Fara í efni

Hofsós - Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 1701130

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 297. fundur - 16.01.2017

Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna kvosarinnar í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna. Fulltrúar Minjastofnunar, Þór, Guðmundur og Magnús komu til fundar við Skipulags- og byggingarnefnd og kynntu nefndarmönnum næstu skref í verkinu.

Skipulags- og byggingarnefnd - 298. fundur - 01.02.2017

Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna kvosarinnar í Hofsósi. Samþykkt að breyta afmörkun verndarsvæðisins til samræmis við deiliskipulag svæðisins frá árinu 2000.

Skipulags- og byggingarnefnd - 322. fundur - 11.05.2018

Á fundin komu Sólborg Una Pálsdóttir og Sólveig Olga Sigurðardóttir og fóru yfir stöðu verkefnisins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 328. fundur - 04.09.2018

Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna gamla bæjarhlutans í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna.Verksamningur var undirritaður 25. nóvember 2016. Farið yfir stöðu verkefnisins.



Skipulags- og byggingarnefnd - 329. fundur - 12.09.2018

Farið yfir stöðu verkefnisins og íbúafund sem haldinn verður á Hofsósi nk mánudag 17 september kl 17.

Skipulags- og byggingarnefnd - 331. fundur - 26.09.2018

Farið yfir verkefnið og niðurstöður íbúafundar sem haldinn var á Hofsósi mánudaginn 17. september sl.

Skipulags- og byggingarnefnd - 332. fundur - 24.10.2018

Fyrir fundinum liggur tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir elsta byggðarkjarna í Hofsósi „Plássið og Sandinn.“ Með þessari tillögu er markmiðið að festa verndun svæðisins í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging svæðisins taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir.
Tillagan skiptist í sex meginkafla. 1) inngang 2) lýsingu 3) greiningu 4) varðveislumat 5) verndarflokkun og 6) verndun og uppbyggingu.
í 6. kaflanum verndun og uppbygging eru greindir möguleikar til uppbyggingar og settir skilmálar fyrir verndarsvæðið. Skilmálar lagðir fram til kynningar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 335. fundur - 05.12.2018

Fyrir fundinum liggur tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir afmarkað svæði á Hofsósi. Lagt er til að byggðakjarnarnir, Plássið og Sandurinn, verði gerðir að verndarsvæði í byggð samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og reglugerð nr. 575/2016. Í lögunum er verndarsvæði í byggð skilgreint sem „Afmörkuð byggð með varðveislugildi sem nýtur verndar samkvæmt ákvörðun ráðherra á grundvelli laga þessara.“
Með þessari tillögu er markmiðið að festa verndun svæðisins í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging svæðisins taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir. Tillagan skiptist í sex meginkafla 1)afmörkun og inngang 2) lýsingu 3) greiningu 4) varðveislumat og verndarflokkun 5) verndun og uppbyggingu 6) Verndarsvæði og skipulag. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu til íbúakynningar

Skipulags- og byggingarnefnd - 343. fundur - 18.03.2019

Tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir afmarkað svæði á Hofsósi, byggðakjarnana, Plássið og Sandurinn er í íbúakynningu til 12. apríl nk. Stefnt að því að halda opinn kynningarfund á Hofasósi þriðjudaginn 2. apríl kl. 20.

Skipulags- og byggingarnefnd - 348. fundur - 17.05.2019

Tillaga að verndarsvæði í byggð, bæjarkjarnarnir Plássið og Sandurinn á Hofsósi, ásamt greinargerð var auglýst í samræmi við 5. grein laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Auglýsingartími var frá 1. mars 2019 til og með 12. apríl 2019.
Svæðið sem um ræðir er hluti elstu byggðarinnar á Hofsósi og býr yfir merkilegri sögu lítils þorps sem hafði stórt hlutverk í verslunarsögu Skagafjarðar. Jafnframt er þar að finna elstu húsin á Hofsósi.
Með þessari tillögu vill Sveitarféalgið Skagafjörður festa verndun þessa mikilvæga bæjarhluta í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að verndarsvæði í byggð verði samþykkt og send mennta- og menningarmálaráðherra í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 384. fundur - 29.05.2019

Vísað frá 248.fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 17. maí 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Tillaga að verndarsvæði í byggð, bæjarkjarnarnir Plássið og Sandurinn á Hofsósi, ásamt greinargerð var auglýst í samræmi vjob 2019 til og með 12. apríl 2019. Svæðið sem um ræðir er hluti elstu byggðarinnar á Hofsósi og býr yfir merkilegri sögu lítils þorps sem hafði stórt hlutverk í verslunarsögu Skagafjarðar. Jafnframt er þar að finna elstu húsin á Hofsósi. Með þessari tillögu vill Sveitarfélagið Skagafjörður festa verndun þessa mikilvæga bæjarhluta í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að verndarsvæði í byggð verði samþykkt og send mennta- og menningarmálaráðherra í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

Framlögð tillaga um verndarsvæði í byggð, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Jafnframt samþykktir sveitarstjórn að tillagan verði send mennta- og menningarmálaráðherra í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.