Fara í efni

Sauðárkrókshöfn - dýpkun 2018 - umsögn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 1804066

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 323. fundur - 05.06.2018

Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í Sauðárkrókshöfn
Annars vegar er um að ræða snúningshring innan hafnarinnar og hinsvegar dýpkun við enda sandfangara. Samtals er um að ræða 61 þúsund rúmmetra efnisdýpkun. Af því eru um 14 þúsund rúmmetrar notaðir í landfyllingu á hafnarsvæðinu en um 47 þúsund rúmmetrum verður fargað á áður notaðan förgunarstað í hafinu. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 369. fundur - 06.06.2018

Vísað frá 323. fundi skipulags-og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna frirhugaðrar dýpkunar í Sauðárkrókshöfn
Annars vegar er um að ræða snúningshring innan hafnarinnar og hinsvegar dýpkun við enda sandfangara. Samtals er um að ræða 61 þúsund rúmmetra efnisdýpkun. Af því eru um 14 þúsund rúmmetrar notaðir í landfyllingu á hafnarsvæðinu en um 47 þúsund rúmmetrum verður fargað á áður notaðan förgunarstað í hafinu. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.

Ósk um framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.