að fjalla sérstaklega um í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 356. fundur - 07.06.2017

Eftirfarandi bókun frá skipulags- og bygginganefnd er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar:


1. Skipulags- og matslýsing.
Kynningartími og athugasemdafrestur við skipulags- og matslýsingu fór fram 31. mars til og með 26. apríl 2017. Alls bárust 31 umsögn og athugasemd. Umsagnir bárust frá: Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Húnavatnshreppi, Dalvíkurbyggð og Landsneti. Athugasemdir bárust frá Helgu Þórðardóttur og Margeiri Björnssyni, Ólafi Margeirssyni, Starra Heiðmarssyni, Maríu Reykdal, Birni Sveinssyni og Magneu Guðmundsdóttur, Evelyn Kuhne og Sveini Guðmundssyni, Jóni Arnljótssyni, Magnúsi Óskarssyni f.h. eigenda Brekku, Ástu Hrönn Þorsteinsdóttur, Hrafnhildi Brynjólfsdóttur, Jóni Agli Indriðasyni, Einari Ólafssyni og Önnu S. Sigmundsdóttur, Sigurði Friðrikssyni, Klöru S. Jónsdóttur og Finni Sigurðarsyni f.h. Ferðaþjónustunnar Bakkaflöt, Hestasporti ævintýraferðir, Þórhildi B. Jakobsdóttur og Óla S. Péturssyni, Birni Margeirssyni, Rakel Heiðmarsdóttur, Magnúsi Péturssyni, Rósu Björnsdóttur, Áhugahópi um vernd Jökulsáa, Hrafni Margeirssyni, Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, Sveini Margeirssyni og Ólafi Þ. Hallgrímssyni. Skipulagsnefnd þakkar kærlega fyrir framkomnar umsagnir og athugasemdir. Skipulagsnefndin hefur skipað umsögnum og athugasemdum í 8 viðfangsefni sem eru valkostir, þörf fyrir framkvæmdir, áhrifamat, efnistaka, samræmi við aðrar áætlanir, upplýsingar og staðhættir, virkjanir og málsmeðferð. Eftirfarandi eru viðbrögð nefndarinnar og hvernig hún mun standa að áframhaldandi skipulagsvinnu.

1.1
Valkostir
Í mörgum athugasemdum var gerð krafa um að meta jarðstreng sem valkost. Einnig komu ábendingar um að skoða valkosti um leiðaval, þ.e. Kiðaskarðsleið, Hróðmundarskarðsleið og fylgja þjóðveginum. Viðbrögð: Skipulagsnefnd mun við mótun vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingu skoða og bera saman áhrif og ávinning af ofangreindum valkostum. Í skipulagsvinnu verða bornir saman valkostirnir, auk Héraðsvatnaleiðar og Efribyggðaleiðar, Kiðaskarðsleiðar, Hróðmundarskarðsleiðar, þess að fylgja þjóðveginum, jarðstrengslagnar að hluta eða öllu leyti og núll-kosts. Í samanburði verður m.a. litið til ávinnings fyrir Skagafjörð, umhverfisáhrifa og samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og annarra áætlana. Skipulagsnefnd mun óska eftir upplýsingum frá Landsneti um forsendur jarðstrengslagnar, lengdir og þá kosti og annmarka sem eru fyrir hendi. Jafnframt hvort líklegt sé að breytingar verði á þessum annmörkum. Í umsögn Skipulagsstofnunar er óskað eftir valkostagreiningu á staðarvali tengivirkis í þéttbýlinu á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd mun gera grein fyrir valkostum til skoðunar og rökum fyrir staðarvali.

1.2
Þörf fyrir framkvæmdir
Nokkrar athugasemdir snéru að þörf fyrir lagningu nýrrar raflínu um sveitarfélagið. Skipulagsnefnd mun við mótun skipulags gera grein fyrir þörf á framkvæmdum, annars vegar sem tengist beint hagsmunum sveitarfélagsins og hins vegar sem tengist styrkingu á meginflutningskerfi raforku. Skipulagsnefnd hefur óskað eftir upplýsingum frá Landsneti um þörf á framkvæmdum.

1.3
Áhrifamat
Í athugasemdum kemur fram að óskað er eftir að metin verði áhrif á ferðaþjónustu, búsetulandslag og landslagsheildir. Jafnframt verði lagt mat á áhrif á vatnsverndarsvæði og neysluvatn. Skipulagsnefnd mun meta möguleg áhrif á þessa umhverfisþætti og miðar þar við fyrirliggjandi gögn. Nefndin mun jafnframt skerpa á matsspurningum og viðmiðum fyrir alla umhverfisþætti sem eru til skoðunar í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.

1.4
Efnistaka
Gerðar voru athugasemdir við fjölda efnistökustaða og umfangi efnistöku. Skipulagsnefnd mun fara yfir þörf á öllum efnistökusvæðum sem komu fram í lýsingu. Nefndin mun m.a. leita til Landsnets um frekari upplýsingar um þörf og umfang efnistökustaða. Gerð verður grein fyrir niðurstöðu í vinnslutillögu.

1.5
Samræmi við aðrar áætlanir.
Í athugasemdum komu fram ábendingar um að við breytingartillögu þurfi að líta til viðmiða í Ferðamálastefnu, Ferðamálaáætlun, Menningarstefnu í mannvirkjagerð, velferð til framtíðar um vatn og Orkustefnu Íslands. Í skipulagstillögu verður gerð grein fyrir samræmi breytingartillögu við ofangreindar stefnur og áætlanir.

1.6
Upplýsingar og staðhættir
Í umsögn Skipulagsstofnunar kom fram að það skorti á að lýsa verndarsvæðum í skipulagslýsingu. Skipulagsnefnd mun í vinnslutillögu gera grein fyrir þeirri landnotkun og þeim takmörkunum sem þar eru í gildi, þ.m.t. náttúruverndarsvæði, skógræktarsvæði og vatnsverndarsvæði.

1.7
Virkjanir
Gerðar voru athugasemdir við að setja virkjanir inn á aðalskipulag Skagafjarðar, sem væri í andstöðu við rammaáætlun. Skipulagsnefnd áréttar að í lýsingu kom fram að endurskoða þyrfti ákvörðun um landnotkun. Þegar Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 var samþykkt árið 2012 var skipulagi Villinganesvirkjunar (SF-1,1) og Skatastaðavirkjunar (SF-1,2) frestað. Slík frestun gildir í 4 ár og sá tími er liðinn. Skipulagsnefnd mun taka ákvörðun um landnotkun á svæðinu, sem yrði annað hvort að skipulagi yrði frestað eða virkjunarkostir yrðu felldir út á skipulagi. Sú ákvörðun byggir m.a. á afgreiðslu Alþingis á 3. áfanga rammaáætlunar.

1.8
Málsmeðferð
Í nokkrum athugasemdum kom fram að ekki ætti að breyta aðalskipulagi fyrr en Landsnet væri búið að vinna mat á umhverfisáhrifum fyrir Blöndulínu 3.

Skipulagsnefnd telur að nægjanlegar upplýsingar muni liggja fyrir um Blöndulínu 3. Sveitarfélagið hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá Landsneti um ýmsa þætti framkvæmdar. Sveitarfélagið mun styðjast við þær í ákvörðun sinni, ásamt því að skoða hvernig valkostir samræmist stefnu sveitarfélagsins, hafi ávinning í för með sér fyrir sveitarfélagið og hver séu líkleg umhverfisáhrif valkosta. Ef upplýsingar verða nægar til að taka ákvörðun um legu Blöndulínu 3, mun sveitarfélagið taka ákvörðun, en einnig að tilgreina atriði sem þarf að fjalla sérstaklega um í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.



