Fara í efni

Strenglögn Hegranes-Viðvíkursveit - RARIK

Málsnúmer 1903129

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 343. fundur - 18.03.2019

Rögnvaldur Guðmundsson hjá rekstrarsviði RARIK á Norðurlandi óskar fh. RARIK heimildar til að leggja 12kV streng í Skagafirði þ.e. Hegranes og Viðurvíkursveit, samkvæmt nánari skýringum á meðfylgjandi uppdráttum frá RARIK.
Áætlaður framkvæmdatími verksins er nú í sumar 2019. Um er að ræða 12Kv dreifistreng ásamt lágspennustrengjum / heimtaugum. Strenglögnin verður framkvæmd s.k.v. reglum RARIK um lagningu jarðstrengja. Fyrir liggur að óskað hefur verið heimilda landeigenda og hlutaðeigandi umsagnaraðila. Óskað er eftir ítarlegri gögnum og skýringum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 345. fundur - 01.04.2019

Rögnvaldur Guðmundsson hjá rekstrarsviði RARIK á Norðurlandi óskar fh. RARIK heimildar til að leggja 12kV streng í Skagafirði þ.e. Hegranes og Viðurvíkursveit, samkvæmt nánari skýringum á meðfylgjandi uppdráttum frá RARIK.
Áætlaður framkvæmdatími verksins er 2019. Um er að ræða 12Kv dreifistreng ásamt lágspennustrengjum / heimtaugum. Strenglögnin verður framkvæmd skv. reglum RARIK um lagningu jarðstrengja. Fyrir liggur að óskað hefur verið heimilda landeigenda og hlutaðeigandi umsagnaraðila. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.