Fara í efni

Austurdalsvegur 758-01 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2106277

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 409. fundur - 28.07.2021

Heimir Gunnarsson sækir f.h. Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna áforma um viðhald og styrkingar Austurdalsvegi 758-01. Verkefnið felur í sér að auka skeringar og vinna úr þeim efni sem notað verður til styrkinga á veginum. Þá verða skeringar lagfærðar svo snjósöfnun verði minni á veginum. Einnig sótt um að laga skeringu í vegi 752-03 til að minnka snjósöfnun á vegi. Áætlað efnismagn til styrkingar á Austurdalsvegi er um 15.000 m³ og verður allt efni tekið úr skeringum við veginn. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki þess eðlis að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012 og að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 413. fundur - 18.08.2021

Vísað frá 409.fundi skipulags- og byggingarnefndar.
Heimir Gunnarsson sækir f.h. Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna áforma um viðhald og styrkingar Austurdalsvegi 758-01. Verkefnið felur í sér að auka skeringar og vinna úr þeim efni sem notað verður til styrkinga á veginum. Þá verða skeringar lagfærðar svo snjósöfnun verði minni á veginum. Einnig sótt um að laga skeringu í vegi 752-03 til að minnka snjósöfnun á vegi. Áætlað efnismagn til styrkingar á Austurdalsvegi er um 15.000 m³ og verður allt efni tekið úr skeringum við veginn. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki þess eðlis að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012 og að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.

Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.