Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

314. fundur 19. desember 2017 kl. 10:17 - 11:33 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Til þessa fundar skipulags- og byggingarnefndar voru einnig boðaðir sveitarstjórnarfulltrúar. Gestir fundarins eru Stefán Gunnar Thors frá VSÓ ráðgjöf og Arnór Halldórsson frá Megin lögmannsstofu. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar sátu fundinn: Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Gunnsteinn Björnsson, Sigríður Magnúsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer

Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar 2017 var samþykkt að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Sveitarstjórn taldi þörf á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Einnig þurfi að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð. Kynningartími og athugasemdafrestur við skipulags- og matslýsingu fór fram 31. mars til og með 26. apríl 2017. Alls bárust 31 umsögn og athugasemd.
Í samræmi við lýsingu verkefnis hefur verið unnin drög að aðalskipulagsbreytingu, dagsett 20. nóvember 2017, sem farið var yfir á fundinum.
Drögin eru sett fram sem skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla. Drögin gera grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum. Varðandi breytingartillögu A um legu Blöndulínu eru þrír valkostir til skoðunar ásamt núllkosti.

Fundi slitið - kl. 11:33.