Fara í efni

Lundur(146852) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1601371

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 283. fundur - 15.02.2016

Sigurlína Kr. Kristjánsdóttir kt. 130158-3669 sækir 19. janúar sl. um leyfi til að byggja frístundahús í landi jarðarinnar Lunds í Fljótum, landnúmer 146852. Fram kemur í erindinu fyrirhuguð staðsetning hússins. Lundur í Stíflu er á hættusvæði C eins og það er skilgreint í reglugerð um hættumat vegna ofanflóða. Einungis er heimilt að reisa ný mannvirki á slíkum stöðum þar sem ekki er stöðug viðvera fólks. Ekki fylgir erindinu uppdráttur sem gerir grein fyrir fyrirhuguðum byggingarreit. Hann þarf að fylgja svo hægt sé að afgreiða erindið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Afgreiðsla 283. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 286. fundur - 06.05.2016

Sigurlína Kr. Kristinsdóttir kt. 130158-3669 Þinglýstur eigandi jarðarinnar Lundur, landnúmer 146852, Fljótum í Skagafirði sækir um að fá samþykktan byggingarreit fyrir frístundahús í landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gerir grein fyrir byggingarreitnum. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 771701, dagsettur 28. apríl 2016. Skipulags -og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn hlutaðeigandi aðila.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016

Afgreiðsla 286. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 30. fundur - 24.06.2016

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Sigurlínar Kristinsdóttur kt. 130158-3669, dagsett 19. janúar 2016. Umsókn um leyfi til að byggja sumarhús í landi Lunds í Stíflu. Landnúmer jarðarinnar 146852. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á RISS verkfræðistofu af Guðna Sigurbirni Sigurðarsyni kt. 250582-4479. Uppdrættir eru númer A100 og A101. Aðaluppdrættir mótteknir 9. júní 2016. Byggingarleyfi er veitt með þeirri kvöð að ekki sé, vegna snjóflóðahættu, dvalið í húsinu að vetrarlagi, nánar tiltekið frá 1. nóvember til 30. apríl.