Forseti gerir það að tillögu sinni að Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki málsmeðferð skipulags- og byggingarnefndar á kynningu á skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Sveitarfélagið hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá Landsneti um ýmsa þætti framkvæmdar. Sveitarfélagið mun styðjast við þær í ákvörðun sinni, ásamt því að skoða hvernig valkostir samræmist stefnu sveitarfélagsins, hafi ávinning í för með sér fyrir sveitarfélagið og hver séu líkleg umhverfisáhrif valkosta. Ef upplýsingar verða nægar til að taka ákvörðun um legu Blöndulínu 3, mun sveitarfélagið taka ákvörðun, en einnig að tilgreina atriði sem þarf að fjalla sérstaklega um í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi bókun:
VG og óháð leggja áherslu á að tekið verði mið af náttúruverndarsjónarmiðum og hagsmunum og vilja heimafólks við áætlanagerð og ákvarðanatöku varðandi aðalskipulag Skagafjarðar. Í því fellst hvað varðar áform um Blöndulínu 3 að loftlínur verði aðeins notaðar þar sem ekki er mögulegt að leggja jarðstrengi. Einnig að gert verði ráð fyrir verndun Jökulsánna í Skagafirði.
Ekki er þörf á að setja háspennulínur eða stórfeldar efnisnámur vegna þeirra inn á aðalskipulag Skagafjarðar eða taka afstöðu til þeirra í skipulagi. Það varð ljóst eftir að Blöndulína 3 var tekin út af framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára og ákveðið að háspennulínan þyrfti að fara aftur í umhverfismat, þar sem Landsnet hafði þverskallast við að virða óskir og tilmæli Skipulagsstofnunar, sveitarfélaga, landeigenda og almennings um að skoða kosti jarðstrengja og rökstyðja betur þörfina á svo gríðarmikilli spennu. Ekki virðist þörf fyrir margfaldar stóriðjulínur nema mögulega ef ætti að flytja burtu úr héraði orku frá virkjunum í Jökulsánum í Skagafirði.
Landsnet er framkvæmdaaðili en ekki óháður fagaðili og beitir sér sem slíkur. Því er mikilvægt að sveitarfélagið leiti óháðrar fagráðgjafar við skipulagsvinnu og ákvarðanatöku varðandi Blöndulínu 3. þ.m.t. að leggja mat á þau gögn sem Landsnet leggur fram, hvaða annarra gagna þurfi að afla og reifun valkosta.

VG og óháð í Skagafirði sitja hjá við afgreiðsluna.

VG og óháð Skagafirði
Bjarni Jónsson

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls.

Tillaga forseta borin upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum, Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.

Skipulags- og byggingarnefnd - 314. fundur - 19.12.2017

Til þessa fundar skipulags- og byggingarnefndar voru einnig boðaðir sveitarstjórnarfulltrúar. Gestir fundarins eru Stefán Gunnar Thors frá VSÓ ráðgjöf og Arnór Halldórsson frá Megin lögmannsstofu. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar sátu fundinn: Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Gunnsteinn Björnsson, Sigríður Magnúsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir
Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar 2017 var samþykkt að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Sveitarstjórn taldi þörf á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Einnig þurfi að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð. Kynningartími og athugasemdafrestur við skipulags- og matslýsingu fór fram 31. mars til og með 26. apríl 2017. Alls bárust 31 umsögn og athugasemd.
Í samræmi við lýsingu verkefnis hefur verið unnin drög að aðalskipulagsbreytingu, dagsett 20. nóvember 2017, sem farið var yfir á fundinum.
Drögin eru sett fram sem skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla. Drögin gera grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum. Varðandi breytingartillögu A um legu Blöndulínu eru þrír valkostir til skoðunar ásamt núllkosti.

Skipulags- og byggingarnefnd - 316. fundur - 19.01.2018

Vinnslutillaga að aðalskipulagsbreytingu.
Í samræmi við lýsingu verkefnis hefur verið unnið að drögum að aðalskipulagsbreytingu. Drögin eru sett fram sem skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla. Drögin gera grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum. Varðandi breytingartillögu A um legu Blöndulínu eru þrír valkostir til skoðunar ásamt núllkosti.
Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 telur skipulags- og byggingarnefnd mikilvægt að kynna forsendur, tillögur að valkostum og umhverfismat fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en tekin er afstaða til tillagna um breytingar og valkosti fyrir Blöndulínu 3.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnslutillaga að aðalskipulagi verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga eftir að skipulagsráðgjafi hafi uppfært vinnslutillögu eftir ábendingar skipulagsnefndar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 363. fundur - 23.01.2018

Vísað frá 316. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 19.jan 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Vinnslutillaga að aðalskipulagsbreytingu. Í samræmi við lýsingu verkefnis hefur verið unnið að drögum að aðalskipulagsbreytingu. Drögin eru sett fram sem skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla. Drögin gera grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum. Varðandi breytingartillögu A um legu Blöndulínu eru þrír valkostir til skoðunar ásamt núllkosti. Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 telur skipulags- og byggingarnefnd mikilvægt að kynna forsendur, tillögur að valkostum og umhverfismat fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en tekin er afstaða til tillagna um breytingar og valkosti fyrir Blöndulínu 3. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnslutillaga að aðalskipulagi verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga eftir að skipulagsráðgjafi hafi uppfært vinnslutillögu eftir ábendingar skipulagsnefndar.

Sveitarstjórn samþykkir að kynna uppfærða vinnslutillögu að aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókaðað hann sitji hjá.

Skipulags- og byggingarnefnd - 317. fundur - 16.02.2018

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 23. janúar 2018 að kynna drög að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
Í vinnslutillögu felst (A) kynning á valkostum fyrir legu Blöndulínu 3 (raflína), (B) færsla á legu Sauðárkrókslínu, (C) áframhaldandi frestun á skipulagi fyrir virkjanakosti í Skagafirði, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt út, (E) nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki og (F) ný efnistökusvæði vegna framkvæmda.
Í vinnslutillögu er gerð grein fyrir forsendum breytinga, útfærslu og umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 105/2006. Skipulagsgögnin eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins skagafjordur.is og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa í Ráðhúsinu Skagfirðingabraut 17-21.
Þá hefur tillagan verið auglýst í dagblaði og héraðsblöðum. Athugasemdafrestur er til og með 9. mars nk.
Samþykkt að halda opinn kynningarfund um vinnslutillöguna 1. mars nk. kl. 17 að Sæmundargötu 7a á Sauðárkróki.

Skipulags- og byggingarnefnd - 319. fundur - 13.04.2018

Lagðar eru fram umsagnir og athugasemdir ásamt samantekt þeirra um vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
Alls bárust 33 umsagnir/ábendingar/athugasemdir við vinnslutillögu á kynningartíma. Helstu athugasemdir snúa að:
(i)Forsendum umhverfismats áætlana hvað varðar jarðstrengi, votlendi og verndarsvæði, veðurfar og náttúruvá og ásýnd.
(ii)Vegagerðin og Landsnet óska eftir að fleiri námukostum verið bætt á skipulag.
(iii)Lagt til að fresta ákvörðun sveitarfélagsins um Blöndulínu 3 þar til nýtt umhverfismat framkvæmda liggur fyrir og ný kerfisáætlun hefur verið samþykkt.
(iv)Skortur á rökstuðning fyrir þörf á 220 kV Blöndulínu 3.
(v)Margir landeigendur lýstu því yfir að þeir muni ekki heimila loftlínu um land sitt.
Brugðist verður við helstu athugasemdum og umsögnum á eftirfarandi hátt:
(i)Farið verður yfir umhverfismatið, forsendur þess og aflað nýrra gagna s.s. upplýsingar um vistgerðir, náttúruvá og landslag. Einnig verður gerð grein fyrir því í umhverfismatinu að jarðstrengir verði að hámarki 3-5 km í sveitarfélaginu.
(ii)Skipulagsfulltrúa falið að bæta inn á aðalskipulag námukostum sem Vegagerðin og Landsnet óska eftir, þegar kannað hefur verið helstu umhverfisáhrif þeirra.
(iii)Skipulagsnefnd telur mikilvægt að sjónarmið og áherslur sveitarfélagsins séu skýr um Blöndulínu 3, sem gefi Landsneti mikilvægan ramma fyrir umhverfismat framkvæmdarinnar.
(iv)Skipulagsnefnd telur að Landsnet hafi fært nægileg rök fyrir þörf á 220 kV raflínum og að þar liggi almannahagsmunir undir varðandi framtíðar innviði raforkukerfisins.
(v)Með skoðun valkosta með það sjónarmið að draga sem kostur er úr neikvæðum áhrifum raflína, mun sveitarfélagið leggja fram tillögu að línuleið.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögur að breytingum B, C, D og E. Nefndin felur skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við gerð vinnslutillögu sem snúa að breytingum A og F, og bæta rökstuðningi við þau atriði sem óskað er eftir. Unnið verði að nánari útfærslu Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar vegna Blöndulínu 3 áður en tekin er ákvörðun um leiðaval. Að þessu loknu tekur skipulags- og byggingarnefnd tillöguna til afgreiðslu.
Hildur Þóra Magnúsdóttir tekur ekki undir afgreiðslu nefndarinnar varðandi svar við athugasemd (iv) liðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 366. fundur - 18.04.2018

Vinnslutillaga að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 hefur verið auglýst og kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
Á 319 fundi skipulags- og byggingarnefndar var vinnslutillagan og athugasemdir við hana til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillögur að breytingum B, C, D og E. og fól skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við gerð vinnslutillögu sem snúa að breytingum A og F, og bæta rökstuðningi við þau atriði sem óskað er eftir. Unnið verði að nánari útfærslu Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar vegna Blöndulínu 3 áður en tekin er ákvörðun um leiðaval.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað að hann taki undir þá bókun Hildar Þóru Magnúsdóttur að taka ekki undir afgreiðslu nefndarinnar í iv lið.

Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn er sammála niðurstöðum skipulags- og byggingarnefndar og samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar með átta atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 320. fundur - 20.04.2018

Á 319. fundi Skipulags- og byggingarnefndar 13. apríl 2018 voru lagðar fram umsagnir og athugasemdir ásamt samantekt þeirra um vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögur að breytingum B, C, D og E. Nefndin fól skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við gerð vinnslutillögu sem snúa að breytingum A og F, og bæta rökstuðningi við þau atriði sem óskað er eftir og vinna að nánari útfærslu Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar vegna Blöndulínu 3 áður en tekin er ákvörðun um leiðaval. Sveitarstjórn samþykkti ofanritaða bókun skipulags- og byggingarnefndar á fundi sínum þann 18. apríl sl.

Fyrir fundi dagsins liggur uppfærð greinargerð og umhverfisskýrsla ásamt uppdráttum í samræmi við bókun síðasta fundar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur fram tillögu um að Blöndulína 3 fari samkvæmt Héraðsvatnaleið, en með breytingum sem felast í amk. 3 km jarðstreng frá Húseyjarkvísl norðan Saurbæar og austur fyrir Vindheima. Nefndin telur að sú leið hafi minni umhverfisáhrif í för með sér og stuðli að auknu afhendingaröryggi og -möguleikum raforku fyrir sveitarfélagið. Áður hefur nefndin samþykkt að auglýsa breytingar B-D.
Eftir frekari skoðun á valkostum Blöndulínu 3 og afmörkun efnistökusvæða er lagt til að samþykkja að auglýsa jafnframt breytingar A til F skv. 30. gr. skipulagslögum. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa tillögu og senda til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 30. gr. skipulagslaga.

Hildur Þóra Magnúsdóttir fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað að hún greiði atkvæði gegn breytingu á aðalskipulagi er snertir Blöndulínu 3, enda umhverfismati á þessari framkvæmd ekki lokið og línulögnin ekki á framkvæmdaráætlun Landsnets að svo stöddu. Sterkara væri því gagnvart hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess að fresta ákvörðun um línulögn á skipulagi að sinni eins og lagt er til með virkjanasvæði í Skagafirði. Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur og ríkt samráð haft við landeigendur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 367. fundur - 25.04.2018

Vísað frá 320. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. apríl til afgreiðslu sveitarstjórnar.
„Á 319. fundi Skipulags- og byggingarnefndar 13. apríl 2018 voru lagðar fram umsagnir og athugasemdir ásamt samantekt þeirra um vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögur að breytingum B, C, D og E. Nefndin fól skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við gerð vinnslutillögu sem snúa að breytingum A og F, og bæta rökstuðningi við þau atriði sem óskað er eftir og vinna að nánari útfærslu Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar vegna Blöndulínu 3 áður en tekin er ákvörðun um leiðaval. Sveitarstjórn samþykkti ofanritaða bókun skipulags- og byggingarnefndar á fundi sínum þann 18. apríl sl.

Fyrir fundi dagsins liggur uppfærð greinargerð og umhverfisskýrsla ásamt uppdráttum í samræmi við bókun síðasta fundar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur fram tillögu um að Blöndulína 3 fari samkvæmt Héraðsvatnaleið, en með breytingum sem felast í amk. 3 km jarðstreng frá Húseyjarkvísl norðan Saurbæar og austur fyrir Vindheima. Nefndin telur að sú leið hafi minni umhverfisáhrif í för með sér og stuðli að auknu afhendingaröryggi og -möguleikum raforku fyrir sveitarfélagið. Áður hefur nefndin samþykkt að auglýsa breytingar B-D. Eftir frekari skoðun á valkostum Blöndulínu 3 og afmörkun efnistökusvæða er lagt til að samþykkja að auglýsa jafnframt breytingar A til F skv. 30. gr. skipulagslögum. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa tillögu og senda til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 30. gr. skipulagslaga. Hildur Þóra Magnúsdóttir fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað að hún greiði atkvæði gegn breytingu á aðalskipulagi er snertir Blöndulínu 3, enda umhverfismati á þessari framkvæmd ekki lokið og línulögnin ekki á framkvæmdaráætlun Landsnets að svo stöddu. Sterkara væri því gagnvart hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess að fresta ákvörðun um línulögn á skipulagi að sinni eins og lagt er til með virkjanasvæði í Skagafirði. Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur og ríkt samráð haft við landeigendur.“

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður greiðir atkvæði gegn breytingu á aðalskipulagi er snertir Blöndulínu 3, lið A) í bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. apríl sl. og tekur undir svohljóðandi bókun Hildar Þóru Magnúsdóttur fulltrúa VG og óháðra í Skipulags- og byggingarnefnd: „enda umhverfismati á þessari framkvæmd ekki lokið og línulögnin ekki á framkvæmdaráætlun Landsnets að svo stöddu. Sterkara væri því gagnvart hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess að fresta ákvörðun um línulögn á skipulagi að sinni. Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur og ríkt samráð haft við landeigendur.“ Þá situr undirritaður hjá við C) lið bókunar nefndarinnar frá 20 apríl sl. um frestun skipulags vegna virkjunarkosta og telur að héraðssátt eigi að vera um verndun Jökulsánna í Skagafirði. Að öðru leyti sitja VG og óháð hjá við afgreiðslu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Bjarni Jónsson, VG og óháð


Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum, Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingartillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 og samþykkir að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30.gr.skipulagslaga 123/2010

Skipulags- og byggingarnefnd - 330. fundur - 24.09.2018

Til þessa fundar Skipulags- og byggingarnefndar var sveitarstjórnarfulltrúum sérstaklega boðið. Tilgangur fundarins er að fara yfir þá breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Breytingartillagan, vinnslutillagan, gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
Stefán Gunnar Thors umhverfishagfræðingur frá VSÓ raðgjöf og Arnór Halldórsson lögmaður hjá Megin lögfræðistofu fóru yfir tillöguna og lagaumhverfi tengt þessum aðalskipulagsbreytingunum.
Auk fulltrúa í Skipulags- og byggingarnefnd sátu fundinn sveitarstjórnarfulltrúarnir Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson, Regína Valdimarsdóttir, Inga Huld Þórðardóttir, Laufey Skúladóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Valdimar Sigmarsson.

Skipulags- og byggingarnefnd - 334. fundur - 20.11.2018

Stefán Gunnar Thors og Arnór Halldórsson sátu þennan fund nefndarinnar.
1. Bréf Skipulagsstofnunar
Farið yfir afgreiðslu Skipulagsstofnunar vegna breytingartillögu aðalskipulags, dags. 31.5.2018.
Með afgreiðslu Skipulagsstofnun er heimilt að auglýsa skiplagstillögu að breytingum skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar skipulagsgögn hafa verið lagfærð m.t.t. ábendinga stofnunarinnar. Ábendingar voru um: (1) Að gera skýrari grein fyrir samanburði valkosta m.t.t. vistgerða, (2) skerpa á framsetningu um efnistökusvæði, (3) lagfæra skipulagsuppdrætti , (4) bæta við upplýsingum um stöðu Blöndulundar m.t.t. rammaáætlunar og (5) bæta við rökstuðningi fyrir brýna nauðsyn að raska verndarsvæðum skv. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.
Brugðist hefur verið við öllum ábendingum og skipulagsgögn uppfærð samkvæmt þeim.

