Fara í efni

Borgarflöt 29 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1901272

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 339. fundur - 31.01.2019

Þröstur I. Jónsson kt 030371-3699 og Ólafur Björn Stefánsson kt 050371-5579 sækja um lóðina Borgarflöt 29 á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að byggja, í áföngum, 560 fermetra iðnaðar og athafnahús á lóðinni. Samþykkt að úthluta lóðinni.

Skipulags- og byggingarnefnd - 343. fundur - 18.03.2019

Á 339. fundi Skipulags og byggingarnefndar þann 31. janúar sl. var Þresti I. Jónssyni kt. 030371-3699 og Ólafi B. Stefánssyni kt. 050371-5579 úthlutuð lóðin Borgarflöt 29 á Sauðárkróki. Með bréfi dagsettu 14. mars sl. óska hlutaðeigandi eftir að fyrirtækið Þ Jónsson kt. 410708-0270 verði skráður lóðarhafi í stað þeirra Þrastar og Ólafs Stefanssonar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Skipulagsnefnd - 15. fundur - 15.12.2022

Í bréfi skipulagsfulltrúa til lóðarhafa, framangreindrar lóðar dags. 28.10.2022, sem er fyrirliggjandi á fundinum, var boðað að úthlutun lóðarinnar yrði felld niður komi ekki fram andmæli og tímasett áætlun, innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins, um úrbætur á vanrækslu á að sækja um byggingarleyfi og hefja framkvæmdir á lóðinni. Skipulagsfulltrúi greinir frá samskiptum við lóðarhafa sem hafi óskað eftir frekari frestum, til 09.12. 2022, til þess að koma fram með umædda tímasetta áætlun. Þeim frestum hafi skipulagsfulltrúi hafnað en ítrekað við lóðarhafa mikilvægi þess að umrædd tímasett áætlun yrði lögð fram innan tilskilins frests. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir um að leggja fram umbeðna tímasetta áætlun hafi lóðarhafi ekki verið orðið við þeim.
Þar sem andmæli eru ekki komin fram sem breyta áðurgreindri fyrirætlan að fella niður umrædda úthlutun ákveður skipulagsnefnd, með vísan til greinar 10.4 í reglum um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu, að fella niður úthlutun lóðarinnar Borgarflöt 29. Fellur byggingarréttur lóðarinnar aftur til sveitarfélgsins við staðfestingu sveitarstjórnar á þessari ákvörðun. Jafnframt ákveður skipulagsnefnd m.v.t. 1. gr. framangreindra úthlutunarreglna að umræddri lóð skuli, við fyrstu hentugleika, ráðstafað með almennum hætti. Skuli skipulagsfulltrúi því auglýsa lóðina sem fyrst á nýju ári. Komi fram fleiri en ein umsókn í lóðina innan þess tveggja vikna frests sem um ræðir í grein 2.1 í reglunum skuli haft samráð við nefndina um hvort hún setji ítarlegri ákvæði eða skilmála við úthlutun lóðarinnar, sbr. gr. 2.5 í reglunum.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 9. fundur - 18.01.2023

Vísað frá 15. fundi skipulagsnefndar frá 15. desember 2022, til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað.

"Í bréfi skipulagsfulltrúa til lóðarhafa, framangreindrar lóðar dags. 28.10.2022, sem er fyrirliggjandi á fundinum, var boðað að úthlutun lóðarinnar yrði felld niður komi ekki fram andmæli og tímasett áætlun, innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins, um úrbætur á vanrækslu á að sækja um byggingarleyfi og hefja framkvæmdir á lóðinni. Skipulagsfulltrúi greinir frá samskiptum við lóðarhafa sem hafi óskað eftir frekari frestum, til 09.12. 2022, til þess að koma fram með umædda tímasetta áætlun. Þeim frestum hafi skipulagsfulltrúi hafnað en ítrekað við lóðarhafa mikilvægi þess að umrædd tímasett áætlun yrði lögð fram innan tilskilins frests. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir um að leggja fram umbeðna tímasetta áætlun hafi lóðarhafi ekki verið orðið við þeim.
Þar sem andmæli eru ekki komin fram sem breyta áðurgreindri fyrirætlan að fella niður umrædda úthlutun ákveður skipulagsnefnd, með vísan til greinar 10.4 í reglum um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu, að fella niður úthlutun lóðarinnar Borgarflöt 29. Fellur byggingarréttur lóðarinnar aftur til sveitarfélgsins við staðfestingu sveitarstjórnar á þessari ákvörðun. Jafnframt ákveður skipulagsnefnd m.v.t. 1. gr. framangreindra úthlutunarreglna að umræddri lóð skuli, við fyrstu hentugleika, ráðstafað með almennum hætti. Skuli skipulagsfulltrúi því auglýsa lóðina sem fyrst á nýju ári. Komi fram fleiri en ein umsókn í lóðina innan þess tveggja vikna frests sem um ræðir í grein 2.1 í reglunum skuli haft samráð við nefndina um hvort hún setji ítarlegri ákvæði eða skilmála við úthlutun lóðarinnar, sbr. gr. 2.5 í reglunum.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.