Fara í efni

Starrastaðir land (216379) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805058

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 147. fundur - 22.05.2008

Starrastaðir í Skagafirði – umsókn um byggingarleyfi. María Ingiríður Reykdal kt. 250258-4109, eigandi 8.400,0 m² landspildu, sem fengið hefur landnúmerið 216379 og verið er að skipta út úr jörðinni Starrastöðum í Skagafirði, landnúmer 146225, sækir um með bréfi dagsettu 5. maí sl. heimild Skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að fá samþykktan byggingarreit á framangreindri spildu á grundvelli 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga, samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af Valgeiri M. Valgeirssyni og Guðrúnu Á Jónsdóttur. Uppdrættirnir eru í mælikvarða 1:50000, 1:2000 og 1:1000. Einnig sótt um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi samkvæmt framlögðum uppdráttum sem gerðir eru af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt. 200857-5269, og eru þeir dagsettir 1. mars 2006.Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.

Skipulags- og byggingarnefnd - 150. fundur - 09.07.2008

Starrastaðir land (216379) - Umsókn um byggingarleyfi. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar 22. maí sl. María Ingiríður Reykdal kt. 250258-4109 sækir með bréfi dagsettu 5. maí sl. um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á landinu. Framlagðir uppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt. 200857-5269, og eru þeir dagsettir 1. mars 2006. Fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar dagsett 19.6.2008. Erindið samþykkt.

Skipulags- og byggingarnefnd - 176. fundur - 27.05.2009

Starrastaðir land (216379) - Umsókn um byggingarleyfi. Linda Hlín Sigbjörnsdóttir kt. 0409633329 þinglýstur eigandi lóðarinnar Laugamels landnúmer 216379 í landi Starrastaða í Skagafirði, landnúmer 146225, sækir með bréfi dagsettu 11. maí sl. um breytingar á áður samþykktum uppdráttum. Breyttir aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt, 200857-5269, og eru þeir dagsettir 1. mars 2006, breytt 08.05 2009. Breytingin er að útveggir verða steyptir. Erindið samþykkt.