Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

323. fundur 05. júní 2018 kl. 14:00 - 15:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Gísli Sigurðsson varam.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður embættis skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Eyrartún 1 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1805100Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Skaptadóttir kt. 010591-3339 og Valgarður Einarsson kt. 010890-3069 óska eftir að fá úthlutað lóðinni Eyrartún 1 á Sauðárkróki fyrir einbýlishús. Samþykkt að úthluta umsækjendum lóðinni.

2.Eyrartún 3 - Umsókn um lóð.

Málsnúmer 1805070Vakta málsnúmer

Brynjar Örn Guðmundsson kt.050591-3019 og Þórey Elsa Valborgardóttir kt. 240590-3369 sækja um einbýlishúsalóðina númer 3 við Eyrartún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta umsækjendum lóðinni.

3.Iðutún 17 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1805075Vakta málsnúmer

Víkingur Gunnarsson kt. 210363-2639 og Guðrún J. Stefánsdóttir kt. 200667-4179 sækja um einbýlishúsalóðina númer 17 við Iðutún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta umsækjendum lóðinni.

4.Flæðagerði 23 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1805146Vakta málsnúmer

Ragnar Pálsson kt. 100872-3829 Sækir um lóðina nr. 23 við Flæðagerði á Sauðárkróki fyrir hesthús. Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni.

5.Borgarteigur 1 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1805218Vakta málsnúmer

Páll Sighvatsson kt. 260265-3189 sækir um að fá úthlutað lóðinni Borgarteigur 1 á Sauðárkróki. Lóðin er á skilgreindu athafnasvæði samkvæmt aðalskipulagi. Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni.

6.Víðihlíð 4 - Umsókn um breikkun innkeyrslu, bílastæði og stoðvegg

Málsnúmer 1805092Vakta málsnúmer

Hanna Dóra Björnsdóttir og Einar Andri Gíslason Víðihlíð 4 á Sauðárkróki óska eftir leyfi skipulags- og byggingaryfirvalda Skagafjarðar fyrir eftirfarandi breytingum: Breikka innkeyrslu lóðarinnar Víðihlíð 4 um 3 metra til suðurs yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Gera bílastæði fyrir einn bíl framan við lóðina,4,5 metra til norðurs frá innkeyrslustút,yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Byggja stoðvegg að hluta á lóðarmörkum suðurhliðar meðfram göngustíg og inn að bílskúr. Meðfylgjandi gögn, dagsett 11. maí 2018 gera nánari grein fyrir málinu. Skipulags-og byggingarnefnd hafnar breikkun innkeyrslu til suðurs um 3 metra. Nefndin samþykkir byggingu fyrirh. stoðveggjar. Einnig samþykkir nefndin að umsækjendur geri bílastæði fyrir einn bíl framan við lóðina, 4,5 metra til norðurs frá innkeyrslustút, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins með þeim skilmálum að framkvæmdin og viðhald verði kostað af umsækjendum og unnin í samráði við tæknideild sveitarfélagsins.

7.Breiðargerði 146154 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt

Málsnúmer 1802250Vakta málsnúmer

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir kt. 060488-3129 eigandi lögbýlisins Breiðagerði, landnúmer 146154, óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 47,9 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Í umsókn kemur m.a fram að skógræktarsvæðið er í um 180 - 260 m hæð. Stærstur hluti svæðið einkennist af malar og klappar ásum með mólendi. Raflínur liggja yfir svæðið. Ekki verður gróðursett nær ysta streng en 3 m. Ekki verða gróðursett tré eða runnar nær raflínu en svo að fullvaxið geti tréð fallið á raflínu. Ekki verður gróðursett yfir vegslóða sem liggur í gegn um landi að er m.a aðkomuleið að fjallaskálanum Skiptabakka.
Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.

8.Sauðárkrókshöfn - dýpkun 2018 - umsögn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 1804066Vakta málsnúmer

Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í Sauðárkrókshöfn
Annars vegar er um að ræða snúningshring innan hafnarinnar og hinsvegar dýpkun við enda sandfangara. Samtals er um að ræða 61 þúsund rúmmetra efnisdýpkun. Af því eru um 14 þúsund rúmmetrar notaðir í landfyllingu á hafnarsvæðinu en um 47 þúsund rúmmetrum verður fargað á áður notaðan förgunarstað í hafinu. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.

9.Skúfsstaðir 146486 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1803262Vakta málsnúmer

Þorsteinn Axelsson kt. 020268-5499, þinglýstur eigandi Skúfsstaða, (landnr. 146486) óskar eftir leyfi til að stofna byggingarreit fyrir fjós á jörðinni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7031, dags. 27. mars 2018. Fyrirliggjandi er umsókn Minjavarðar Norðurlands vestra dagsett 9. apríl 2018. Erindið samþykkt.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 69

Málsnúmer 1805012FVakta málsnúmer

69. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.