Fara í efni

Ásholt - Umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 1905008

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 348. fundur - 17.05.2019

Ásdís Magnúsdóttir kt. 171043-7199 og Sverrir Magnússon kt. 200642-3929 eigendur frístundahússins Ásholts í Hjaltadal óska heimildar Skipulags- og byggingarnefndar til að breyta notkun hússins. Verði húsið skráð íbúðarhús í stað frístundahúss. Húsið uppfyllir skilyrði byggingarreglugerðar sem íbúðarhús. Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður af Stefáni A. Magnússyni byggingarfræðingi kt. 130552-2429 dagsettur 8. mars 2009. Erindið samþykkt.

Skipulags- og byggingarnefnd - 349. fundur - 24.05.2019

Á 348 fundi Skipulags- og byggignarnefndar þann 17. maí sl var Ásdísi Magnúsdóttur kt. 171043-7199 og Sverri Magnússyni on kt. 200642-3929 eigendum frístundahússins Ásholts í Hjaltadal heimilað breyta notkun hússins. Húsið yrði skráð íbúðarhús í stað frístundahúss. Í ljósi nýrra upplýsinga sem nú liggja fyrir afturkallar Skipulags- og byggingarnefnd fyrri ákvörðun og hafnar erindinu frá ofangreindum fundi 17. maí sl.

Skipulags- og byggingarnefnd - 353. fundur - 01.08.2019

Á 348. fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 17. maí sl var Ásdísi Magnúsdóttur kt. 171043-7199 og Sverri Magnússyni kt. 200642-3929 eigendum frístundahússins Ásholts í Hjaltadal heimilað breyta notkun hússins. Húsið yrði skráð íbúðarhús í stað frístundahúss. Í ljósi nýrra fyrirliggjandi upplýsinga um málið endurskoðaði skipulags-og byggingarnefnd afstöðu sína og synjaði erindinu á 349. fundi sínum þann 24. maí. Í svari skipulags- og byggingarfulltrúa til umsækjenda kom fram að ástæða synjunar var athugasemd þinglýsts eiganda landsins við afgreiðslu nefndarinnar. Athugasemdir frá leigusala um breytta notkun hússins vísa til 6. greinar kaupsamnings og afsals um að leigutökum sé einungis heimilt að byggja smáhýsi og/eða sumarbústað á þeim afnotarétti. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 111. fundur - 30.10.2020

Þann 8. október sl. móttók byggingarfulltrúi Skagafjarðar erindi frá Ásdísi Pétursdóttur, kt. 171043-7199 og Sverri Magnússyni, kt. 200642-3929, dagsett 7. október sl. um að mál er varðar umsókn um breytta notkun frístundahúss sem stendur á landinu Ásholt, L216923, fasteignanúmer F2321923 í Hjaltadal verði dregið til baka og málið fellt niður.
Byggingarfulltrúi ákveður að verða við þeirri beiðni og málinu því lokið.