Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

346. fundur 16. apríl 2019 kl. 13:00 - 14:43 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir grein fyrir 7 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks, (F) nýjum efnistökusvæðum og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.

Við kynningu á tillögunum komu fram fjöldi umsagna, ábendinga og athugasemdir. Flestar vegna legu Blöndulínu 3, sbr.fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 1. apríl 2019. Þá hefur nefndin lagt mikla vinnu í að greina og bregðast við þeim athugasemdum sem komu fram á auglýsingartímanum.

Varðandi lið (A) Legu Blöndulínu 3, hafa meðal annars verið gerðar breytingar á legu raflínunnar og legu fyrirhugaðs jarðstrengs til að lágmarka sem mest áhrif á íbúa og umhverfi. Þær breytingar hafa þegar verið kynntar viðeigandi jarðareigendum með bréfi og hafa borist svör við því.

Í vinnu skipulags- og bygginganefndar hefur verið farið ítarlega yfir valkosti og umhverfismat þeirra leiða sem bornar voru saman og lagðir fram skilmálar og stefna sem tekur mið af hagsmunum sveitarfélagsins. Að mati fulltrúa meirihluta nefndarinnar er mikilvægt að leggja fram stefnu sveitarfélagsins í uppbyggingu flutningskerfisins. Þær megin breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir að auglýsingartíma lauk eru:

1.Legu raflínu og jarðstrengs breytt í landi Saurbæjar, Brenniborgar og Vindheima, sbr. breytingatillaga frá 1. apríl 2019. Við það lengist fyrirhugaður jarðstrengur úr 3,4 km í 3,8 km en um leið er tryggt að enginn bær sé innan við 700 metra frá fyrirhugaðri loftlínu. Lagt er til að lega strengsins verði vestan Svartár, á landamerkjum Saurbæjar norðan Daufár, og austur fyrir Vindheima. Lega loftínu vestan Svartár breytist einnig á stuttum kafla austan Efribyggðar. Hún mun þannig fylgja betur hæðarmun í landi en fyrri tillaga, til að draga úr sýnileika línunnar.

2. Gerð er krafa um að núverandi byggðalínur, það eru Rangárvallalína og Blöndulína 2, fari allar í jörðu innan tveggja ára eftir að Blöndulína 3 kemur en það er gert til að fylgja eftir þeirri stefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að fjölga ekki loftlínum í sveitarfélaginu.

3. Gerð er krafa um að engin grindarmöstur verði í Blöndulínu 3 heldur einungis tveggja staura möstur, en sú krafa dregur verulega úr sjónmengun línunnar.

4. Í fyrirhuguðu verkefnaráði allra sveitarfélaga og ýmissa annarra hagsmunaaðila sem sett verður á laggirnar um byggingu línunnar gerir Sveitarfélagið Skagafjörður kröfu um að verkefnaráðið láti fara fram óháð mat á forsendum og hámarkslengdum jarðstrengja á línu leiðinni.

5. Gerðir eru fyrirvarar um breytingu á kröfum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna t.d. hugsanlegra tækniframfara sem gætu orðið frá núverandi tímapunkti og þar til framkvæmdir hefjast.

6. Í umhverfisskýrsluna hefur verið bætt upplýsingum og kröfum vegna hávaða, raf- og segulsviðs frá háspennulínum.

7. Settir hafa verið skilmálar um þætti sem Landsnet þarf að skoða sérstaklega í mati á umhverfisáhrifum á Blöndulínu s.s. ásýnd og sýnileiki, áhrif á lífríki Svartár og Héraðsvatna, á votlendi og vegna efnistöku.

Meirihluti Skipulags og byggingarnefndar telur að með samþykki Orkustofnunar á kerfisáætlun liggi fyrir nægjanleg rök fyrir þörf á Blöndulínu 3 og almannahagsmunir liggi þar undir varðandi framtíðar innviði raforkukerfisins á Norðurlandi. Ljóst er að línulagnir sem þessar verða alltaf umdeildar, en áður en Blöndulína 3 verður að veruleika er mikil vinna óunnin sem getur haft áhrif á stefnu sveitarfélagsins. Engu að síður er sveitarfélagið nú búið að leggja fram sína skilmála varðandi Blöndulínu 3 útfrá þeim upplýsingum sem liggja fyrir og er sveitarfélagið þannig tilbúið til að halda áfram vinnunni sem framundan er vegna línunnar.

Engar athugasemdir hafa borist varðandi liði (B) Sauðárkrókslína 2, (D) Urðunarsvæði við Brimnes fellt út, (E) Nýtt tengivirki og jarðstrengir í þéttbýli Sauðárkróks og (G) Stækkun iðnaðarsvæðis í Varmahlíð.

