Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

343. fundur 18. mars 2019 kl. 16:00 - 17:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Alex Már Sigurbjörnsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hofsstaðir lóð I og Hofsstaðir lóð II - umsókn um stækkun lóða

Málsnúmer 1902119Vakta málsnúmer

Bessi Vésteinsson kt. 120970-3059, Guðrún Margrét Sigurðardóttir kt. 050668-4369 og Þórólfur Sigjónsson kt. 270165-4359 sækja, fyrir hönd Hofsstaða ehf. kt. 690307-1110, eiganda jarðar Hofsstaða (landnr. 146408), Selsbursta ehf. kt. 411298-2219, eiganda viðskipta- og þjónustulóðanna Hofsstaðir lóð 1 (landnr. 219174) og Hofsstaða lóð II (landnr. 221579) um heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar að stækka framangreindar lóðir.
Framlagður yfirlits/afstöðuuppdráttur og hnitaskrá gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu dags.7.febrúar 2019. Uppdrátturinn er í verki númer 706704, nr. S-01. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Hofsstaðir lóð 1 (landnr. 219174) er 13.013,5 m², verður 25.981,7 m² eftir stækkun.
Inan lóðarinnar standa, 337m² Gistihús og 113 m² Veitingahús.

Hofsstaða lóð II (landnr. 221579) er 7.534 m², verður 13.450 m² eftir stækkun.
Inan lóðarinnar stendur 170 m² Gistihús.

Óskað er eftir að lóðin Hofsstaðir, lóð 1 fái nafnið Hofsstaðir I, og lóðin Hofsstaðir, lóð II fái nafnið Hofsstaðir II.

Lögbýlaréttur skal fylgja landi Hofsstaða (landnr. 146408).

2.Áshildarholt 145917 - umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1903033Vakta málsnúmer

Eygló Gunnlaugsdóttir kt. 050288-2699 og Reynir Ásberg Jónmundsson kt. 300881-3009 Áshildarholti sækja um heimild til að stofna byggingarreit fyrir vélageymslu á landi jarðarinnar. Meðfylgjandi afstöðumynd gerð hjá Stoð ehf. af Þórði Karli Gunnarssyni. Númer uppdráttar er S-01, verknúmer 71365. Dagsetning uppdráttar 18. febrúar 2019. Fyrir liggur umsögn minjavarðar. Erindið samþykkt.

3.Gautastaðir 146797 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1902213Vakta málsnúmer

Birgir Gunnarsson kt. 050263-5419 sækir um heimild til að stofna byggingarreit fyrir frístundahús á landi eyðijarðarinnar Gautastaða (146797), Stíflu í Fljótum. Meðfylgjandi afstöðumynd gerð hjá Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er 01, verknúmer 784901. Dagsetning uppdráttar 29. janúar 2019. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.

4.Suðurbraut 9 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1903040Vakta málsnúmer

Guðlaugur Pálsson verkefnastjóri framkvæmdadeildar N1 hf. kt 540206-2010 óskar eftir, fyrir hönd N1, heimild til að setja niður olíuskilju við eldsneytisafgreiðslustöð N1 við Suðurbraut í Hofsósi. Meðfylgjandi uppdrættir frá Verkhof ehf dagsettir 28. febrúar 2019 gera nánari grein fyrir erindinu. Fyrir liggur umsögn heilbrigðisfulltrúa. Erindið samþykkt.

5.Borgarflöt 29 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1901272Vakta málsnúmer

Á 339. fundi Skipulags og byggingarnefndar þann 31. janúar sl. var Þresti I. Jónssyni kt. 030371-3699 og Ólafi B. Stefánssyni kt. 050371-5579 úthlutuð lóðin Borgarflöt 29 á Sauðárkróki. Með bréfi dagsettu 14. mars sl. óska hlutaðeigandi eftir að fyrirtækið Þ Jónsson kt. 410708-0270 verði skráður lóðarhafi í stað þeirra Þrastar og Ólafs Stefanssonar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

6.Strenglögn Hegranes-Viðvíkursveit - RARIK

Málsnúmer 1903129Vakta málsnúmer

Rögnvaldur Guðmundsson hjá rekstrarsviði RARIK á Norðurlandi óskar fh. RARIK heimildar til að leggja 12kV streng í Skagafirði þ.e. Hegranes og Viðurvíkursveit, samkvæmt nánari skýringum á meðfylgjandi uppdráttum frá RARIK.
Áætlaður framkvæmdatími verksins er nú í sumar 2019. Um er að ræða 12Kv dreifistreng ásamt lágspennustrengjum / heimtaugum. Strenglögnin verður framkvæmd s.k.v. reglum RARIK um lagningu jarðstrengja. Fyrir liggur að óskað hefur verið heimilda landeigenda og hlutaðeigandi umsagnaraðila. Óskað er eftir ítarlegri gögnum og skýringum.

7.Aðalgata 7 - Sótt um breytingu á rekstrarleyfi

Málsnúmer 1903117Vakta málsnúmer

Með umsókn dags. 11.03.2019 til Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, sótti Tómas Árdal kt. 210959-5489, Lerkihlíð 6 550 Sauðárkrókur, f.h. Stá ehf kt.520997-2029, um breytingu á gildandi rekstrarleyfi, vegna Aðalgötu 7 á Sauðárkróki. Staðurinn er með veitingaleyfi í flokki III og óskar eftir að fara í gistileyfi í flokki V.

8.Birkihlíð 10 - Umsókn um breikkun innkeyrslu og bílastæði

Málsnúmer 1901067Vakta málsnúmer

Ragnar Helgasom Birkihlíð 10 óskar eftir heimild til að fjölga bílastæðum við Birkihlíð 10, ásamt því að breikka innkeyrslu. Óskað er eftir því að fá að gera bílastæði bæði norðan og sunnan megin við innkeyrslu að húsinu ásamt því að breikka innkeyrsluna. Samþykkt að heimila breikkun innkeyrslu sem nemur breidd íbúðarhússins.

9.Hofsós - Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 1701130Vakta málsnúmer

Tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir afmarkað svæði á Hofsósi, byggðakjarnana, Plássið og Sandurinn er í íbúakynningu til 12. apríl nk. Stefnt að því að halda opinn kynningarfund á Hofasósi þriðjudaginn 2. apríl kl. 20.

10.Borgarteigur 1 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1805218Vakta málsnúmer

Á 323. fundi Skipulags og byggingarnefndar þann 5. júní 2018 var Páli Sighvatssyni kt. 260265-3189 úthlutað lóðin Borgartigur 1 á Sauðárkróki. Með bréfi dagsettu 14. mars sl. skilar Páll inn lóðinni.
Með erindi Páls er ný lóðarumsókn þar sem Páll Sighvatsson fh Hásteina ehf, kt. 601293-2189, Ásmundur og Friðrik Pálmasynir fh. Svarðarhóls ehf., kt. 550708-1320 og Magnús Ingvarsson kt. 171160-3249 sækja sameiginlega um lóðina.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Fundi slitið - kl. 17:15.