Fara í efni

Suðurbraut 7 - Umsókn um breytta notkun og innkeyrslu.

Málsnúmer 1711138

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 311. fundur - 21.11.2017

Rúnar Númason kt. 130483-5349 og Valdís Hálfdánardóttir kt 270981-4889 sækja um heimild til að breyta notkun húseignarinnar Suðurbraut 7 á Hofsósi. Eignin er í dag skráð leikskólahúsnæði en mun verða breytt aftur í íbúðarhúsnæði. Einnig er sótt um nýja aðkomu að húsinu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun. Skila þarf til byggingarfulltrúa nýjum aðaluppdráttum sem gera grein fyrir breytingum á húsi og lóð. Að því fengnu verður afstaða tekin til aðkomu að lóðinni.

Skipulags- og byggingarnefnd - 349. fundur - 24.05.2019

Rúnar Númason kt. 130483-5349 og Valdís Hálfdánardóttir kt 270981-4889 sækja um heimild til að útbúa ný bílastæði vestan íbúðarhússin Suðurbraut með aðkomu frá Suðurbraut, ásamt því að stofna byggingarreit fyrir bílskúr á lóðinni með aðkomu frá Skólagötu. Framlögð afstöðumynd, uppdráttur númer S-101 í verki nr. 785301, gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 12. mars 2019 gerir grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt.