Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

413. fundur 18. ágúst 2021 kl. 16:15 - 16:27 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 2. varam.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 1. varam.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Ólafur Bjarni Haraldsson er í fjarfundi.
Varaforseti Regína Valdimarsdóttir stjórnar fundi í fjarveru forseta, Stefáns Vagns Stefánssonar.
Í upphafi fundar fór varaforseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum,til kynningar, fundargerðir byggðarráðs sem höfðu leyfi til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar.

1.Félags- og tómstundanefnd - 291

Málsnúmer 2106026FVakta málsnúmer

Fundargerð 291. fundar félags- og tómstundanefndar frá 30. júní 2021 lögð fram til afgreiðslu á 413. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 291 Lögð fram ósk frá SEM samtökunum um styrk til kaupa á fjórum hjólastóla fjallahjólum. SEM samtökin munu hafa umsjón og viðhald með hjólunum og sjá til þess að lána þau endurgjaldslaust út m.a. í tengslum við endurhæfinguna á Grensás.

    Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 krónur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 413. fundi sveitarstjórnar 18. júní 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 291 Lögð fram beiðni um styrk vegna niðurgreiðslu á bolum keppenda á vegum UMSS á unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina 2021. Á bolunum verður texti, þar sem aðrir keppendur eru boðnir velkomnir á unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2022. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000 krónur til fyrirhugaðra bolakaupa. Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 413. fundi sveitarstjórnar 18. júní 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 291 Lögð fram beiðni um styrk vegna íþrótta- og leikjanámskeiða barna í Fljótum. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð 120.000 krónur til íþrótta- og leikjanámskeiða fyrir börn í Fljótum. Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 413. fundi sveitarstjórnar 18. júní 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 291 Lögð fram til kynningar aðgerðaráætlun 2021-2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 413. fundi sveitarstjórnar 18. júní 2021 með níu atkvæðum.

2.Veitunefnd - 79

Málsnúmer 2107007FVakta málsnúmer

Fundargerð 79. fundar veitunefndar frá 12. júlí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 413. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 79 Verkfræðistofan Stoð hefur lokið hönnun og gerð útboðsgagna fyrir ljósleiðara í dreifbýli í Skagafirði. Gert er ráð fyrir að lagningu ljósleiðara ljúki á árinu 2021 en tengingum árið 2022.

    Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að auglýsa útboðið og setja framkvæmdina á dagskrá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar veitunefndar staðfest á 413. fundi sveitarstjórnar 18. ágúst 2021 níu atkvæðum.

3.Umhverfis- og samgöngunefnd - 182

Málsnúmer 2107008FVakta málsnúmer

Fundargerð 182. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 16. ágúst 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 182 Björn Magnús Árnason, frá verkfræðistofunni Stoð kynnir deiliskipulag hafnarsvæðis á Sauðárkróki sem samþykkt var á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þann 21.6.2021. Smávægilegar breytingar hafa orðið í frekari vinnslu málsins.

    Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Birni Magnúsi fyrir kynninguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 182. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 413. fundi sveitarstjórnar 18. ágúst 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 182 Umhverfis- og samgöngunefnd hefur borist erindi frá Golfklúbbi Skagafjarðar þess efnis að nefndin hafi 18 holu golfvöll til hliðsjónar við hönnun á svæðinu.

    Umhverfis- og samgögunefnd líst vel á hugmynd golfklúbbsins um blandað útivistarsvæði þar sem að hægt verði að sameina golf og aðra útvist, svo sem göngu, skokk og hjólreiðar.

    Umhverfis- og samgöngunefnd hefur ekki umboð til að meðhöndla skipulagsmál og vísar erindinu til Skipulags-og bygginganefndar og bendir á að frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulagið rennur út 13.09.2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 182. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 413. fundi sveitarstjórnar 18. ágúst 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 182 Forseti sveitarstjórnar gerir tillögu um að vísa málinu aftur til afgreiðslu umhverfis og samgöngunefndar. Samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 30.06.2021

    Málið var áður á dagskrá nefndarinnar á 181. fundi 21. júní sl. en var vísað aftur til nefndarinnar frá 412. fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 30. júní sl.
    Umhverfis og samgöngunefnd hefur jafnframt borist áskorun frá íbúum í Hegranesi og austan vatna um að hafna tillögu þjónustusviðs Vegagerðarinnar um lækkun á hámarkshraða um Borgarsand frá Ósabrú að Sauðárkróki. Til vara að tillagan verði endurskoðuð með eðlilegri og nærgætnari nálgun að lækka umferðarhraða að afleggjara hesthúsahverfis.

    Umhverfis- og samgöngunefnd þykir sýnt að mikils misskilnings gæti í þessu máli. Tillaga Vegagerðarinnar er sú að lækka umferðarhraða stuttu austan gatnamóta við hesthúsahverfið en ekki að lækka umferðarhraða frá Ósbrú að Sauðárkróki. Tillagan er lögð fram í kjölfarið á úttekt á umferðaröryggi þjóðvega í þéttbýli Skagafjarðar. Umhverfis og samgöngunefnd telur að nefndin þurfi að fá kynningu á úttekt Vegagerðarinnar og óskar því eftir að fá fulltrúa Vegagerðarinnar á fund nefndarinnar áður en niðurstaða fæst í málið.


    Bókun fundar Afgreiðsla 182. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 413. fundi sveitarstjórnar 18. ágúst 2021 með níu atkvæðum.

