Fara í efni

Flæðagerði 7 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0807017

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 141. fundur - 05.03.2008

Flæðagerði 7 ? fyrirspurn.  Hörður Þórarinsson kt 140855-5109 leggur fram fyrirspurn dagsetta 12. febrúar sl. þar sem hann óskar eftir að fá að byggja við hesthús sem stendur á  lóðinni nr. 7 við Flæðagerði á Sauðárkróki. Erindinu fylgja ekki uppdrættir, en vísað er til uppdrátta sem lagðir hafa verið fram með umsókn fyrir Flæðagerði 11. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna hjá hlutaðeigandi hagsmunaaðilum á svæðinu

Skipulags- og byggingarnefnd - 150. fundur - 09.07.2008

Flæðagerði 7 - Umsókn um byggingarleyfi. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar 5. mars og 25. apríl sl. þá meðal annars eftirfarandi bókað. "Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða skipulagsbreytingu. Afgreiðsla byggingarleyfis bíður þar til frágengnir aðaluppdrættir liggja fyrir." Í dag liggur fyrir byggingarleyfisumsókn Harðar Þórarinssonar kt. 140855-5109, móttekin af byggingarfulltrúa 1.7.2008. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofunni Húsagerð og Skipulag, Suðurlandsbraut 16, af Gunnari Einarssyni kt. 020550-2369 og eru þeir dagsettir 15.5.2008. Erindið samþykkt.