Varðandi lið (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta þá var í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skipulagi Villinganesvirkjunar (SF-1.1) og Skatastaðavirkjunar (SF-1.2) frestað. Í gildi er verndar- og orkunýtingaráætlun landsvæða (2. áfangi rammáætlunar), sem samþykkt var á Alþingi 14. janúar 2013. Þar eru Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun settar í biðflokk. Samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013 eru svæði sem eru skilgreind í biðflokki í verndar- og orkunýtingaráætlun svokölluð varúðarsvæði. Því eru svæðin, Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar, afmörkuð á uppdrætti sem varúðarsvæði.

Varðandi lið (F) Ný efnistökusvæði, þá er þegar að framkvæmdum kemur aðgengi að efnisnámun nauðsyn. Staðsetning náma miðast við að ekki þurfi að flytja efni um langan veg og að þær valdi ekki verulegum umhverfisáhrifum. Efnistökusvæði í tengslum við Blöndulínu 3 verða endurskoðuð í umhverfismati og að því loknu gæti þurft að taka afstöðu til þess að bæta við eða eftir atvikum fella út efnistökusvæði í Skagafirði.

Í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana hefur Skipulags og byggingarnefnd litið til umhverfisskýrslu aðalskipulagsbreytinga við mótun skipulagsins. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir því hvernig umhverfissjónarmið eru felld inn í áætlunina, hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfismati við mótun skipulagstillögu og þeim umsögnum og athugasemdum sem hafa borist. Í greinargerð fylgir rökstuðningur fyrir endanlegri áætlun, þ.m.t. legu Blöndulínu 3, í ljósi þeirra valkosta sem voru til skoðunar.

Fulltrúar meirihluta Skipulags og byggingarnefndar leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi breytingatillögu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem var með hliðsjón af athugasemdum og umsögnum uppfærð og breytt 16. apríl 2019, skv. 32. gr. skipulagslaga.

Sveinn Úlfarsson óskar bókað:

Fulltrúar Byggðalista munu sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fyrirliggjandi breytingartillögu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Vinna við breytingartillögu þessa á sér langan aðdraganda og hefur Byggðalistinn lítið komið að vinnu við hana. Svo dæmi séu tekin hafði stefna sveitarfélagsins um leiðarval á Blöndulínu 3 þegar verið mikið mótuð. Við höfum því ákveðið að taka ekki afstöðu í máli sem við höfum eins lítið komið að og raun ber vitni. Þær breytingar sem hafa verið gerðar við vinnslu tillögunnar teljum við vera góðar. Jafnframt teljum við að þær kröfur og þeir skilmálar sem settir eru vera til þess fallnir að verja hagsmuni sveitarfélagsins. Verði þeim ekki framfylgt þegar til framkæmda kemur, teljum við mikilvægt að vinna nýja tillögu, jafnvel alveg frá grunni. Vinnan í nefndinni hefur verið góð og vert er að hrósa starfsmönnum sveitarfélagsins sem og nefndarmönnum fyrir sitt framlag.

Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast betur við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram sérstaklega hvað varðar bið eftir umhverfismati og frekari athugun á Kiðaskarðsleið.
Blöndulína 3 er ekki á framkvæmdaáætlun Landsnets til næstu þriggja ára samkvæmt kerfisáætlun og umhverfismat línunnar liggur ekki fyrir. Að setja Blöndulínu 3 á Aðalskipulag Skagafjarðar er því ótímabært að svo stöddu.



2.Melatún 5 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1904095Vakta málsnúmer

Jónas Kristinn Gunnarsson kt. 280974-3669 sækir um lóðina Melatún 5 á Sauðárkróki fyrir einbýlishús. Samþykkt.

3.Melatún 2 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1904134Vakta málsnúmer

Sverrir Þór Kristjánsson kt 290560-2419 sækir um lóðina Melatún 2 á Sauðárkróki fyrir einbýlishús. Samþykkt.

4.Birkimelur 26 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1904074Vakta málsnúmer

Tryggvi Pálsson kt. 191088-2989 sækir um lóðina Birkimel 26 í Varmahlíð fyrir einbýlishús. Samþykkt.

5.Borgarland 2 RARIK - umsókn um lóð

Málsnúmer 1904112Vakta málsnúmer

RARIK óskar eftir því að fá lóð undir spennistöð við Borgarland á Sauðárkróki. Húsið er innflutt af gerðinni ABB Magnum 400. Stærð B-2,2m. L=4,0m. H=2,46.
Fylgigögn með umsókn eru drög af hugsanlegri staðsetningu lóðar og teikning af væntanlegu spennistöðvarhúsi. Samþykkt að stofna 25m² lóði undir spennistöðuna. Lóðin fær heitið Borgarland 2.