4.Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 2

Málsnúmer 2107017FVakta málsnúmer

Fundargerð 2. fundar byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi frá 29. júlí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 2 Kynnt var hönnun leikskólalóðar við nýjan leikskóla á Hofsósi en hönnunin var unnin af verkfræðistofunni Verkís í nánu samráði við Sveitarfélagið Skagafjörð og skólastjórnendur grunn- og leikskóla á Hofsósi.
    Byggingarnefnd samþykkir að leggja til við byggðarráð að ráðast í gerð verðfyrirspurnar vegna framkvæmdar leikskólalóðar við nýjan leikskóla á Hofsósi á grundvelli þeirrar hönnunar sem unnin hefur verið.
    Bókun fundar Fundargerð 2. fundar byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 18. ágúst 2021 með níu atkvæðum.

5.Austurdalsvegur 758-01 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2106277Vakta málsnúmer

Vísað frá 409.fundi skipulags- og byggingarnefndar.
Heimir Gunnarsson sækir f.h. Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna áforma um viðhald og styrkingar Austurdalsvegi 758-01. Verkefnið felur í sér að auka skeringar og vinna úr þeim efni sem notað verður til styrkinga á veginum. Þá verða skeringar lagfærðar svo snjósöfnun verði minni á veginum. Einnig sótt um að laga skeringu í vegi 752-03 til að minnka snjósöfnun á vegi. Áætlað efnismagn til styrkingar á Austurdalsvegi er um 15.000 m³ og verður allt efni tekið úr skeringum við veginn. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki þess eðlis að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012 og að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.

Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

6.Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna

Málsnúmer 2010120Vakta málsnúmer

Visað frá 409. fundi skipulags- og byggingarnenfdar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Flæðagerðis sem gerir ráð fyrir alls 28 nýjum lóðum.
Í vinnslutillögu aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar er svæðið skilgreint sem ÍÞ-404 á þéttbýlisuppdrætti fyrir Sauðárkrók.
Í greinargerð kemur fram að svæði sé 33,4 ha, og að núverandi byggingarmagn sé 6.030 m² og leyfilegt byggingarmagn á gildistíma aðalskipulags sé 10.500 m².
Á skipulagsuppdrætti eru sýndar 54 lóðir, 22 hesthúsalóðir við Tjarnargerði, 26 hesthúsalóðir við Flæðigerði, 1 lóð fyrir dýraspítala, 1 fyrir dælustöð hitaveitu, 2 fyrir reiðhallir, 1 fyrir samkomuhús og 1 fyrir reiðgerði. Þá eru 3 byggingarreitir utan lóða fyrir dómhús.
Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Borið upp til afgreiðslu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir tillöguna, með níu atkvæðum, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

7.Sjávarborg II, Smáborg - Umsókn um framkvæmdaleyfi, stofnlögn hitaveitu

Málsnúmer 2107034Vakta málsnúmer

Visað frá 409.fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gyða Haraldsdóttir kt. 051153-4059 sækir um leyfi til að leggja 270 m hitaveitulögn frá tengistað við stofnlögn að Sjávarborg II, vélageymslu og frístundahúsi sem er í byggingu á lóðinni Smáborg. Verkið verður unnið í samráði við Skagafjarðarveitur. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Erindið samþykkt.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

8.Eyrarland L146520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt

Málsnúmer 2107037Vakta málsnúmer

Vísað frá 976. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Ása Jóhanna Pálsdóttir kt. 111174-5209 eigandi lögbýlisins Eyrarland L146520 óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 60,0 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði dagsettur 5.7.2021 gerður af Skógræktinni. Niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum sbr. 1.07 í 1. viðauka laga númer 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar."

Afgreiðala byggaðrráðs:
Afgreiðslu 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar er vísað aftur til afgreiðslu nefndarinnar á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum þar sem fornleifaskráning liggur ekki fyrir.

Ósk um veitingu framkvæmdaleyfis, að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar. Samþykkt með níu atkvæðum að vísa málinu aftur til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar þar sem fornleifaskráning liggur ekki fyrir.

9.Garður 146375 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt

Málsnúmer 2107104Vakta málsnúmer

Vísað frá 976. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Sigfríður Sigurjónsdóttir kt. 300468-4979 fh. félagsbúsins Garðs ehf. kt. 440701-2130 sem er eigandi lögbýlisins Garður L146375 óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 16,6 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði dagsettur 10.5.2021 gerður af Skógræktinni. Niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum sbr. 1.07 í 1. viðauka laga númer 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar."
Ósk um veitingu framkvæmdaleyfis, að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

10.Byggðarráð Skagafjarðar - 973

Málsnúmer 2107004FVakta málsnúmer

973.fundargerð byggðarráðs frá 7. júlí 2021 lögð fram til kynningar á 413.fundi sveitarstjórnar 18.ágúst 2021

11.Byggðarráð Skagafjarðar - 974

Málsnúmer 2107006FVakta málsnúmer

974.fundargerð byggðarráðs frá 14. júlí 2021 lögð fram til kynningar á 413.fundi sveitarstjórnar 18.ágúst 2021

12.Byggðarráð Skagafjarðar - 975

Málsnúmer 2107016FVakta málsnúmer

975.fundargerð byggðarráðs frá 29. júlí 2021 lögð fram til kynningar á 413.fundi sveitarstjórnar 18.ágúst 2021

13.Byggðarráð Skagafjarðar - 976

Málsnúmer 2108001FVakta málsnúmer

976.fundargerð byggðarráðs frá 11. ágúst 2021 lögð fram til kynningar á 413.fundi sveitarstjórnar 18. ágúst 2021

14.Fundagerðir Heilbrigðiseftir Nl.v 2021

Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 29. apríl 2021 lögð fram til kynningar á 413 fundi sveitarstjórnar 18.ágúst 2021

Fundi slitið - kl. 16:27.