Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

320. fundur 20. apríl 2018 kl. 11:00 - 12:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer

Á 319. fundi Skipulags- og byggingarnefndar 13. apríl 2018 voru lagðar fram umsagnir og athugasemdir ásamt samantekt þeirra um vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögur að breytingum B, C, D og E. Nefndin fól skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við gerð vinnslutillögu sem snúa að breytingum A og F, og bæta rökstuðningi við þau atriði sem óskað er eftir og vinna að nánari útfærslu Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar vegna Blöndulínu 3 áður en tekin er ákvörðun um leiðaval. Sveitarstjórn samþykkti ofanritaða bókun skipulags- og byggingarnefndar á fundi sínum þann 18. apríl sl.

Fyrir fundi dagsins liggur uppfærð greinargerð og umhverfisskýrsla ásamt uppdráttum í samræmi við bókun síðasta fundar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur fram tillögu um að Blöndulína 3 fari samkvæmt Héraðsvatnaleið, en með breytingum sem felast í amk. 3 km jarðstreng frá Húseyjarkvísl norðan Saurbæar og austur fyrir Vindheima. Nefndin telur að sú leið hafi minni umhverfisáhrif í för með sér og stuðli að auknu afhendingaröryggi og -möguleikum raforku fyrir sveitarfélagið. Áður hefur nefndin samþykkt að auglýsa breytingar B-D.
Eftir frekari skoðun á valkostum Blöndulínu 3 og afmörkun efnistökusvæða er lagt til að samþykkja að auglýsa jafnframt breytingar A til F skv. 30. gr. skipulagslögum. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa tillögu og senda til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 30. gr. skipulagslaga.

Hildur Þóra Magnúsdóttir fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað að hún greiði atkvæði gegn breytingu á aðalskipulagi er snertir Blöndulínu 3, enda umhverfismati á þessari framkvæmd ekki lokið og línulögnin ekki á framkvæmdaráætlun Landsnets að svo stöddu. Sterkara væri því gagnvart hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess að fresta ákvörðun um línulögn á skipulagi að sinni eins og lagt er til með virkjanasvæði í Skagafirði. Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur og ríkt samráð haft við landeigendur.

Fundi slitið - kl. 12:50.