Fara í efni

Lóðir og skipulag Flæðagerði

Málsnúmer 2010120

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 936. fundur - 21.10.2020

Lagt fram bréf dagsett 9. október 2020 frá Þórarni Eymundssyni og Sigríði Gunnarsdóttur, Víkingi Gunnarssyni og Guðrúnu Stefánsdóttur, Kristínu Elfu Magnúsdóttur og Sigurpáli Þór Aðalsteinssyni, þar sem þau lýsa yfir áhuga á að sækja um lóðir og hefja byggingu á hesthúsum á svæðinu vestan við reiðhöllina Svaðastaði við Flæðagerði á Sauðárkróki. Umrætt svæði er skilgreint sem byggingarsvæði fyrir hesthús í vinnslutillögu nýs aðalskipulags.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 390. fundur - 03.11.2020

Erindi vísað frá 936 fundi byggðarráðs dags. 21.10.2020:
Lagt er fram bréf dagsett 9. október 2020 frá Þórarni Eymundssyni og Sigríði Gunnarsdóttur, Víkingi Gunnarssyni og Guðrúnu Stefánsdóttur, Kristínu Elfu Magnúsdóttur og Sigurpáli Þór Aðalsteinssyni, þar sem þau lýsa yfir áhuga á að sækja um lóðir og hefja byggingu á hesthúsum á svæðinu vestan við reiðhöllina Svaðastaði við Flæðagerði á Sauðárkróki. Umrætt svæði er skilgreint sem byggingarsvæði fyrir hesthús í vinnslutillögu nýs aðalskipulags. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, er gert ráð fyrir stækkun á svæði ÍÞ 4.4 til vesturs og þar með skapast svigrúm til hönnunar svæðis fyrir nýtt hesthúsahverfi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að hefja ferli við gerð deiliskipulags fyrir umrætt svæði og mun boða til fundar með hagsmunaaðilum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 408. fundur - 23.06.2021

Björn Magnús Árnason frá verkfræðistofunni Stoð ehf kynnti tillöguna. Einnig mættu á fundinn forsvarsmenn Hestamannafélagsins Skagfirðings.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í tillöguna.

Skipulags- og byggingarnefnd - 409. fundur - 28.07.2021

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Flæðagerðis sem gerir ráð fyrir alls 28 nýjum lóðum.
Í vinnslutillögu aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar er svæðið skilgreint sem ÍÞ-404 á þéttbýlisuppdrætti fyrir Sauðárkrók.
Í greinargerð kemur fram að svæði sé 33,4 ha, og að núverandi byggingarmagn sé 6.030 m² og leyfilegt byggingarmagn á gildistíma aðalskipulags sé 10.500 m².
Á skipulagsuppdrætti eru sýndar 54 lóðir, 22 hesthúsalóðir við Tjarnargerði, 26 hesthúsalóðir við Flæðigerði, 1 lóð fyrir dýraspítala, 1 fyrir dælustöð hitaveitu, 2 fyrir reiðhallir, 1 fyrir samkomuhús og 1 fyrir reiðgerði. Þá eru 3 byggingarreitir utan lóða fyrir dómhús.
Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 413. fundur - 18.08.2021

Visað frá 409. fundi skipulags- og byggingarnenfdar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Flæðagerðis sem gerir ráð fyrir alls 28 nýjum lóðum.
Í vinnslutillögu aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar er svæðið skilgreint sem ÍÞ-404 á þéttbýlisuppdrætti fyrir Sauðárkrók.
Í greinargerð kemur fram að svæði sé 33,4 ha, og að núverandi byggingarmagn sé 6.030 m² og leyfilegt byggingarmagn á gildistíma aðalskipulags sé 10.500 m².
Á skipulagsuppdrætti eru sýndar 54 lóðir, 22 hesthúsalóðir við Tjarnargerði, 26 hesthúsalóðir við Flæðigerði, 1 lóð fyrir dýraspítala, 1 fyrir dælustöð hitaveitu, 2 fyrir reiðhallir, 1 fyrir samkomuhús og 1 fyrir reiðgerði. Þá eru 3 byggingarreitir utan lóða fyrir dómhús.
Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Borið upp til afgreiðslu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir tillöguna, með níu atkvæðum, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Skipulags- og byggingarnefnd - 420. fundur - 16.12.2021

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag fyrir Flæðagerði.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 421. fundur - 22.12.2021

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna ásamt hönnuði úr innsendum athugasemdum í samræmi við ákvörðun nefndarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 424. fundur - 02.02.2022

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skipulagstillögunni til að koma á móts við innsendar athugasemdir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Flæðagerði, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 421. fundur - 09.02.2022

Vísað frá 424. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 2. febrúar 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skipulagstillögunni til að koma á móts við innsendar athugasemdir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Flæðagerði, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."

Sveitarstjórn Sveitarfélgsins Skagafjarðar, samþykkir með níu atkvæðum, framlagaða tillögu að Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna, og jafnframt að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 435. fundur - 23.05.2022

Í kjölfar umsagnar Skipulagsstofnunar voru gerðar breytingar á uppdrætti og greinargerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis hestamanna við Flæðagerði. Deiliskipulaginu áfangaskipt til samræmis við núgildandi aðalskipulagi.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðar breytingar og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og senda hana Skipulagsstofnun til umsagnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022

Vísað frá 435. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. maí til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Í kjölfar umsagnar Skipulagsstofnunar voru gerðar breytingar á uppdrætti og greinargerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis hestamanna við Flæðagerði. Deiliskipulaginu áfangaskipt til samræmis við núgildandi aðalskipulag.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagaðar breytingar og leggur til við sveitartjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og senda hana Skipulagsstofnun til umsagnar.

Framlagðar breytingar á deiliskipulagstillögunni bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum og að senda hana til umsagnar Skipulagsstofnunar.

Skipulagsnefnd - 29. fundur - 27.07.2023

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 365/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/365) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, með minniháttar lagfæringum, fyrir Íþróttasvæði á Flæðum á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 366/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/366) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Íþróttasvæði á Flæðum á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Byggðarráð Skagafjarðar - 57. fundur - 31.07.2023

2010120 - Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna
Vísað frá 29. fundi skipulagsnefndar frá 27. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 365/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/365) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, með minniháttar lagfæringum, fyrir Íþróttasvæði á Flæðum á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 366/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/366) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Íþróttasvæði á Flæðum á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."
Byggðaráð Skagafjarðar, samþykkir með þremur atkvæðum, framlagaða aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu, með minniháttar lagfæringum, fyrir Íþróttasvæði á Flæðum á Sauðárkróki og jafnframt að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar.