Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

349. fundur 24. maí 2019 kl. 10:00 - 10:55 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer

Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 er í umfjöllun Skipulagsstofnunar til staðfestingar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Fyrir fundinum liggja drög að svarbréfum til þeirra sem sendu inn athugasemdir og ábendingar á kynningartíma. Drögin eru í samræmi við samþykkt gögn skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá svarbréfum.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Málefnalegar og mikilvægar athugasemdir og andmæli liggja fyrir vegna áforma Landsnets um lagningu Blöndulínu 3. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast betur við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram sérstaklega hvað varðar bið eftir umhverfismati, óháðri úttekt á möguleikum jarðstrengjalagna og frekari athugun á Kiðaskarðsleið.

2.Hofsstaðir lóð 1 (219174) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1905170Vakta málsnúmer

Þórólfur Sigjónsson kt. 270165-4359 sækir, fyrir hönd Selsbursta kt. 411298-2219 um leyfi til að byggia sólstofu við matshluta 03 á lóðinni Hofsstaðir lóð 1 (219174. Einnig er sótt um leyfi til að því að setja tímabundið frystir, kælir og geymslur við húsið. Framlögð gögn gerð af Andrési Narfa arkitekt hjá Hornsteinum ehf. Stöðuleyfi veitt til eins árs eða til 1.júni 2020.

3.Hofsstaðir lóð II (221579) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1905168Vakta málsnúmer

Þórólfur Sigjónsson kt. 270165-4359 sækir fyrir hönd Selsbursta kt. 411298-2219 um leyfi til að setja niður tímabundið til 5 ára 12 gistieiningar (hótelherbergi) á lóðinni Hofsstaðir lóð 1 (219174) Framlögð gögn gerð af Andrési Narfa arkitekt hjá Hornsteinum ehf. gera grein fyrir erindinu. Erindi frestað, erindið verður tekið til afgreiðslu þegar samþykkt deiliskipulag liggur fyrir.

4.Húsey 146043 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1903304Vakta málsnúmer

Felix Jósafatsson kt. 020953-3739 skv. þinglýstu umboði óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar til að skipta lóð úr landi jarðarinnar Húsey 146043 og að að lóðin fái heitið Húsey 1. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdrátturgerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7856-01, dags. 26. mars 2019. Þá er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Húsey, landnr. 146043, eftir breytingar.
Innan lóðarinnar sem verið er að stofna stendur íbúðarhús jarðarinnar, matshluti 03. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

5.Ásholt - Umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 1905008Vakta málsnúmer

Á 348 fundi Skipulags- og byggignarnefndar þann 17. maí sl var Ásdísi Magnúsdóttur kt. 171043-7199 og Sverri Magnússyni on kt. 200642-3929 eigendum frístundahússins Ásholts í Hjaltadal heimilað breyta notkun hússins. Húsið yrði skráð íbúðarhús í stað frístundahúss. Í ljósi nýrra upplýsinga sem nú liggja fyrir afturkallar Skipulags- og byggingarnefnd fyrri ákvörðun og hafnar erindinu frá ofangreindum fundi 17. maí sl.

6.Illugastaðir 145897 - Íbúðarhús

Málsnúmer 1905171Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi eigenda Illugastaða á Laxárdal, dags. 22 og 23. maí 2019 varðandi íbúðarhús sem stóð á jörðinni. Íbúðarhúsið skemmdist í bruna 25. september 2018. Hér með staðfestist að Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki kröfur um byggingarskyldu eða endurbyggingu íbúðarhúss á jörðinni Illugastöðum á Laxárdal, landnúmer L 145897.

7.Suðurbraut 7 - Umsókn um breytta notkun og innkeyrslu.

Málsnúmer 1711138Vakta málsnúmer

Rúnar Númason kt. 130483-5349 og Valdís Hálfdánardóttir kt 270981-4889 sækja um heimild til að útbúa ný bílastæði vestan íbúðarhússin Suðurbraut með aðkomu frá Suðurbraut, ásamt því að stofna byggingarreit fyrir bílskúr á lóðinni með aðkomu frá Skólagötu. Framlögð afstöðumynd, uppdráttur númer S-101 í verki nr. 785301, gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 12. mars 2019 gerir grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85

Málsnúmer 1904033FVakta málsnúmer

85. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:55.