Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

283. fundur 15. febrúar 2016 kl. 08:30 - 09:47 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fellstún 16 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1601374Vakta málsnúmer

Sunna Björk Björnsdóttir kt. 311083-3929 og Jón Ölver Kristjánsson kt. 170679-5269 sækja 17. janúar sl. um að fá úthlutað einbýlishúsalóð nr. 16 við Fellstún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Sunnu Björk og Jóni Ölver lóðinni.

2.Keldudalur land 146391 - Umsókn um sameiningu eigna.

Málsnúmer 1602052Vakta málsnúmer

Þórarinn Leifsson kt.230866-4309 og Guðrún Lárusdóttir kt. 240866-5799 sækja 1. febrúar sl. um að sameina tvær séreignir sem standa á landinu Keldudalur land, landnúmer 146391. Eignirnar sem um ræðir eru einbýlishús með fastanúmerið 221-4340 og sambyggt starfsmannahús með fastanúmerið 231-2713. Sótt er um að starfsmannahúsið verði sameinað einbýlishúsinu.
Erindið samþykkt.

3.Hofsós 218098 - Suðurbraut 2,4,6,8 - lóðarmál

Málsnúmer 1510130Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 21.10. sl. Þá bókað. ”Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera tillögur að nýjum lóðarmörkum lóðanna og vinna drög að nýjum lóðarleigusamningum fyrir lóðirnar nr 2,4,6 og 8 við Suðurbraut á Hofsósi.“ 2. desember sl. skrifaði Skipulags- og byggingarfulltrúi lóðarhöfum og óskaði upplýsinga og afstöðu lóðarhafa viðkomandi lóða. Svör bárust frá lóðarhöfum lóðarinnar númer 4. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá málinu.

4.Sauðárkrókur 218097 - Suðurgata og hluti Skógargötu Lóðir

Málsnúmer 1512038Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur Skipulags- og byggingarfulltrúa að afmörkun lóða vestan Suðurgötu og sunnan Hlíðarstígs. Yfirlitsblað unnið af Tæknideild Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á Stoð ehf. verkfræðistofu. Vinnuuppdráttur dags. 02.02.2016. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera tillögur að nýjum lóðarmörkum lóðanna og vinna drög að nýjum lóðarleigusamningum.

5.Skagfirðingabraut 13 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1602048Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 13 við Skagfirðingabraut leggur fram fyrirspurn um byggingarleyfi til að byggja 50 til 60 m² bílskúr í norðaustur horni lóðarinnar. Fram kemur í erindinu að fyrirhuguð bílgeymsla yrði byggð í sama ”stíl“ og íbúðarhúsið og með sömu utanhússklæðningu. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir nánari upplýsingum frá umsækjenda svo að hægt sé að taka afstöðu til erindisins.

6.Rarik - Sauðárkrókur 218097 - Umsókn um strengleið

Málsnúmer 1602051Vakta málsnúmer

Steingrímur Jónsson sækir fyrir hönd RARIK ohf. Kt. 520269-2669 um framkvæmdaleyfi til að leggja háspennustreng frá núverandi háspennustreng sem liggur nyrst á Gránumóum að nýju stöðvarhúsi Gönguskarðsárvirkjunar. Fylgjandi með umsókn er yfirlitsmynd móttekin af byggingarfulltrúa 2. febrúar 2016. Erindið samþykkt.

7.Lundur(146852) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1601371Vakta málsnúmer

Sigurlína Kr. Kristjánsdóttir kt. 130158-3669 sækir 19. janúar sl. um leyfi til að byggja frístundahús í landi jarðarinnar Lunds í Fljótum, landnúmer 146852. Fram kemur í erindinu fyrirhuguð staðsetning hússins. Lundur í Stíflu er á hættusvæði C eins og það er skilgreint í reglugerð um hættumat vegna ofanflóða. Einungis er heimilt að reisa ný mannvirki á slíkum stöðum þar sem ekki er stöðug viðvera fólks. Ekki fylgir erindinu uppdráttur sem gerir grein fyrir fyrirhuguðum byggingarreit. Hann þarf að fylgja svo hægt sé að afgreiða erindið.

8.Borgarröst 6 (143233) Lóð skilað

Málsnúmer 1602135Vakta málsnúmer

Ingi Friðbjörnsson og Skúli Ferdinandsson fh. Króksverks hf. Kt. 460482-0979, óska eftir að skila inn til sveitarfélagsins óbyggðri lóð sem er númer 6 við Borgarröst. Erindið samþykkt.

9.Óheimilar auglýsingar meðfram vegum og annarsstaðar utan þéttbýlis

Málsnúmer 1505224Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá og lagt fram til kynningar á 274 fundi skipulags -og byggingarnefndar 10.6.2015. í bréfi Umhverfisstofnunarinnar dagsettu 22. september 2015 er vakin athygli á því að lítil viðbrögð sveitarfélaga hafi orðið við fyrra bréfi og mikilvægi þess að byggingarfulltrúar fylgist með ólöglegum auglýsingarskiltum í viðkomandi sveitarfélögum og þess gætt að farið sé að gildandi lögum og reglum. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 20

Málsnúmer 1602006FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 20. fundur, haldinn 11. febrúar 2016 lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:47.