Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

420. fundur 16. desember 2021 kl. 14:00 - 16:30 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sveinstún

Málsnúmer 2105295Vakta málsnúmer

Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. kom og fór yfir núverandi stöðu í vinnu við deiliskipulag við Sveinstún á Sauðárkróki.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa og ráðgjafa frá Stoð að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræðu fundarins.

2.Árkíll 2 Deiliskipulag

Málsnúmer 2111140Vakta málsnúmer

Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. kom og fór yfir núverandi stöðu í vinnu við deiliskipulag við Árkíll 2 á Sauðárkróki. Um er að ræða skipulagsbreytingu vegna stækkunnar á byggingarreit vegna fyrirhugaðrar stækkunar á leikskólanum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

3.Skólagata L146652 - Innkeyrsla á lóð, lóðarframkvæmdir - dsk

Málsnúmer 2110124Vakta málsnúmer

Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. kom og fór yfir núverandi stöðu í vinnu við deiliskipulag við Skólagötu á Hofsós sem er tilkomið vegna fyrirhugaðra framkvæmda við leik- og grunnskólann á lóðinni.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa og ráðgjafa frá Stoð að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræðu fundarins.

4.Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna

Málsnúmer 2010120Vakta málsnúmer

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag fyrir Flæðagerði.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 16:30.