2. Athugasemdir sem bárust frá B. Pálsson ehf., dags. 8.8.2018.
Athugasemdir snéru að eftirfarandi atriðum: (1) Skortur á rökstuðningi fyrir því að Héraðsvatnaleið hafi minni umhverfisáhrif en Efribyggðaleið, (2) ósk um frekari rökstuðning á því hvernig Héraðsvatnaleið stuðli að auknu afhendingaröryggi, (3) skortur á upplýsingum um grjótnám, (4) vöntun á rökstuðningi fyrir að velja ekki línustæði meðfram núverandi línuleið eða Kiðaskarðsleið, (5) rannsaka betur hámarkslengd jarðstrengja á línuleið (6) þörf á byggingu Blöndulínu 3.
Í uppfærðum skipulagsgögnum kemur fram rökstuðningur fyrir vali á Héraðsvatnaleið sem svarar þeim spurningum og athugasemdum sem fram koma í bréfinu, þar með talinn samanburður hennar gagnvart öðrum leiðum og upplýsingar um þörf á Blöndulínu 3, staðsetningu efnistöku og hámarkslengd jarðstrengja á línuleiðinni.

3. Meirihluti Skipulags- og bygginganefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til eftirfarandi breytingar á núverandi tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021:

1. Setja inn spennivirki fyrir ofan Kirkjuhól eða þar í kring í samráði við landeiganda og Landsnet og gera ráð fyrir jarðstreng frá því og í spennivirkið í Varmahlíð.
2. Gera kröfu um að öll Rangárvalla lína fari í jörðu í Sveitarfélaginu Skagafirði ekki seinna en tveimur árum eftir að framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið en það er kaflinn frá spennivirkinu í Varmahlíð og austur að Héraðsvötnum.
3. Gera kröfu um að öll Blöndulína 2 fari í jörðu þ.e.a.s frá Sveitarfélagsmörkum við Húnavatnshrepp og að spennivirkinu í Varmahlíð eigi síðar en 2 árum eftir að framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið.
4. Leggja áherslu á að sá hluti Rangárvallarlínu sem liggur í Skagafirði en utan Sveitarfélagsins Skagafjarðar þ.e.a.s. frá Héraðsvötnum og fram í Norðurárdal um Blönduhlíð fari einnig sem fyrst í jörðu, helst innan tveggja ára frá því Blöndulína 3 er tekin í notkun.
5. Halda því opnu að ef forsendur skapist (t.d. tækilega), til að leggja meira af Blöndulínu 3 í jörðu en þegar hefur verið farið framá í vinnslutillögunni að þá verði það svigrúm nýtt til að draga úr umhverfisáhrifum af línunni á frá spennistöðinni í Varmahlíð og suður fyrir Dalsplássið, þ.e.a.s á þeim svæðum þessarar leiðar sem ekki er þegar búið að gera kröfu um að hún fari í jörðu á.
Með þeirri breytingu að núverandi byggðalína (Rangárvallalína og Blöndulína 2), fari í jörðu ekki seinna en tveimur árum eftir að framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið er verið að lágmarka sjónræn áhrif af lagningu raflína um Skagafjörð og komið í veg fyrir að tvær staura línur liggi í gegnum framhluta Skagafjarðar. Með tenginu á hinni nýju Blöndulínu 3 við spennivirkið í Varmahlíð er einnig búið að opna þann möguleika að fyrirtæki og einstaklingar í Skagafirði geti tengst nýju Byggðalínunni en það eykur meðal annars afhendingaröryggi til notenda og opnar til framtíðar á ennþá meiri rafmagns notkun á svæðinu.

Sveinn F. Úlfarsson tekur undir þessar tillögur meirihluta skipulags- og byggingarnefndar.

Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Í ljósi þess að Blöndulína 3 er stóriðjulína sem þjónar sem slík engum hagsmunum fyrir Sveitarfélagið og íbúa þess og að umhverfsmati á þessari framkvæmd er ekki lokið, er mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur. Einnig er mikilvægt að ríkt samráð verði haft við landeigendur auk þess sem hagsmunum allra hlutaðeigenda verði haldið kröftulega til haga. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum t.d. með því að gera kröfu á Landsnet um að Blöndulína 3 tengist raforkuneti Skagafjarðar í gegnum spennuvirki í Varmahlíð og um leið að Blöndulína 2 og Rangárvallalína fari að öllu leiti í jörð innan sveitarfélagsins jafnhliða lagningu Blöndulínu 3.
Þar sem fyrirtækið Landsnet gerir bæði kerfisáætlun og valkostagreiningu um línulögn hefur fyrirtækið fullkomna aðilastöðu í málinu. Því telja VG og óháð eðlilegt að Sveitarfélagið Skagafjörður kanni á sjálfstæðan hátt að hve miklu leiti sé unnt að leggja línuna í jörð en byggi mat sitt ekki á áliti Landsnets.


Skipulags- og byggingarnefnd - 335. fundur - 05.12.2018

Uppfærð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 lögð fram.
Breytingartillagan fjallar um (A) Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) virkjanakosti í Skagafirði, (D), urðunarsvæði við Brimnes, (E) nýtt tengivirki og rafstrengur á Sauðárkróki, (F) ný efnistökusvæði og (G) iðnaðarsvæði við Varmahlíð.
Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga var vinnslutillaga að aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfisskýrslu og forsendum kynnt íbúum sveitarfélagsins, aðliggjandi sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum, bæði á almennum fundi og á heimasíðu sveitarfélagsins. Athugasemdarfrestur var í rúmar sex vikur og bárust 34 umsagnir og athugasemdir. Brugðist hefur verið við öllum umsögnum og athugasemdum. Skipulagsstofnun hefur heimilað auglýsingu á skipulagstillögunni, skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, að teknu tilliti til athugasemda stofnunarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd hefur uppfært skipulagstillöguna í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja uppfærða aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfisskýrslu til afgreiðslu sveitarstjórnar um að auglýsa skipulagsgögnin skv. 31. gr. skipulagslaga.

Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Í ljósi þess að Blöndulína 3 er stóriðjulína sem þjónar sem slík engum hagsmunum fyrir Sveitarfélagið og íbúa þess og að umhverfsmati á þessari framkvæmd er ekki lokið, er mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur. Einnig er mikilvægt að ríkt samráð verði haft við landeigendur auk þess sem hagsmunum allra hlutaðeigenda verði haldið kröftulega til haga. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum t.d. með því að gera kröfu um að Blöndulína 3 tengist raforkuneti Skagafjarðar í gegnum spennuvirki í Varmahlíð og um leið að Blöndulína 2 og Rangárvallalína fari að öllu leiti í jörð innan sveitarfélagsins jafnhliða lagningu Blöndulínu 3.
Þar sem fyrirtækið Landsnet gerir bæði kerfisáætlun og valkostagreiningu um línulögn hefur fyrirtækið fullkomna aðilastöðu í málinu. Því telja VG og óháð eðlilegt að Sveitarfélagið Skagafjörður kanni á sjálfstæðan hátt að hve miklu leiti sé unnt að leggja línuna í jörð en byggi mat sitt ekki á áliti Landsnets.

Meirihluti Skipulags og byggingarnefndar fagnar því að niðurstaða sé að komast í hvar Blöndulína 3 eigi að liggja í gegnum Sveitarfélagið Skagafjörð. Unnið hefur verið Umhverfismat fyrir mismunandi valkosti ásamt því að lögð hefur verið vinna í að meta málið út frá sem flestum sjónarhornum með það að markmiði að lágmarka þau áhrif sem línur eins og þessar óneitanlega hafa. Þess vegna eru þær mótvægisaðgerðir sem við nú leggjum til mikilvægar til að lágmarka áhrif að línulögnum um héraðið. Einnig er búið að tryggja staðsetningu á spennuvirki til að geta tengt Skagafjörð við nýju línuna en það er einnig mikilvægt fyrir framtíðina. Sveinn Úlfarsson tekur undir bókun meirihlutans.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 376. fundur - 12.12.2018

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu var til afgreiðslu í skipulags- og byggingarnefnd á 334. fundi nefndarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundinum 5 breytingar á tillögunni sem hafa það að markmiði að auka afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu og að draga enn frekar úr umhverfissáhrifum framkvæmdarinnar.

Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagið fram eftirfarandi bókun: Í ljósi þess að Blöndulína 3 er stóriðjulína sem þjónar sem slík engum hagsmunum fyrir Sveitarfélagið og íbúa þess og að umhverfsmati á þessari framkvæmd er ekki lokið, er mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur. Einnig er mikilvægt að ríkt samráð verði haft við landeigendur auk þess sem hagsmunum allra hlutaðeigenda verði haldið kröftulega til haga. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum t.d. með því að gera kröfu um að Blöndulína 3 tengist raforkuneti Skagafjarðar í gegnum spennuvirki í Varmahlíð og um leið að Blöndulína 2 og Rangárvallalína fari að öllu leiti í jörð innan sveitarfélagsins jafnhliða lagningu Blöndulínu 3.
Þar sem fyrirtækið Landsnet gerir bæði kerfisáætlun og valkostagreiningu um línulögn hefur fyrirtækið fullkomna aðilastöðu í málinu. Því telja VG og óháð eðlilegt að Sveitarfélagið Skagafjörður kanni á sjálfstæðan hátt að hve miklu leiti sé unnt að leggja línuna í jörð en byggi mat sitt ekki á áliti Landsnets.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson VG og óháð

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu, bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 376. fundur - 12.12.2018

Uppfærð tillaga að aðalskipulagsbreytingu 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu var lögð fram til afgreiðslu í skipulags- og byggingarnefnd á 335. fundi nefndarinnar. Nefndin samþykkti að leggja fram skipulagsgögn til afgreiðslu sveitarstjórnar um að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 skv. 31. gr. skipulagslaga.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
Gísli Sigurðsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti sveitarstjórnar óskar bókað:

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 20. nóvember sl. lagði meirihlutinn fram tillögu að breytingum á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem felur í sér auknar mótvægisaðgerðir um legu á Blöndulínu 3. Tillaga meirihlutans er svohljóðandi:
1. Setja tengivirki á landi Kirkjuhóls í samráði við landeiganda og Landsnet og gera ráð fyrir jarðstreng í tengivirkið í Varmahlíð.
2. Gera kröfu um að öll Rangárvallalína fari í jörðu í Sveitarfélaginu Skagafirði ekki seinna en tveimur árum eftir að framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið.
3. Gera kröfu um að öll Blöndulína 2 fari í jörðu frá sveitarfélagsmörkum við Húnavatnshrepp og að tengivirkinu í Varmahlíð eigi síðar en 2 árum eftir að framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið.
4. Leggja áherslu á að sá hluti Rangárvallarlínu sem liggur í Skagafirði en er utan Sveitarfélagsins Skagafjarðar, frá Héraðsvötnum og fram í Norðurárdal um Blönduhlíð, fari einnig í jörðu sem fyrst og helst innan tveggja ára frá því Blöndulína 3 er tekin í notkun.
5. Halda því opnu að ef forsendur skapist, t.d. vegna tækniþróunar, að leggja meira af Blöndulínu 3 í jörðu en kemur fram í aðalskipulagstillögu, til að draga enn frekar úr umhverfisáhrifum af línunni. Svæði sem verða til skoðunar ná frá tengivirki við Kirkjuhól og suður fyrir Dalsplássið, þ.e.a.s á þeim svæðum þessarar leiðar sem ekki er þegar búið að gera kröfu um að hún fari í jörðu á.

Meirihluti sveitarstjórnar fangar því að niðurstaða sé að komast í hvar Blöndulína 3 eigi að liggja í gegnum Sveitarfélagið Skagafjörð. Unnið hefur verið umhverfismat fyrir mismunandi valkosti ásamt því að lögð hefur verið vinna í að meta málið út frá sem flestum sjónarhornum með það að markmiði að lágmarka þau áhrif sem línur eins og þessar óneitanlega hafa. Þess vegna eru þær mótvægisaðgerðir sem meirihlutinn leggur til mikilvægar til að lágmarka áhrif að línulögnum um héraðið. Með tengingu á hinni nýju Blöndulínu 3 við tengivirkið í Varmahlíð er búið að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins hvað varðar aðgengi og afhendingarmöguleika á raforku og opna þann möguleika að fyrirtæki og einstaklingar í Skagafirði geti tengst nýju byggðalínunni sem er einnig mikilvægt fyrir raforkunotkun í sveitarfélaginu til framtíðar.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs þá Gísli Sigurðsson.

Sveitarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum, að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

Skipulags- og byggingarnefnd - 338. fundur - 23.01.2019

Fundurinn er opinn kynningarfundur til að kynna auglýsta tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Tillagan fjallar um, (A) legu Blöndulínu 3 (raflína), (B) færslu á legu Sauðárkrókslínu 2, (C) áframhaldandi frestun á skipulagi fyrir virkjanakosti í Skagafirði, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt út, (E) nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki, (F) ný efnistökusvæði vegna framkvæmda og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.
Í tillögu er gerð grein fyrir forsendum breytinga, útfærslu og umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 105/2006.
Fundurinn var vel sóttur og að lokinni yfirferð um breytingartillöguna var orðið gefið laust. Margir kvöddu sér hljóðs og komu fram með ábendingar og athugasemdir sérstaklega varðandi legu Blöndulínu 3.
Í fundarlok var fundarmönnum þökkuð góð fundarseta og ítrekað að athugasemdir og ábendingar við tillöguna þurfi að vera skriflegar og berast fyrir 4. febrúar nk.

Skipulags- og byggingarnefnd - 339. fundur - 31.01.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, breytingar A-G, er í auglýsingarferli samkvæmt skipulagslögum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsingarfrestur verði framlengdur til 25.febrúar 2019.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 380. fundur - 06.02.2019

Vísað frá 339.fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, breytingar A-G, er í auglýsingarferli samkvæmt skipulagslögum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsingarfrestur verði framlengdur til 25. febrúar 2019."

Tillaga um að auglýsingafrestur verði framlengdur til 25. febrúar 2019, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 344. fundur - 19.03.2019

Stefán Gunnar Thors frá VSÓ-ráðgjöf kom á fundinn og fór yfir með nefndarmönnum framkomnar ábendingar og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma. Stefáni var falið að vinna breytingar á fyrirliggjandi tillögu, s.s. breytta legu á jarðstreng, ítarlegri upplýsingar um umhverfisáhrif og meiri kröfur á umhverfismat Landsnets. Einnig að verði bætt við fleiri skýringarmyndum. Ákveðið að Stefán komi á næsta fund nefndarinnar og í framhaldi verði haldinn kynning fyrir fulltrúa í Sveitarstjórn.

Skipulags- og byggingarnefnd - 345. fundur - 01.04.2019

Viðbrögð við umsögnum og athugasemdum
Lögð er fram tillaga að viðbrögðum við umsögnum og athugasemdum og kynning á viðbrögðum sem eru í vinnslu, byggt á afgreiðslu nefndarinnar 19. mars 2019. Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 hefur verið kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Tillagan gerir grein fyrir 7 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks, (F) nýjum efnistökusvæðum og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.
Alls bárust 58 umsagnir/ábendingar/athugasemdir. Hluti athugasemda var í formi undirskriftarlista og rafrænna undirskrifta alls með rúmlega 200 nöfnum. Flestar snúa að Blöndulínu 3 og eru í aðalatriðum eftirfarandi:

(i) Óskum um að fresta aðalskipulagsbreytingu vegna Blöndulínu 3 þar til umhverfismat framkvæmdarinnar liggur fyrir.
(ii) Að umhverfisáhrifum Blöndulínu 3 og að ekki hafi verið lagt sambærilegt mat á valkosti.
(iii) Ósk um að fá óháðan aðila til að fara yfir forsendur Landsnets á þörf á 220 kV háspennulínu og mat fyrirtækisins á hámarkslengd jarðstrengs.
(iv) Þörf á 220 kV Blöndulínu 3.
(v) Kröfum um að leggja skuli Blöndulínu 3 sem jarðstreng alla leiðina innan sveitarfélagsins.
(vi) Mótmælum gegn því að byggja Blöndulínu 3.
(vii) Mótmælum um að byggja Blöndulínu 3 með grindarmöstrum.
(viii) Kröfum um að fram fari umhverfismat efnistökusvæða áður en ákvörðun er tekin um aðalskipulagsbreytingu.

Auk þess komu fram athugasemdir gagnvart ýmsum viðfangsefnum sem tekið er á í yfirliti umsagna og athugasemda ásamt viðbrögðum.
Brugðist verður við helstu athugasemdum og umsögnum á eftirfarandi hátt:

(i) Meirihluti Skipulagsnefndar telur að sveitarfélagið beri að aðlaga aðalskipulag að kerfisáætlun skv. raforkulögum. Þá hafi nefndin farið ítarlega yfir valkosti og umhverfismat þeirra, lagt fram skilmála og stefnu sem tekur mið af hagsmunum sveitarfélagsins og gert kröfu um jarðstreng í sveitarfélaginu. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að leggja fram stefnu sveitarfélagsins í uppbyggingu flutningskerfisins, og því ekki fallist á að fresta breytingu.
(ii) Umhverfisáhrif allra valkosta voru metin á sambærilegan máta. Lagt var mat á áhrif allra valkosta innan sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd hefur lagt til að bæta við upplýsingum um hávaða, raf- og segulsvið frá háspennulínum í umhverfisskýrslu. Niðurstaða þess er m.a. að leggja til breytta legu á jarðstreng í og við Saurbæ og nágrenni. Þá leggur skipulagsnefnd fram frekari skilmála vegna Blöndulínu 3, til að bregðast við athugasemdum.
(iii) Meirihluti Skipulagsnefndar hefur farið yfir álitsgerð óháðs aðila vegna Hólasandslínu 3 og Kröflulínu 3. Nefndin telur að hún hafi ekki forsendur til að draga þær forsendur sem koma fram í kerfisáætlun 2018-2027 í efa. Nefndin telur engu síður mikilvægt að óska eftir í verkefnaráði Blöndulínu 3, þar sem öll sveitarfélög á línuleiðinni munu eiga fulltrúa, að það láti fara fram óháð mat á forsendum og hámarkslengdum jarðstrengja.
(iv) Meirihluti Skipulagsnefndar telur að með samþykki Orkustofnunar á kerfisáætlun Landsnets liggi fyrir nægileg rök fyrir þörf á Blöndulínu 3 og að þar liggi almannahagsmunir undir varðandi framtíðar innviði raforkukerfisins.
(v) Meirihluti Skipulagsnefndar telur að byggt á kerfisáætlun og óháðri álitsgerð á hámarkslengdum jarðstrengja á Norðurlandi sé ekki unnt að leggja Blöndulínu 3 að öllu leyti í jörðu. Skipulagsnefndin leggur hins vegar fram þá skilmála að hluti línunnar fari í jörðu í sveitarfélaginu og að Rangarvallalína og Blöndulína 2 fari allar í jörðu, til að fylgja eftir þeirri stefnu að fjölga ekki loftlínum í Sveitarfélaginu Skagafirði.
(vi) Meirihluti Skipulagsnefndar hefur lagt fram fagleg og málefnaleg rök fyrir vali á valkost um Héraðsvatnaleið.
(vii) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir um að engin grindarmöstur verði í Blöndulínu 3, og hefur því bætt við skilmálum í skipulagsgögnum um slíkt.
(viii) Í aðalskipulagsbreytingu hefur farið fram umhverfismat þeirra efnistökusvæða sem eru talin nauðsynleg fyrir Héraðsvatnaleið. Skipulagsnefnd hefur fækkað efnistökusvæðum frá þeim sem kynnt voru í vinnslutillögu.
Lögð fram tillaga að breyttri legu jarðstrengs, sem tekur til ásýndar, hávaða, raf- og segulssviðs. Með tillögu er tryggt að engin bær eða bústaður sé innan 700 m frá loftlínu.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við tillögu og bæta rökstuðning fyrir þau atriði sem óskað er eftir. Jafnframt skuli tillaga að nýrri legu jarðstrengs kynnt þeim hagaðilum sem málið snertir, áður en ákvörðun verður tekin. Að þessu loknu tekur skipulags- og byggingarnefnd tillöguna til lokaafgreiðslu.

Valdimar Sigmarsson fulltrúi Vinstri grænna og óháðra óskar bókað:
Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram hvað varðar óháða úttekt, bið eftir umhverfismati og frekari athugun á Kiðaskarðsleið.



Skipulags- og byggingarnefnd - 346. fundur - 16.04.2019

Fyrir liggur tillaga um breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir grein fyrir 7 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks, (F) nýjum efnistökusvæðum og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.

Við kynningu á tillögunum komu fram fjöldi umsagna, ábendinga og athugasemdir. Flestar vegna legu Blöndulínu 3, sbr.fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 1. apríl 2019. Þá hefur nefndin lagt mikla vinnu í að greina og bregðast við þeim athugasemdum sem komu fram á auglýsingartímanum.

Varðandi lið (A) Legu Blöndulínu 3, hafa meðal annars verið gerðar breytingar á legu raflínunnar og legu fyrirhugaðs jarðstrengs til að lágmarka sem mest áhrif á íbúa og umhverfi. Þær breytingar hafa þegar verið kynntar viðeigandi jarðareigendum með bréfi og hafa borist svör við því.

Í vinnu skipulags- og bygginganefndar hefur verið farið ítarlega yfir valkosti og umhverfismat þeirra leiða sem bornar voru saman og lagðir fram skilmálar og stefna sem tekur mið af hagsmunum sveitarfélagsins. Að mati fulltrúa meirihluta nefndarinnar er mikilvægt að leggja fram stefnu sveitarfélagsins í uppbyggingu flutningskerfisins. Þær megin breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir að auglýsingartíma lauk eru:

1.Legu raflínu og jarðstrengs breytt í landi Saurbæjar, Brenniborgar og Vindheima, sbr. breytingatillaga frá 1. apríl 2019. Við það lengist fyrirhugaður jarðstrengur úr 3,4 km í 3,8 km en um leið er tryggt að enginn bær sé innan við 700 metra frá fyrirhugaðri loftlínu. Lagt er til að lega strengsins verði vestan Svartár, á landamerkjum Saurbæjar norðan Daufár, og austur fyrir Vindheima. Lega loftínu vestan Svartár breytist einnig á stuttum kafla austan Efribyggðar. Hún mun þannig fylgja betur hæðarmun í landi en fyrri tillaga, til að draga úr sýnileika línunnar.

2. Gerð er krafa um að núverandi byggðalínur, það eru Rangárvallalína og Blöndulína 2, fari allar í jörðu innan tveggja ára eftir að Blöndulína 3 kemur en það er gert til að fylgja eftir þeirri stefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að fjölga ekki loftlínum í sveitarfélaginu.

3. Gerð er krafa um að engin grindarmöstur verði í Blöndulínu 3 heldur einungis tveggja staura möstur, en sú krafa dregur verulega úr sjónmengun línunnar.

4. Í fyrirhuguðu verkefnaráði allra sveitarfélaga og ýmissa annarra hagsmunaaðila sem sett verður á laggirnar um byggingu línunnar gerir Sveitarfélagið Skagafjörður kröfu um að verkefnaráðið láti fara fram óháð mat á forsendum og hámarkslengdum jarðstrengja á línu leiðinni.

5. Gerðir eru fyrirvarar um breytingu á kröfum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna t.d. hugsanlegra tækniframfara sem gætu orðið frá núverandi tímapunkti og þar til framkvæmdir hefjast.

6. Í umhverfisskýrsluna hefur verið bætt upplýsingum og kröfum vegna hávaða, raf- og segulsviðs frá háspennulínum.

7. Settir hafa verið skilmálar um þætti sem Landsnet þarf að skoða sérstaklega í mati á umhverfisáhrifum á Blöndulínu s.s. ásýnd og sýnileiki, áhrif á lífríki Svartár og Héraðsvatna, á votlendi og vegna efnistöku.

Meirihluti Skipulags og byggingarnefndar telur að með samþykki Orkustofnunar á kerfisáætlun liggi fyrir nægjanleg rök fyrir þörf á Blöndulínu 3 og almannahagsmunir liggi þar undir varðandi framtíðar innviði raforkukerfisins á Norðurlandi. Ljóst er að línulagnir sem þessar verða alltaf umdeildar, en áður en Blöndulína 3 verður að veruleika er mikil vinna óunnin sem getur haft áhrif á stefnu sveitarfélagsins. Engu að síður er sveitarfélagið nú búið að leggja fram sína skilmála varðandi Blöndulínu 3 útfrá þeim upplýsingum sem liggja fyrir og er sveitarfélagið þannig tilbúið til að halda áfram vinnunni sem framundan er vegna línunnar.

Engar athugasemdir hafa borist varðandi liði (B) Sauðárkrókslína 2, (D) Urðunarsvæði við Brimnes fellt út, (E) Nýtt tengivirki og jarðstrengir í þéttbýli Sauðárkróks og (G) Stækkun iðnaðarsvæðis í Varmahlíð.

Varðandi lið (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta þá var í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skipulagi Villinganesvirkjunar (SF-1.1) og Skatastaðavirkjunar (SF-1.2) frestað. Í gildi er verndar- og orkunýtingaráætlun landsvæða (2. áfangi rammáætlunar), sem samþykkt var á Alþingi 14. janúar 2013. Þar eru Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun settar í biðflokk. Samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013 eru svæði sem eru skilgreind í biðflokki í verndar- og orkunýtingaráætlun svokölluð varúðarsvæði. Því eru svæðin, Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar, afmörkuð á uppdrætti sem varúðarsvæði.

