Fara í efni

Breiðargerði 146154 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt

Málsnúmer 1802250

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 323. fundur - 05.06.2018

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir kt. 060488-3129 eigandi lögbýlisins Breiðagerði, landnúmer 146154, óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 47,9 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Í umsókn kemur m.a fram að skógræktarsvæðið er í um 180 - 260 m hæð. Stærstur hluti svæðið einkennist af malar og klappar ásum með mólendi. Raflínur liggja yfir svæðið. Ekki verður gróðursett nær ysta streng en 3 m. Ekki verða gróðursett tré eða runnar nær raflínu en svo að fullvaxið geti tréð fallið á raflínu. Ekki verður gróðursett yfir vegslóða sem liggur í gegn um landi að er m.a aðkomuleið að fjallaskálanum Skiptabakka.
Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 369. fundur - 06.06.2018

Vísað frá 363. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir kt. 060488-3129 eigandi lögbýlisins Breiðagerði, landnúmer 146154, óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 47,9 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Í umsókn kemur m.a fram að skógræktarsvæðið er í um 180 - 260 m hæð. Stærstur hluti svæðið einkennist af malar og klappar ásum með mólendi. Raflínur liggja yfir svæðið. Ekki verður gróðursett nær ysta streng en 3 m. Ekki verða gróðursett tré eða runnar nær raflínu en svo að fullvaxið geti tréð fallið á raflínu. Ekki verður gróðursett yfir vegslóða sem liggur í gegn um landi og er m.a aðkomuleið að fjallaskálanum Skiptabakka. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.

Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.