6.Neðri-Ás 2, land 3 og 4 - Umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 1505046Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Kollgátu arkitektum þar sem óskað er eftir staðfestingu Skipulags- og byggingarnefndar á skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar deilskipulagsgerðar á landinu Neðri-Ás 2 land 3, landnúmer 223410 og Neðri-Ás 2 land 4, landnúmer 223411. Umsókn Kollgátu er fh. eigenda ofangreindra landa.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við ákvæði 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og heimilar landeigendum að láta vinna fyrirhugað deiliskipulag.

7.Varmahlíð - Móttökustöð sorps

Málsnúmer 1810064Vakta málsnúmer

Fyrirliggjandi er umsókn Indriða Þórs Einarssonar sviðsstjóra veitu og framkvæmdasviðs fh. sveitarfélagsins um heimild til girða af núverandi móttökusvæði, gámasvæði, fyrir sorp í Varmahlíð. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera nákvæmari tillögu að staðsetningu og skoða jafnframt lóðarmál þeirra fasteigna sem eru á umræddu svæði.



8.Glaumbær (146033) Byggðasafn - Umsókn um stöðuleyfi fyrir þjónustuhúsi.

Málsnúmer 1904124Vakta málsnúmer

Hrefna Jóhannesdóttir oddviti, fh. Akrahrepps og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, fh. Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækja um leyfi til að byggja þjónustuhús við Byggðasafnið í Gaumbæ, Skagafirði landnúmer 146033. Meðfylgjandi uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing. Uppdráttur er í verki númer 190214, nr. 01 og er hann dagsettur 25.03.2019. Samþykkt að veita stöðuleyfi. Stöðuleyfi gildir til 1. maí 2020

9.Hitaveita og ljósl.Hofsós-Ásgarður - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1904044Vakta málsnúmer

Indriði Þór Einarsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi fh. Skagafjarðarveitna hitaveitu kt. 681212-0350, til að leggja hitaveitulagnir frá Hofsósi að Neðri-Ási og að Ásgarðsbæjum. Lagðir verða ljósleiðarastrengir með hitaveitulögnunum að öllum lögheimilum á svæðinu. Meðfylgjandi gögn eru teikningar dagsettar 8. mars 2019, unnar af Verkfræðistofunni Stoð ehf. Teikningar dagsettar 20. febrúar 2019, unnar af Mílu ehf. Samningar við lendeigendur og minjaskráning mun liggja fyrir áður en frankvæmdir hefjast. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

10.Syðri-Hofdalir 146421, 197709, 174761 og 222113 - Umsókn um landskipti, stækkun lóðar og breytt eignarheiti

Málsnúmer 1904096Vakta málsnúmer

Þinglýstir eigendur jarðarinnar Syðri-Hofdalir (landnr. 146421) og lóðanna Syðri-Hofdalir, lóð (landnr. 197709), Syðri-Hofdalir, lóð (landnr. 174761) og Syðri-Hofdalir, lóð 3 (landnr. 222113) óska með bréfi dagsettu 8. apríl 2019 heimildar til eftirfarandi breytinga:
1. Að breyta stærð lóðarinnar Syðri-Hofdalir, lóð landnr. 197709, og að heiti lóðarinnar verði Syðri-Hofdalir 1.
2. Að heiti lóðarinnar Syðri-Hofdalir, lóð landnr. 174761, verði Syðri-Hofdalir 2.
3. Að skipta lóð úr landi Syðri-Hofdala (landnr. 146421) og nefna lóðina Syðri-Hofdalir 3
4. Að heiti lóðarinnar Syðri-Hofdalir, lóð 3 landnr. 222113 verði Syðri-Hofdalir, dæluhús.
Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. af Atla Gunnari Arnórssyni gera grein fyrir erindinu. Uppdrættir í verki 721307 nr. S-101 og S-102 dagsettir 8. apríl 2019.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.


11.Víðimelur land 205350 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1903299Vakta málsnúmer

Erla Björk Helgadóttir kt. 101181-5109 og Ómar Feykir Sveinsson kt. 161181-5529 Víðimel óska heimildar til að gera íbúðarhúsið að Víðimel að einni íbúð. Um er að ræða íbúð á neðri F2140757 og efri hæð F2140758.
Skipulags- og byggignarnefnd felur byggingarfulltrúa að afgreiða erindið að fengnum nýjum og breyttum aðaluppdráttum.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 83

Málsnúmer 1903011FVakta málsnúmer

83. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 14:43.