Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

286. fundur 06. maí 2016 kl. 13:00 - 14:00 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varam.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varam.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sólvangur 146579 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1604208Vakta málsnúmer

Halldóra Magnúsdóttir kt. 021041-2899 og Hartmann Páll Magnússon kt. 290744-7259, þinglýstir eigendur jarðarinnar Sólvangur landnúmer 146579, sækja um leyfi til að skipta landspildu úr landi jarðarinnar. Sótt er um að heiti útskiptu landspildunnar verði Sólvangur land. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Númer uppdráttar er S-01 í verki númer 7759, dagsettur 20. apríl 2016. Einnig óska umsækjendur eftir því að útskipta spildan verði leist úr landbúnaðarnotum. Hlunnindi jarðarinnar fylgja áfram jörðinni Sólvangur, landnr. 146579. Þá óska umsækjendur eftir því að skipulagsyfirvöld staðfesti landamerki jarðarinnar Sólvangs (146579) að jörðunum, Brekkukot (146510) Ósland (146578) og Ósland land (216119).
Fylgjandi umsókn er yfirlýsing um ágreiningslaus landamerki undirrituð af hlutaðeigandi. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

2.Hlíðarendi - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1604141Vakta málsnúmer

Jón Einar Kjartansson kt. 311068-5209 þinglýstur eigandi jarðarinnar Hlíðarendi landnúmer 146537, Óslandshlíð í Skagafirði, sækir um leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar. Sótt er um að heiti útskiptu spildunnar verði Hlíðarendi lóð 1. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 72061, dagsettur 14. apríl 2016. Innan lóðarinnar standa, íbúðarhús með matsnúmer 214-3175 og bílskúr með matsnúmer 232-5888. Einnig óska umsækjendur eftir því að útskipta spildan verði leist úr landbúnaðarnotum. Fram kemur í umsókn að öll hlunnindi jarðarinnar ásamt lögbýlarétti fylgi áfram jörðinni Hlíðarendi, landnr. 146537. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

3.Skógargata 19b - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1604142Vakta málsnúmer

Hjörvar Þór Guðmundsson kt. 180264-2219 og Dagmar Svanhvít Ingvadóttir kt. 301162-3599 óska eftir að fá úthlutað byggingarlóð fyrir einbýlishús á horni Skógargötu og Hlíðarstígs. Umrætt svæði er skipulagt sem raðhúsalóð. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að taka svæðið til deiliskipulagslegrar meðferðar.

4.Varmahlíð iðnaðarsvæð 146142 - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1604094Vakta málsnúmer

Magnús Sigmundsson kt. 270357-5639 sækir fh. Hestasport - Ævintýraferðir ehf. kt 5005942769 um stöðuleyfi fyrir geymslu-/íbúðargáma á lóðinni Varmahlíð iðnaðarsvæði 146142. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi til eins árs fyrir núverandi gáma. Þá samþykkir skipulags- og byggingarnefnd stöðuleyfi fyrir nýja gáma til eins árs eða til 1 maí 2017.

5.Lundur(146852) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1601371Vakta málsnúmer

Sigurlína Kr. Kristinsdóttir kt. 130158-3669 Þinglýstur eigandi jarðarinnar Lundur, landnúmer 146852, Fljótum í Skagafirði sækir um að fá samþykktan byggingarreit fyrir frístundahús í landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gerir grein fyrir byggingarreitnum. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 771701, dagsettur 28. apríl 2016. Skipulags -og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn hlutaðeigandi aðila.

6.Valagerði 146075 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1605025Vakta málsnúmer

Birgir Árdal Hauksson kt. 240164-3969 þinglýstur eigandi jarðarinnar Valagerði landnúmer 146075, í Skagafirði sækir um leyfi til þess að skipta lóð fyrir íbúðarhús úr landi jarðarinnar. Sótt er um að heiti útskiptu spildunnar verði Valagerði lóð 1. Framlagður hnitsettur yfirlits og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 715801, dagsettur 3. maí 2016. Lögbýlarétturinn fylgir áfram jörðinni Valagerði landnúmer 146075. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt

7.Valagerði 146075 - umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1605026Vakta málsnúmer

Birgir Árdal Hauksson kt. 240164-3969 þinglýstur eigandi jarðarinnar Valagerði landnúmer 146075, í Skagafirði sækir um að fá samþykktan byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóð sem verið er að stofna úr landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gerir grein fyrir byggingarreitnum. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 715801, dagsettur 3. maí 2016. Skipulags -og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn Minjavarðar.

8.Hólar (146440) - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1605038Vakta málsnúmer

Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum óskar heimildar til að stofna tvo 30 fermetra byggingarreiti fyrir dómhús á keppnis- og kennslusvæði hestafræðideildar skólans á Hólum. Á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem gerður er á Stoð ehf verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni er gerð grein fyrir umbeðnu erindi. Uppdráttur dagsettur 20. apríl 2016. Erindið samþykkt.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 25

Málsnúmer 1604008FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 25. fundur, haldinn 12. apríl 2016 lagður fram til kynningar.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26

Málsnúmer 1604018FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 26. fundur, haldinn 29. apríl 2016 lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:00.