Varðandi lið (F) Ný efnistökusvæði, þá er þegar að framkvæmdum kemur aðgengi að efnisnámun nauðsyn. Staðsetning náma miðast við að ekki þurfi að flytja efni um langan veg og að þær valdi ekki verulegum umhverfisáhrifum. Efnistökusvæði í tengslum við Blöndulínu 3 verða endurskoðuð í umhverfismati og að því loknu gæti þurft að taka afstöðu til þess að bæta við eða eftir atvikum fella út efnistökusvæði í Skagafirði.

Í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana hefur Skipulags og byggingarnefnd litið til umhverfisskýrslu aðalskipulagsbreytinga við mótun skipulagsins. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir því hvernig umhverfissjónarmið eru felld inn í áætlunina, hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfismati við mótun skipulagstillögu og þeim umsögnum og athugasemdum sem hafa borist. Í greinargerð fylgir rökstuðningur fyrir endanlegri áætlun, þ.m.t. legu Blöndulínu 3, í ljósi þeirra valkosta sem voru til skoðunar.

Fulltrúar meirihluta Skipulags og byggingarnefndar leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi breytingatillögu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem var með hliðsjón af athugasemdum og umsögnum uppfærð og breytt 16. apríl 2019, skv. 32. gr. skipulagslaga.

Sveinn Úlfarsson óskar bókað:

Fulltrúar Byggðalista munu sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fyrirliggjandi breytingartillögu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Vinna við breytingartillögu þessa á sér langan aðdraganda og hefur Byggðalistinn lítið komið að vinnu við hana. Svo dæmi séu tekin hafði stefna sveitarfélagsins um leiðarval á Blöndulínu 3 þegar verið mikið mótuð. Við höfum því ákveðið að taka ekki afstöðu í máli sem við höfum eins lítið komið að og raun ber vitni. Þær breytingar sem hafa verið gerðar við vinnslu tillögunnar teljum við vera góðar. Jafnframt teljum við að þær kröfur og þeir skilmálar sem settir eru vera til þess fallnir að verja hagsmuni sveitarfélagsins. Verði þeim ekki framfylgt þegar til framkæmda kemur, teljum við mikilvægt að vinna nýja tillögu, jafnvel alveg frá grunni. Vinnan í nefndinni hefur verið góð og vert er að hrósa starfsmönnum sveitarfélagsins sem og nefndarmönnum fyrir sitt framlag.

Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast betur við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram sérstaklega hvað varðar bið eftir umhverfismati og frekari athugun á Kiðaskarðsleið.
Blöndulína 3 er ekki á framkvæmdaáætlun Landsnets til næstu þriggja ára samkvæmt kerfisáætlun og umhverfismat línunnar liggur ekki fyrir. Að setja Blöndulínu 3 á Aðalskipulag Skagafjarðar er því ótímabært að svo stöddu.



Skipulags- og byggingarnefnd - 347. fundur - 16.04.2019

Fundurinn er kynningarfundur sem til er boðið öllum fulltrúum í sveitarstjórn.
Farið var yfir vinnuferlið varðandi breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni að teknu tilliti til athugasemda og ábendinga sem fram komu í kynningarferlinu. Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf annaðist kynninguna fh. skipulagsnefndar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 383. fundur - 24.04.2019

Vísað frá 347. fundi skipulags- og byggingarnefndar sem haldinn var 16. apríl 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Forseti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi samantekt um málið.
Fyrir liggur tillaga um breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir grein fyrir 7 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks, (F) nýjum efnistökusvæðum og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.
Við kynningu á tillögunum komu fram fjöldi umsagna, ábendinga og athugasemdir. Flestar vegna legu Blöndulínu 3, sbr. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. apríl 2019. Hefur mikil vinna verið lögð í að greina og bregðast við þeim athugasemdum sem komu fram á auglýsingartímanum. Í þeirri vinnu hefur verið farið ítarlega yfir valkosti og umhverfismat þeirra leiða sem bornar voru saman og lagðir fram skilmálar og stefna sem tekur mið af hagsmunum sveitarfélagsins.
Varðandi lið (A) Legu Blöndulínu 3, hafa m.a. verið gerðar breytingar á legu raflínunnar og legu fyrirhugaðs jarðstrengs til að lágmarka sem mest áhrif á íbúa og umhverfi.
Engar athugasemdir hafa borist varðandi liði (B) Sauðárkrókslína 2, (D) Urðunarsvæði við Brimnes fellt út, (E) Nýtt tengivirki og jarðstrengir í þéttbýli Sauðárkróks og (G) Stækkun iðnaðarsvæðis í Varmahlíð.
Varðandi lið (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta þá var í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skipulagi Villinganesvirkjunar (SF-1.1) og Skatastaðavirkjunar (SF-1.2) frestað. Í gildi er verndar- og orkunýtingaráætlun landsvæða (2. áfangi rammaáætlunar), sem samþykkt var á Alþingi 14. janúar 2013, þar eru Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun settar í biðflokk. Samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013 eru svæði sem eru skilgreind í biðflokki í verndar- og orkunýtingaráætlun svokölluð varúðarsvæði. Því eru svæði, Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar, afmörkuð á uppdrætti sem varúðarsvæði.
Varðandi lið (F) Ný efnistökusvæði, þá er þegar að framkvæmdum kemur aðgengi að efnisnámum nauðsyn. Staðsetning náma miðast við að ekki þurfi að flytja efni um langan veg og að þær valdi ekki verulegum umhverfisáhrifum. Efnistökusvæði í tengslum við Blöndulínu 3 verða endurskoðuð í umhverfismati og að því loknu gæti þurft að taka afstöðu til þess að bæta við eða eftir atvikum fella út efnistökusvæði í Skagafirði.

Ólafur Bjarni Haraldsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Byggðalista sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fyrirliggjandi breytingartillögu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Vinna við breytingartillögu þessa á sér langan aðdraganda og hefur Byggðalistinn lítið komið að vinnu við hana. Svo dæmi séu tekin hafði stefna sveitarfélagsins um leiðarval á Blöndulínu 3 þegar verið mikið mótuð. Við tökum því ekki afstöðu í máli sem við höfum eins lítið komið að og raun ber vitni. Þær breytingar sem hafa verið gerðar við vinnslu tillögunnar teljum við vera góðar. Jafnframt teljum við að þær kröfur og þeir skilmálar sem settir eru vera til þess fallnir að verja hagsmuni sveitarfélagsins. Verði þeim ekki framfylgt að fullu þegar til framkvæmda kemur, teljum við mikilvægt að vinna nýja tillögu, alveg frá grunni. Verði það raunin, teljum við að valkostir eins og t.d. að fylgja þeirri línu sem fyrir er verði að skoða betur, sér í lagi ef skilmálar um að sú eldri fari í jörðu verði hafnað af framkvæmdaraðila. Vinnan í nefndinni hefur verið góð og vert er að hrósa starfsmönnum sveitarfélagsins sem og nefndarmönnum fyrir þeirra framlag.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir.

Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Blöndulína 3 er stóriðjulína sem þjónar sem slík engum hagsmunum fyrir Sveitarfélagið eins og Landsnet leggur upp með línulögnina. Þau skilyrði sem sett hafa verið að hálfu meirihluta hvað varðar Blöndulínu 3 á aðalskipulag eru ágæt en engin trygging er fyrir að þau fáist í gegn. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast betur við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram sérstaklega hvað varðar bið eftir umhverfismati og frekari athugun á Kiðaskarðsleið ásamt því að fá niðurstöðu óháðs mats á jarðstrengjalögn.
Blöndulína 3 er ekki á framkvæmdaáætlun Landsnets til næstu þriggja ára samkvæmt kerfisáætlun og umhverfsmati á þessari framkvæmd er ekki lokið en það getur ýmislegt breyst í kjölfar þess.
Að setja Blöndulínu 3 á Aðalskipulag Skagafjarðar er því með öllu ótímabær aðgerð að svo stöddu.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, VG og óháð

