Fara í efni

Lindargata 3 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805078

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 147. fundur - 22.05.2008

Ágúst Andrésson kt. 110571-4889 fyrir hönd Norðar ehf. kt. 710305-0640 sækir um leyfi til að byggja við Lindargötu 3 á Sauðárkróki samkvæmt meðfylgjandi gögnum sem unnin eru af Páli Björgvinssyni arkitekt. Viðbyggingin er 20 m² stækkun á eldhúsálmu vestur úr húsinu og er byggð upp í sama byggingarstíl og núverandi hús. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Afgreiðslu frestað þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd - 150. fundur - 09.07.2008

Lindargata 3 (143579) - Umsókn um byggingarleyfi. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar 22. maí sl. Ágúst Andrésson kt. 110571-4889, fyrir hönd Norðar ehf. kt. 710305-0640, sækir um leyfi til að byggja við Lindargötu 3 á Sauðárkróki samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af Páli Björgvinssyni arkitekt og eru þeir dagsettir 15.5.2008. Viðbyggingin er 20 m² stækkun á eldhúsálmu vestur úr húsinu og er byggð upp í sama byggingarstíl og núverandi hús. Fyrir liggja umsagnir, Heilbrigðiseftirlits dags. 7.7.2008, Vinnueftirlits dags. 28.5.2008, Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 29.5.2008. Brunavarna, dagsett 4.6.2008. Erindið samþykkt.