Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

319. fundur 13. apríl 2018 kl. 14:00 - 15:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram umsagnir og athugasemdir ásamt samantekt þeirra um vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
Alls bárust 33 umsagnir/ábendingar/athugasemdir við vinnslutillögu á kynningartíma. Helstu athugasemdir snúa að:
(i)Forsendum umhverfismats áætlana hvað varðar jarðstrengi, votlendi og verndarsvæði, veðurfar og náttúruvá og ásýnd.
(ii)Vegagerðin og Landsnet óska eftir að fleiri námukostum verið bætt á skipulag.
(iii)Lagt til að fresta ákvörðun sveitarfélagsins um Blöndulínu 3 þar til nýtt umhverfismat framkvæmda liggur fyrir og ný kerfisáætlun hefur verið samþykkt.
(iv)Skortur á rökstuðning fyrir þörf á 220 kV Blöndulínu 3.
(v)Margir landeigendur lýstu því yfir að þeir muni ekki heimila loftlínu um land sitt.
Brugðist verður við helstu athugasemdum og umsögnum á eftirfarandi hátt:
(i)Farið verður yfir umhverfismatið, forsendur þess og aflað nýrra gagna s.s. upplýsingar um vistgerðir, náttúruvá og landslag. Einnig verður gerð grein fyrir því í umhverfismatinu að jarðstrengir verði að hámarki 3-5 km í sveitarfélaginu.
(ii)Skipulagsfulltrúa falið að bæta inn á aðalskipulag námukostum sem Vegagerðin og Landsnet óska eftir, þegar kannað hefur verið helstu umhverfisáhrif þeirra.
(iii)Skipulagsnefnd telur mikilvægt að sjónarmið og áherslur sveitarfélagsins séu skýr um Blöndulínu 3, sem gefi Landsneti mikilvægan ramma fyrir umhverfismat framkvæmdarinnar.
(iv)Skipulagsnefnd telur að Landsnet hafi fært nægileg rök fyrir þörf á 220 kV raflínum og að þar liggi almannahagsmunir undir varðandi framtíðar innviði raforkukerfisins.
(v)Með skoðun valkosta með það sjónarmið að draga sem kostur er úr neikvæðum áhrifum raflína, mun sveitarfélagið leggja fram tillögu að línuleið.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögur að breytingum B, C, D og E. Nefndin felur skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við gerð vinnslutillögu sem snúa að breytingum A og F, og bæta rökstuðningi við þau atriði sem óskað er eftir. Unnið verði að nánari útfærslu Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar vegna Blöndulínu 3 áður en tekin er ákvörðun um leiðaval. Að þessu loknu tekur skipulags- og byggingarnefnd tillöguna til afgreiðslu.
Hildur Þóra Magnúsdóttir tekur ekki undir afgreiðslu nefndarinnar varðandi svar við athugasemd (iv) liðar.

2.Reykjarhóll lóð 146062 - Aðveitustöð RARIK

Málsnúmer 1708171Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð hefur fengið meðferð í samræmi við 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr 123/2010. VSÓ ráðgjöf, Andrea Kristinsdóttir, fyrir hönd Gunnars H. Sigurðssonar hjá Landsneti óskar eftir að að Sveitarfélagið Skagafjörður samþykki og auglýsi deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig óskar Landsnet eftir að gerð verði leiðrétting á afmörkun iðnaðarsvæðis I-5.2 í aðalskipulagi, þannig að afmörkun I-5.2 verði lóðamörk, eins og deiliskipulag sýnir, í stað girðingarinnar eins og afmörkunin er í dag. Erindið samþykkt. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

Fundi slitið - kl. 15:45.