Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

150. fundur 09. júlí 2008 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Flæðagerði 7 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0807017Vakta málsnúmer

Flæðagerði 7 - Umsókn um byggingarleyfi. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar 5. mars og 25. apríl sl. þá meðal annars eftirfarandi bókað. "Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða skipulagsbreytingu. Afgreiðsla byggingarleyfis bíður þar til frágengnir aðaluppdrættir liggja fyrir." Í dag liggur fyrir byggingarleyfisumsókn Harðar Þórarinssonar kt. 140855-5109, móttekin af byggingarfulltrúa 1.7.2008. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofunni Húsagerð og Skipulag, Suðurlandsbraut 16, af Gunnari Einarssyni kt. 020550-2369 og eru þeir dagsettir 15.5.2008. Erindið samþykkt.

2.Flæðagerði 11 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0807018Vakta málsnúmer

Flæðagerði 11 - Umsókn um byggingarleyfi. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar 5. mars og 25. apríl sl. þá meðal annars eftirfarandi bókað. "Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða skipulagsbreytingu. Afgreiðsla byggingarleyfis bíður þar til frágengnir aðaluppdrættir liggja fyrir." Í dag liggur fyrir byggingarleyfisumsókn Einars Sigurjónssonar kt. 300653-3409, dagsett 12.2.2008. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofunni Húsagerð og Skipulag, Suðurlandsbraut 16, af Gunnari Einarssyni kt. 020550-2369 og eru þeir dagsettir 15.5.2008. Erindið samþykkt.

3.Skógargata 5 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0807006Vakta málsnúmer

Skógargata 5 - Umsókn um byggingarleyfi. Aðalsteinn Hákonarson kt. 100154-2699 og Sigurlína Hilmarsdóttir kt. 190454-7119 sækja með bréfi dagsettu 1. júlí sl. um leyfi til að endurreisa gróðurskála við húsið Skógargötu 5 á Sauðárkróki. Framlagðir uppdrættir gerðir af Hirti Ingasyni kt. 080352-3799 og eru þeir dagsettir 4.6.2008. Fyrir liggur umsögn Brunavarna dagsett 18.6.2008 og Húsafriðunarnefndar dagsett 16.6.2008. Erindið samþykkt.

4.Hof Höfðaströnd - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0807019Vakta málsnúmer

Hof Höfðaströnd (146539) - Umsókn um byggingarleyfi. Lilja Sigurlína Pálmadóttir kt. 101267-3859 fyrir hönd Hofstorfunnar slf. kt. 410703-3940 sækir með bréfi dagsettu 24. júní sl. um leyfi til að gera breytingar á íbúðarhúsi sem byggt var árið 1909 að Hofi á Höfðaströnd. Einnig sækir hún um að fá að rífa viðbyggingu við íbúðarhúsið sem byggð var árið 1956 og byggja í hennar stað nýja viðbyggingu samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum. Uppdrættirnir eru gerðir af Sigurði Pálma Ásbergssyni kt. 070259-3469 og eru þeir dagsettir 10.6.2008. Erindið samþykkt að fenginni skriflegri umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins.

5.Borgarfell lóð ( 215214) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805049Vakta málsnúmer

Borgarfell lóð ( 215214) - Umsókn um byggingarleyfi. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar 22. maí sl. Guðrún Brynja Guðsteinsdóttir kt. 081271-4459 og Gylfi Ingimarsson kt. 140370-5929 sækja með bréfi dagsettu 15. maí sl. um leyfi til að flytja og koma fyrir á lóðinni frístundahúsi. Húsið stendur í dag í landi Hóls í Sæmundarhlíð og hefur matshlutanúmerið 21 og fastanúmerið 224-2025. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og eru þeir dagsettir 24. maí 2008. Fyrir liggja umsagnir Brunavarna, dagsett 4.6.2008 og Skipulagsstofnunar dagsett 19.6.2008. Erindið samþykkt.

6.Starrastaðir land (216379) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805058Vakta málsnúmer

Starrastaðir land (216379) - Umsókn um byggingarleyfi. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar 22. maí sl. María Ingiríður Reykdal kt. 250258-4109 sækir með bréfi dagsettu 5. maí sl. um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á landinu. Framlagðir uppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt. 200857-5269, og eru þeir dagsettir 1. mars 2006. Fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar dagsett 19.6.2008. Erindið samþykkt.

7.Brekkutún 7 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0807020Vakta málsnúmer

Brekkutún 7 (143250) - Umsókn um byggingarleyfi. Guðmundur Brynjar Ólafsson kt.150562-3179, eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 7 við Brekkutún á Sauðárkróki, sækir með bréfi dagsettu 3.7.2008 um leyfi til að byggja verönd og skjólveggi á lóðinni. Einnig óskar hann heimildar til að staðsetja setlaug í veröndinni. Framlagðir uppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættirnir eru dagsettir 27.06.2008. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað. Erindið samþykkt.

8.Laugatún 11 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0807021Vakta málsnúmer

Laugatún 11 - Umsókn um byggingarleyfi. Magnús H Rögnvaldsson kt. 190852-3189, eigandi íbúðar í fjöleignahúsi með fastanúmerið 221-6411, sem stendur á lóðinni nr. 11 við Laugatún á Sauðárkróki, sækir með bréfi dagsettu 8.7.2008 um leyfi til að byggja verönd og skjólveggi á lóðinni. Einnig óskar hann heimildar til að byggja 9 m² garðhús á lóðinni. Framlagðir uppdrættir gerðir af honum sjálfum og eru þeir dagsettir 27.06.2008. Sigurlaug Pálsdóttir kt. 100634-3259 eigandi íbúðar með fastanúmerið 221-6410 samþykkir með undirskrift sinni á uppdrætti fyrirhugaða framkvæmd. Erindið samþykkt.

9.Vatn lóð - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0807022Vakta málsnúmer

Vatn lóð (212335) - Umsókn um byggingarleyfi. Páll Magnússon kt. 120371- 4289, eigandi lóðarinnar Vatn lóð landnúmer 212335, sækir með bréfi dagsettu 3.7.2008 um að fá að flytja frístundahús á lóðina. Húsið er byggt á lóð Menntaskólans á Ísafirði af nemendum skólans. Framlagðir uppdrættir gerðir á Tækniþjónustu Vestfjarða af Gísla Gunnlaugssyni kt 280554-2869 tæknifræðingi og eru þeir dagsettir 11.6.2008. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingar- og flutningsleyfi þegar tilskilin gögn byggingarfulltrúa Ísafjarðar hafa borist.

10.Norðurbrún 5, Varmahlíð – umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0801027Vakta málsnúmer

Norðurbrún 5, Varmahlíð (146120), – umsókn um byggingarleyfi. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar 9. janúar sl. Hörður Hjaltason kt. 230345-4659, eigandi íbúðarhúss, sem er á lóðinni nr. 5 við Norðurbrún í Varmahlíð, sækir með bréfi dagsettu 27. desember sl. um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni. Í dag liggja fyrir breyttir uppdrættir gerðir af Þráni V. Ragnarssyni verkfræðingi, dagsettir í nóvember 2007, breytt 5. júní og 7. júlí 2008. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á framangreinda breytingaruppdrætti.

11.Lindargata 3 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805078Vakta málsnúmer

Lindargata 3 (143579) - Umsókn um byggingarleyfi. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar 22. maí sl. Ágúst Andrésson kt. 110571-4889, fyrir hönd Norðar ehf. kt. 710305-0640, sækir um leyfi til að byggja við Lindargötu 3 á Sauðárkróki samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af Páli Björgvinssyni arkitekt og eru þeir dagsettir 15.5.2008. Viðbyggingin er 20 m² stækkun á eldhúsálmu vestur úr húsinu og er byggð upp í sama byggingarstíl og núverandi hús. Fyrir liggja umsagnir, Heilbrigðiseftirlits dags. 7.7.2008, Vinnueftirlits dags. 28.5.2008, Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 29.5.2008. Brunavarna, dagsett 4.6.2008. Erindið samþykkt.

12.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Umsókn um niðurrif.

Málsnúmer 0807015Vakta málsnúmer

Gönguskarðsárvirkjun (143907) - Umsókn um niðurrif mannvirkja. Tryggvi Ásgrímsson, fh. RARIK ohf. kt 520269-2669, sækir með bréfi dagsettu 7. júlí sl. um leyfi til að rífa aðrennslisstokk að stöðvarhúsi og tengd mannvirki þ.e. þrýstivatnsturn og lokuhús þar sem ljóst er að þessi mannvirki verða ekki meira notuð. Erindið samþykkt.

13.Fjarski ehf kt 5610003520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 0806057Vakta málsnúmer

Fjarski ehf. kt 56100-3520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Framkvæmdaleyfisumsókn. Fjarski ehf. kt.561000-3520, Tangarhöfða 7, Reykjavík áætlar að leggja ljósleiðarastreng frá Blöndustöð að tengivirki ofan við Varmahlíð í sumar. Áætluð lagnaleið kemur fram á uppdrætti sem móttekinn er hjá skipulags- og byggingarfulltrúa 4. júlí sl. Strengurinn verður að mestu plægður beint í jörðu. Í umsókninni kemur fram að fullt samráð verði haft við landeigendur og óskað verður eftir samþykki þeirra fyrir lögninni. Óskað er eftir samþykki Sveitarfélags Skagafjarðar varðandi framkvæmdina. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda framkvæmd enda verði samþykkis landeigenda og Vegagerðar leitað og skriflegum svörum þeirra komið til skipulags- og byggingarnefndar áður en framkvæmd hefst. Þá verði skilað inn hnitsettum uppdrætti að framkvæmd lokinni er sýni lagnaleiðina.

14.Tunguhlíð land 192709 - Umsókn um nafnleyfi.

Málsnúmer 0806075Vakta málsnúmer

Tunguhlíð land 192709 - Umsókn um nafnleyfi.
Gunnar Valgarðsson kt. 270761-2759, þinglýstur eigandi lóðar með landnúmerið 192709 úr landi Tunguhlíðar í Tungusveit í Skagafirði, óskar heimildar skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að nefna lóðina og frístundahúsið, sem á lóðinni stendur, Efrakot. Erindið samþykkt.

15.Iðutún 20 - lóð skilað

Málsnúmer 0807023Vakta málsnúmer

Iðutún 20 - lóð skilað.
Steina Margrét Lazar Finnsdóttir óskar eftir að skila inn lóðinni Iðutún 20, Sauðárkróki. Lóðinni var úthlutað á fundi þann 14. ágúst 2007. Erindið samþykkt.

16.Lýtingsstaðir (146202) - Umsögn vegna rekstrarleyfis.

Málsnúmer 0807025Vakta málsnúmer

Lýtingsstaðir (146202) - Umsögn vegna rekstrarleyfis.
Lýtingsstaðir - umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 25. júní sl., um umsögn Skipulags-og byggingarnefndar vegna umsóknar Evelyn Kuhne um endurnýjun á rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki III að Lýtingsstöðum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fundi slitið.