Einar E Einarsson tók til máls og lagði fram bókun meirihluta:
Meirihluti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar þeim áfanga sem nú er að nást með fyrirliggjandi breytingum á gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Umfangsmestar eru breytingar sem snúa að lagningu á Blöndulínu 3 í gegnum sveitarfélagið og lagning á jarðstreng frá Varmahlíð til Sauðárkróks en hann mun bæta verulega afhendingaröryggi á raforku á Sauðárkróki.
Fulltrúar meirihlutans telja mikilvægt að Sveitarfélagið Skagafjörður leggi fram stefnu um uppbyggingu á flutningskerfi raforku, sem er hluti af grunninnviðum samfélagsins, til þess að tryggja afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu og jafnframt almannahagsmuni miðað við áætlaða raforkuþörf. Í ríkisstjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, er einnig lögð rík áhersla á að mæta betur þörfum atvinnulífs og almennings alls staðar á landinu með áherslu á að treysta betur flutnings- og dreifikerfi raforku í landinu. Með samþykki Orkustofnunar á kerfisáætlun, nú síðast í janúar 2019, telur meirihlutinn að fyrir liggi nægjanlega gild rök sem mæla fyrir um nauðsyn á Blöndulínu 3 sem liður í framtíðar uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi.
Meirihlutinn telur einnig mikilvægt að sveitarfélagið hafi tiltæka þá skilmála sem tilvonandi framkvæmdaraðili, s.s. Landsnet þarf að taka mið af í áætlunum sínum og við framkvæmd á mati á umhverfisáhrifum vegna lagningu á Blöndulínu 3 í gegnum sveitarfélagið. Enda sé það sterkara fyrir sveitarfélagið að hafa unnið sitt umhverfismat á undan framkvæmdaraðila heldur en að framkvæma umhverfismat í kjölfar af umhverfismati framkvæmdaraðila.
Í allri þeirri vinnu sem hefur farið fram hefur verið lögð mikil áhersla á aðkomu íbúa en bæði hafa auglýsinga og athugasemdafrestir verið lengdir ásamt því að haldnir hafa verið kynningafundir. Á athugasemdartímanum bárust margar góðar athugasemdir og ábendingar sem tekið hefur verið tillit til við lokafrágang á breytingunum. Þær megin breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni eru:
Legu raflínu og jarðstrengs breytt í landi Saurbæjar, Brenniborgar og Vindheima, sbr. breytingatillaga frá 1. apríl 2019. Við það lengist fyrirhugaður jarðstrengur úr 3,4 km í 3,8 km en um leið er tryggt að enginn bær sé innan við 700 metra frá fyrirhugaðri loftlínu. Lagt er til að lega strengsins verði vestan Svartár, á landamerkjum Saurbæjar norðan Daufár, og austur fyrir Vindheima. Lega loftínu vestan Svartár breytist einnig á stuttum kafla austan Efribyggðar. Línan mun þannig fylgja betur hæðarmun í landi en fyrri tillaga, til að draga úr sýnileika hennar.
Gerð er krafa um að núverandi byggðalínur, það eru Rangárvallalína og Blöndulína 2, fari allar í jörðu innan tveggja ára eftir að Blöndulína 3 kemur en það er gert til að fylgja eftir þeirri stefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að fjölga ekki loftlínum í sveitarfélaginu.
Gerð er krafa um að engin grindarmöstur verði í Blöndulínu 3 heldur einungis tveggja staura möstur, en sú krafa dregur verulega úr sjónmengun línunnar.
Sett hefur verið inn tengivirki við Blöndulínu 3 í landi Kirkjuhóls og gert ráð fyrir jarðstreng að tengivirkinu í Varmahlíð.
Í fyrirhuguðu verkefnaráði allra sveitarfélaga og ýmissa annarra hagsmunaaðila sem sett verður á laggirnar um byggingu línunnar gerir Sveitarfélagið Skagafjörður kröfu um að verkefnaráðið láti fara fram óháð mat á forsendum og hámarkslengdum jarðstrengja á línu leiðinni.

Gerðir eru fyrirvarar um breytingu á kröfum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna t.d. hugsanlegra tækniframfara sem gætu orðið frá núverandi tímapunkti og þar til framkvæmdir hefjast. Þannig er öllum möguleikum á að nýta tækniþróun til að draga enn frekar úr umhverfisáhrifum af línunni. Sérstök áhersla er þar lögð á svæðið frá tengivirki við Kirkjuhól og suður fyrir Dalsplássið, þ.e.a.s. á þeim svæðum þessarar leiðar sem ekki er þegar búið að gera kröfu um að Blöndulína 3 fari í jörðu á.
Í umhverfisskýrsluna hefur verið bætt upplýsingum og kröfum vegna hávaða, raf- og segulsviðs frá háspennulínum.
Settir hafa verið skilmálar um þætti sem Landsnet þarf að skoða sérstaklega í mati á umhverfisáhrifum á Blöndulínu s.s. ásýnd og sýnileiki, áhrif á lífríki Svartár og Héraðsvatna, á votlendi og vegna efnistöku.
Í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana hefur Sveitarstjórn litið til umhverfisskýrslu aðalskipulagsbreytinga við mótun skipulagsins. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir því hvernig umhverfissjónarmið eru felld inn í áætlunina, hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfismati við mótun skipulagstillögu og þeim umsögnum og athugasemdum sem hafa borist. Í greinargerð fylgir rökstuðningur fyrir endanlegri áætlun, þ.m.t. legu Blöndulínu 3, í ljósi þeirra valkosta sem voru til skoðunar.
Að öllu framangreindu virtu má sjá að mikil vinna hefur átt sér stað við breytingu á aðalskipulaginu þar sem lögð hefur verið áhersla á að meta málið út frá sem flestum sjónarhornum með það að markmiði að lágmarka þau neikvæðu umhverfisáhrif sem Blöndulína 3 mun óneitanlega hafa. Ljóst er að línulagnir sem þessar verða alltaf umdeildar og þess vegna eru þær mótvægisaðgerðir sem meirihlutinn leggur til mikilvægar til að lágmarka áhrif að línulögnum um héraðið. Með tengingu á hinni nýju Blöndulínu 3 við tengivirkið í Varmahlíð er búið að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins hvað varðar aðgengi og afhendingarmöguleika á raforku og opna þann möguleika að fyrirtæki og einstaklingar í Skagafirði geti tengst nýju byggðalínunni sem er einnig mikilvægt fyrir raforkunotkun í sveitarfélaginu til framtíðar.
Rétt er að hafa í huga að áður en Blöndulína 3 verður að veruleika er enn mikil vinna óunnin sem getur haft áhrif á stefnu sveitarfélagsins. Engu að síður er Sveitarfélagið Skagafjörður nú búið að leggja fram sína skilmála varðandi Blöndulínu 3 og er þannig tilbúið til að halda áfram þeirri vinnunni sem fram undan er vegna línunnar, s.s. í verkefnaráðinu og/eða þegar sótt verður um framkvæmdarleyfi.
Meirihluti Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framlagðar breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og leggur til að aðalskipulagsbreytingarnar verði sendar til Skipulagsstofnunar til staðfestingar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.

Undir þetta rita fulltrúar meirihlutans.
Einar E. Einarsson
Regína Valdimarsdóttir
Gísli Sigurðsson
Laufey Kristín Skúladóttir
Ingibjörg Huld Þórðardóttir

Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs, þá Einar E. Einarsson.

Fyrirliggjandi breytingatillaga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem var með hliðsjón af athugasemdum og umsögnum uppfærð og breytt 16. apríl 2019, skv. 32. gr. skipulagslaga, borin upp til afgreiðslu sveitarstjónar og samþykkt fimm atkvæðum. Fulltrúar Byggðarlista, Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir og fulltrúar VG og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá.

Skipulags- og byggingarnefnd - 349. fundur - 24.05.2019

Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 er í umfjöllun Skipulagsstofnunar til staðfestingar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Fyrir fundinum liggja drög að svarbréfum til þeirra sem sendu inn athugasemdir og ábendingar á kynningartíma. Drögin eru í samræmi við samþykkt gögn skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá svarbréfum.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Málefnalegar og mikilvægar athugasemdir og andmæli liggja fyrir vegna áforma Landsnets um lagningu Blöndulínu 3. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast betur við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram sérstaklega hvað varðar bið eftir umhverfismati, óháðri úttekt á möguleikum jarðstrengjalagna og frekari athugun á Kiðaskarðsleið.

Skipulags- og byggingarnefnd - 351. fundur - 13.06.2019

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 24. apríl 2019 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Tillaga að breytingu var auglýst frá 17. desember 2018 til 25. febrúar 2019. Alls bárust 58 erindi vegna skipulagsins frá umsagnaraðilum, íbúum og öðrum aðilum. Hluti athugasemda var í formi undirskriftarlista og rafrænna undirskrifta alls með rúmlega 200 nöfnum. Sveitarstjórn féllst á afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar á framkomnum umsögnum og athugasemdum og hefur skipulagstillagan verið uppfærð í samræmi við afgreiðsluna. Samþykkt aðalskipulagsbreyting hefur verið send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.