Fara í efni

Víðihlíð 4 - Umsókn um breikkun innkeyrslu, bílastæði og stoðvegg

Málsnúmer 1805092

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 323. fundur - 05.06.2018

Hanna Dóra Björnsdóttir og Einar Andri Gíslason Víðihlíð 4 á Sauðárkróki óska eftir leyfi skipulags- og byggingaryfirvalda Skagafjarðar fyrir eftirfarandi breytingum: Breikka innkeyrslu lóðarinnar Víðihlíð 4 um 3 metra til suðurs yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Gera bílastæði fyrir einn bíl framan við lóðina,4,5 metra til norðurs frá innkeyrslustút,yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Byggja stoðvegg að hluta á lóðarmörkum suðurhliðar meðfram göngustíg og inn að bílskúr. Meðfylgjandi gögn, dagsett 11. maí 2018 gera nánari grein fyrir málinu. Skipulags-og byggingarnefnd hafnar breikkun innkeyrslu til suðurs um 3 metra. Nefndin samþykkir byggingu fyrirh. stoðveggjar. Einnig samþykkir nefndin að umsækjendur geri bílastæði fyrir einn bíl framan við lóðina, 4,5 metra til norðurs frá innkeyrslustút, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins með þeim skilmálum að framkvæmdin og viðhald verði kostað af umsækjendum og unnin í samráði við tæknideild sveitarfélagsins.